Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 104/2022- Úrskurður

.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 104/2022

Fimmtudaginn 30. júní 2022

A

gegn

Reykjavíkurborg

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Eva Dís Pálmadóttir lögfræðingur.

Með kæru, dags. 14. febrúar 2022, kærði B, f.h. A, til úrskurðarnefndar velferðarmála synjun Reykjavíkurborgar, dags. 15. nóvember 2021, á umsókn samtakanna um styrk til áfangaheimilis.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Með umsókn, dags. 30. september 2020, sóttu A um styrk til áfangaheimilis á grundvelli reglna Reykjavíkurborgar um áfangaheimili. Umsókn A var synjað með bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. nóvember 2021, á þeim grundvelli að ekki væri ljóst hvort starfsemi sem samtökin rækju að C uppfyllti skilyrði 1. gr. framangreindra reglna.

Kæra barst úrskurðarnefnd velferðarmála 14. febrúar 2022. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 9. mars 2022, var óskað eftir greinargerð Reykjavíkurborgar ásamt gögnum málsins. Greinargerð barst úrskurðarnefndinni 5. apríl 2022 og var hún kynnt kæranda með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 7. apríl 2022. Athugasemdir kæranda bárust 21. apríl 2022 og voru þær kynntar Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 22. apríl 2022. Athugasemdir bárust frá Reykjavíkurborg 19. maí 2022 og voru þær kynntar kæranda með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 20. maí 2022. Frekari athugasemdir bárust frá kæranda 9. júní 2022 og voru þær kynntar Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 10. júní 2022. Frekari athugasemdir bárust ekki.

IV.  Niðurstaða

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála skal nefndin úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki til áfangaheimila voru samþykktar á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 16. desember 2008. A sóttu um slíkan styrk hjá Reykjavíkurborg með umsókn, dags. 30. september 2020, sem var synjað með bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. nóvember 2021. Ljóst er að ekki er kveðið á um styrki til áfangaheimila eða skilyrði þeirra í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga eða öðrum lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar, heldur eingöngu í fyrrgreindum reglum Reykjavíkurborgar. Það er því mat úrskurðarnefndar velferðarmála að ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja A um styrk sé ekki kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála, sbr. 1. gr. laga nr. 85/2015. Kærunni er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.


 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru B, f.h. A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir

 

 

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira