Hoppa yfir valmynd
Kærunefnd útboðsmála

Mál 25/2017. Bókun kærunefndar útboðsmála:

Málið lýtur að gerð fyrirhugaðs samnings kærða við Myndgreiningarrannsóknarstöð Hjartaverndar ehf. samkvæmt forauglýsingu sem birt var 21. september sl.  Í kærunni kemur fram að að gengið sé út frá því að kæran hafi borist innan lögboðins biðtíma samkvæmt 1. mgr. 107. gr., sbr. 86. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og hafi gerð samnings því verið óheimil þar til endanlega hefði verið leyst úr kærunni. 

Ár 2017, mánudaginn 18. desember, hélt kærunefnd útboðsmála fund í dómhúsinu við Lækjartorg.

 Mætt voru Skúli Magnússon (formaður), Sandra Baldvinsdóttir (varamaður) og Daníel Isebarn Ágústsson (ritari).

 Fyrir var tekið mál nr. 25/2017: Klíníkinn Ármúla ehf. gegn Sjúktratryggingum Íslands.

 Málið lýtur að gerð fyrirhugaðs samnings kærða við Myndgreiningarrannsóknarstöð Hjartaverndar ehf. samkvæmt forauglýsingu sem birt var 21. september sl.  Í kærunni kemur fram að að gengið sé út frá því að kæran hafi borist innan lögboðins biðtíma samkvæmt 1. mgr. 107. gr., sbr. 86. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og hafi gerð samnings því verið óheimil þar til endanlega hefði verið leyst úr kærunni.  Í samræmi við þetta var í tilkynningu kærunefndar til aðila málsins 14. nóvember sl. um móttöku kærunnar vakin athygli á sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar samkvæmt 107. gr. laganna. Í málinu er nú komið fram að við móttöku kærunnar hafði þegar verið gerður samningur á grundvelli auglýsingarinnar og á sjálfkrafa stöðvun samkvæmt fyrrnefndri grein því ekki við í málinu, sbr. hins vegar úrræði fyrirtækis samkvæmt 115. gr. laganna. Eins og málið liggur fyrir samkvæmt þessu mun nefndin því, að svo stöddu, ekki taka sérstaka ákvörðun um stöðvun samningsgerðar eða afléttingu stöðvunar, sbr. 3. mgr. 7. gr. starfsreglna kærunefndar.

                                                                                   Þannig fram farið,

                                                                                   Skúli Magnússon

                                                                                   Sandra Baldvinsdóttir


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira