Hoppa yfir valmynd

Nr. 357/2021 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Þann 12. ágúst 2021 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 357/2021

í stjórnsýslumáli nr. KNU21040064

 

Kæra […]

á ákvörðun

Útlendingastofnunar

 

I.          Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

Þann 27. apríl 2021 kærði […], fd. […], ríkisborgari Súdan (hér eftir nefndur kærandi) ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 9. apríl 2021, um að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga.

Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og honum verði veitt staða flóttamanns hér á landi með vísan til 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Til vara krefst kærandi þess að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og honum verði veitt viðbótarvernd með vísan til 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Til þrautavara krefst kærandi þess að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða með vísan til 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Til þrautaþrautavara er gerð sú krafa að kæranda verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Fyrrgreind ákvörðun er kærð á grundvelli 7. gr. laga um útlendinga og barst kæran fyrir lok kærufrests.

II.            Málsmeðferð

Kærandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 31. maí 2019. Með ákvörðun, dags. 24. september 2019, komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd ekki til efnismeðferðar og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála þann 17. febrúar 2020. Þann 25. júní 2020 féllst kærunefnd útlendingamála á beiðni kæranda um endurupptöku málsins og lagði fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar. Kærandi kom í viðtal hjá Útlendingastofnun m.a. þann 19. ágúst 2021 ásamt talsmanni sínum. Með ákvörðun, dags. 15. október 2020, synjaði Útlendingastofnun kæranda um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Með úrskurði kærunefndar útlendingamála, dags. 10. desember 2020, var ákvörðun Útlendingastofnunar felld úr gildi og stofnuninni gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Með ákvörðun, dags. 9. apríl 2021, synjaði Útlendingastofnun kæranda um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Var sú ákvörðun kærð til kærunefndar útlendingamála þann 27. apríl 2021. Kærunefnd barst greinargerð kæranda þann 11. maí 2021. Í greinargerð óskaði kærandi eftir að fá að koma fyrir nefndina og tjá sig um efni málsins. Í ljósi frásagnar kæranda og skýrslna um heimaríki taldi kærunefnd ekki ástæðu til að gefa kæranda kost á að koma fyrir nefndina, sbr. 7. mgr. 8. gr. laga um útlendinga.

III.        Ákvörðun Útlendingastofnunar

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kemur fram að kærandi byggi umsókn sína um alþjóðlega vernd á því að hann sé í hættu í heimaríki sínu vegna þjóðernis síns og ótta við tilgreindan mann sem hafi tengsl við yfirvöld í heimaríki.

Niðurstaða ákvörðunar Útlendingastofnunar í máli kæranda var sú að kærandi væri ekki flóttamaður og honum skildi synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi samkvæmt ákvæðum 37. og 40. gr. laga um útlendinga. Kæranda var jafnframt synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 74. gr. laga um útlendinga. Þá taldi stofnunin að ákvæði 42. gr. laga um útlendinga stæði endursendingu til heimaríkis ekki í vegi.

Kæranda var vísað frá landinu á grundvelli c-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga. Útlendingastofnun tilkynnti kæranda jafnframt að kæra myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um útlendinga.

IV.        Málsástæður og rök kæranda

Í greinargerð kæranda er vísað til viðtala við hann hjá Útlendingastofnun. Þar hafi kærandi greint frá því að hafa starfað sem leigubílstjóri í Súdan og hafa búið í höfuðborginni, Kartúm. Kærandi hafi haldið við gifta konu í heimaríki sínu árið 2018 og neyðst til að flýja þegar eiginmaður hennar, […], sem hafi verið málaliði í uppreisnarhernum Janjaweed, hafi snúið aftur frá Jemen þar sem hann hafi tekið þátt í stríði sem þar geisi nú. Kærandi hafi flúið til bæjarins Sinjah í Sinnar héraði í suðurhluta landsins. Þar hafi kærandi skilið eiginkonu sína og börn eftir og verið um stund hjá móður sinni í Abohugar, þar sem hann hafi fæðst, og síðar í Kartúm áður en hann hafi neyðst til að flýja landið. Eiginmaðurinn hafi hótað kæranda lífláti og eyðilagt eigur hans auk þess sem hann hafi ráðist á eiginkonu sína og skilið við hana. Þá hafi eiginmaðurinn látið lýsa eftir kæranda í Súdan vegna heiðursbrota hans og eiginkonu sinnar. Þar sem eiginmaðurinn hafi tilheyrt æðri ættbálki, Rizeigat, í Súdan og þar sem um heiðursmál hafi verið að ræða hafi kærandi talið sér ómögulegt að leita aðstoðar hjá yfirvöldum. Þá hafi kærandi greint frá því að tilheyra ættbálkinum […] sem tilheyri minnihluta í Súdan og sæti ofsóknum, m.a. í Darfúr héraði. Kærandi hafi persónulega orðið var við fordóma í sinn garð vegna uppruna síns, m.a. í höfuðborginni Kartúm.

Kærandi vísar til umfjöllunar í greinargerð hans til Útlendingastofnunar um aðstæður í Súdan. Þar kemur m.a. fram að meðal helstu mannréttindabrota í landinu árið 2020 hafi verið ólögleg og handahófskennd morð, óviðunandi og lífshættulegar aðstæður í fangelsum landsins, spilling innan dómkerfisins, alvarleg mannréttindabrot og skortur á rannsókn og refsingum vegna ofbeldisbrota gegn konum.

Kærandi krefst þess aðallega að honum verði veitt alþjóðleg vernd sem flóttamaður hér á landi, skv. 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Í því sambandi vísar kærandi til þess að hann hafi ástæðuríkan ótta við að verða ofsóttur af hálfu framangreinds aðila, […], sem hafi sterk tengsl við stjórnvöld í Súdan og hafi vegna þeirra tengsla látið lýsa eftir kæranda á grundvelli upploginna saka. Kærandi telur að þar sem hann hafi stutt frásögn sína ítarlegum gögnum geti enginn vafi leikið á trúverðugleika hans. Þá telur kærandi það ljóst að vegna framhjáhaldsins tilheyri hann sérstökum þjóðfélagshópi í skilningi d-liðar 3. mgr. 38. gr. laga um útlendinga og þar sem framhjáhald sé refsivert í Súdan geti kærandi ekki leitað verndar yfirvalda. Þá telji kærandi ljóst að hann tilheyri minnihlutaættbálki í Súdan, […] ættbálknum, sem hafi sætt ofsóknum í Darfúr og annars staðar í landinu.

Verði ekki fallist á aðalkröfu málsins krefst kærandi þess til vara að honum verði veitt viðbótarvernd hér á landi með vísan til 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Kæranda hafi nú þegar verið hótað lífláti og þá hafi verið lýst eftir honum í Súdan. Kærandi eigi á hættu að sæta dauðarefsingu eða annarri ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis. Einnig eigi hann á hættu að verða fyrir skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki sé greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði honum gert að snúa aftur heim. Þar að auki mæli a-liður 1. mgr. 146. gr. hegningarlaganna í Súdan fyrir um dauða þeirra sem verði uppvísir að framhjáhaldi. Þá hafi átök átt sér stað í Súdan og almenningur orðið fyrir skaða vegna þeirra. Sem meðlimur minnihlutaættbálks sæti kærandi jafnframt mismunun og fordómum í landinu.

Til þrautavara krefst kærandi þess að honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Ákvæðið heimili veitingu slíks dvalarleyfis þegar útlendingur geti sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki. Kærandi vísar m.a. til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum um útlendinga. Þar komi fram að með erfiðum almennum aðstæðum sé m.a. vísað til alvarlegra aðstæðna í heimaríki og tekið sem dæmi viðvarandi mannréttindabrot og sú aðstaða að yfirvöld veiti ekki þegnum sínum vernd gegn ofbeldisbrotum eða glæpum. Kærandi sé þolandi viðvarandi mannréttindabrota í heimaríki sínu og geti ekki leitað verndar hjá yfirvöldum. Þá telur kærandi að horfa verði til bágs andlegs ástands hans og þeirrar hættu sem stafi af Covid-19 heimsfaraldrinum.

Til þrautaþrautavara krefst kærandi þess að honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga, enda hafi hann ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða. Samkvæmt a- til d-lið 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga verður dvalarleyfi samkvæmt 2. mgr. ekki veitt nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum, en kærandi telur að þau séu uppfyllt í máli hans. Kærandi telur jafnframt að útilokunarástæður í a- til d-lið 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga eigi ekki við í máli hans.

Kærandi telur að með endursendingu hans til heimaríkis yrði brotið gegn meginreglunni um bann við endursendingu, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga. Að auki telur kærandi að slík ákvörðun brjóti í bága við 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálalega réttindi og 33. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna.

Í greinargerð kæranda koma fram ýmsar athugasemdir við ákvörðun Útlendingastofnunar í máli hans, þá einkum er snýr að trúverðugleikamati stofnunarinnar. Kærandi mótmælir m.a. því mati Útlendingastofnunar að frásögn hans um að hann tilheyri ættbálkinum […] frá Darfúr og eigi á hættu ofsóknir sökum þess sé ótrúverðug. Kærandi telji að stofnuninni hafi borið að spyrja hann nánar út í aðstæður hans. Frásögn kæranda fái stuðning í heimildum, m.a. þeim sem Útlendingastofnun hafi stuðst við við meðferð máls kæranda. Þá gerir kærandi athugasemd við þá niðurstöðu Útlendingastofnunar að hann hafi ekki leitt líkur með trúverðugum og haldbærum gögnum að hann hafi átt í ástarsambandi við konu að nafni […] sem sé gift manni, […], sem hafi tengsl við stjórnvöld. Kærandi hafi lagt fram mikið magn af gögnum, m.a. ljósmyndir, hjónabandsvottorð […] og […] og opinber gögn þar sem nafn og staða […] innan Rapid Support Forces komi fram. Kærandi hafi greint frá því að hafa borist hótanir frá […] sem mögulega væri hægt að finna í biluðum síma sem hann ætti. Í efnisviðtali kæranda hafi Útlendingastofnun verið boðið að fá símann svo stofnunin gæti nálgast gögnin. Í ákvörðun Útlendingastofnunar komi hins vegar sú afstaða stofnunarinnar fram að kæranda hafi borið að láta gera við símann og leggja fram gögnin. Gerir kærandi athugasemd við mat stofnunarinnar, einkum í ljósi stöðu hans hér á landi og fjárhagsgetu, og má ráða að hann telji mat stofnunarinnar brjóta í bága við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 23. gr. laga um útlendinga. Auk framangreinds gerir kærandi athugasemdir við trúverðugleikamat Útlendingastofnunarinnar varðandi vegabréfsáritun hans og andlát dóttur hans. Þá gerir kærandi jafnframt athugasemdir við framkvæmd og niðurstöður rannsóknar lögreglu á skjölum sem hann lagði fram.

V.         Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Lagagrundvöllur

Í máli þessu gilda einkum ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016, reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga, ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og mannréttindasáttmáli Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Jafnframt ber að líta til ákvæða alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951, ásamt viðauka við samninginn frá 1967, og annarra alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda eftir því sem tilefni er til.

Auðkenni

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kemur fram að til að sanna á sér deili hafi kærandi framvísað súdönsku vegabréfi. Telur kærunefndin því ljóst að kærandi sé súdanskur ríkisborgari.

Landaupplýsingar

Kærunefnd útlendingamála hefur lagt mat á aðstæður í Súdan m.a. með hliðsjón af eftirfarandi skýrslum:

 • 2019 Country Reports on Human Rights Practices – Sudan (US Department of State, 11. mars 2020);
 • 2020 Country Reports on Human Rights Practices – Sudan (US Department of State, 30. mars 2021);
 • 2020 Report on International Religious Freedom: Sudan (U.S. Department of State, 12. maí 2021);
 • Amnesty International Report 2020/21 – Sudan (Amnesty International, 7. apríl 2021);
 • COI Focus: Sudan – Risk upon return (Office of the Commissioner General for Refugees and Sateless Persons, 6. febrúar 2018);
 • Country Policy and Information Note – Sudan: Non-Arab Darfuris (Uk Home Office, nóvember 2019);
 • Country Policy and Information Note – Sudan: Opposition to the government (UK Home Office, apríl 2021);
 • Country Policy and Information Note – Sudan: Return of unsuccessful asylum seekers (UK Home Office, júlí 2018);
 • DFAT Country Information Report. Sudan. (Australian Government. Department of Foreign Affairs and Trade, 27. apríl 2016);
 • Discrimination and Hate Speech Fuel Violence in Sudan (Rights for Peace, mars 2021);
 • Freedom in the World 2021 – Sudan (Freedom House, 2021);
 • Health Care System in Sudan: Review and Analysis of Strength, Weakness, Opportunity and Threats (SWOT Analysis (Sudan Journal of Medical Sciences, september 2017);
 • Report of a fact-finding mission to Khartoum, Sudan (UK Home Office, nóvember 2018);
 • Sudan – Mänskliga rättigheter, demokrati och rättsstatens principer: situationen per den 15 oktober 2019 (Regeringskansliet, október 2019);

 • Sudan 2020 Crime & Safety Report (U.S. Department of State, Bureau of Diplomatic Security, 30. apríl 2021);
 • Sudan – Information on the current human rights situation (Refugee Documentation Centre of Ireland, 22. júlí 2019);
 • Sudan: Situation of Persons from Darfur, Southern Kordofan and Blue Nile in Khartoum (Danish Immigration Service og UK Home Office, ágúst 2016);
 • Sudan‘s mental health service: challenges and future horizons (BJPsych International, febrúar 2020);
 • Sudan Overview (The World Bank, uppfært 22. mars 2021);
 • The World Factbook – Sudan (CIA, uppfært 20. júlí 2021);
 • Upplýsingasíða Johns Hopkins háskólans (https://coronavirus.jhu.edu/map.html, sótt 15. júlí 2021);
 • Minority Rights Group – Sudan (https://minorityrights.org/country/sudan/, uppfært júní 2019) og
 • World Report 2021 – Sudan: Events of 2020 (Human Rights Watch, janúar 2021).

Súdan er lýðveldi í Norðaustur-Afríku með tæplega 47 milljónir íbúa. Þann 12. nóvember 1956 gerðist Súdan aðili að Sameinuðu þjóðunum. Ríkið fullgilti alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem og alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi árið 1986. Ríkið fullgilti alþjóðasamning um afnám alls kynþáttamisréttis árið 1977. Árið 1986 skrifaði ríkið undir samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu en hefur ekki enn fullgilt samninginn.

Samkvæmt skýrslu sænska utanríkisráðuneytisins frá 2019 var fyrrum forseti Súdan, Omar al-Bashir, hrakinn frá völdum þann 11. apríl 2019 eftir 30 ára valdatíð. Það hafi gerst í kjölfar friðsamlegra mótmæla sem staðið hafi yfir um nokkurra mánaða skeið en þau megi rekja til þess að djúp efnahagskreppa hafi verið í landinu. Herinn hafi tilkynnt að búið væri að leysa ríkisstjórn landsins upp og að stjórnarskrá landsins væri runnin út. Á sama tíma hafi þinginu verið slitið. Mótmæli hafi brotist út í kjölfarið og í júní 2019 hafi herinn stöðvað friðsamleg mótmæli með þeim afleiðingum að a.m.k. hundrað óbreyttir borgarar hafi dáið. Eftir tveggja mánaða milligöngu Afríkusambandsins og Eþíópíu hafi súdanski herinn og mótmælahreyfingin í landinu komist að samkomulagi í ágúst 2019. Samkomulagið hafi m.a. falið í sér undirritun stjórnarskráyfirlýsingar og stofnun fulltrúaráðs þar sem bæði óbreyttir borgarar og fulltrúar hersins hafi fengið sæti. Jafnframt hafi sérstök stjórn, skipuð sérfróðum aðilum, verið sett á fót með það hlutverk að leiða vinnu fulltrúaráðsins fyrstu þrjú árin.

Samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 2021 var bráðabirgðastjórn undir stjórn almennra borgara komið á fót í Súdan í ágúst 2019 og er ríkisstjórnin í dag leidd af Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdan, sem jafnframt fer fyrir ráðherranefndinni (e. Council of Ministers). Bráðabirgðalöggjafarráð hafi ekki enn verið stofnað í lok árs 2020. Bráðabirgðastjórn Súdan hafi vilja til að efla lýðræði, réttarríkið og mannréttindi í ríkinu en áskoranirnar séu þó margar. Samkvæmt stjórnarskráryfirlýsingu Súdan voru almennar kosningar áætlaðar árið 2022 en í kjölfar undirritunar Juba-friðarsamkomulagsins þann 3. október 2020 var þeim frestað til ársins 2024. Friðarsamkomulagið hafi verið hluti af lagaumbótum bráðabirgðastjórnarinnar með það að markmiði að enda áratugalöng innanlandsátök í Súdan. Meðal annarra lagaumbóta hafi verið breytingar á refsilöggjöf sem falið hafi í sér bann við kynfæralimlestingum á konum og stúlkum, afnám dauðarefsingar við kynmökum karlmanna og bætt frelsi trúarlegra minnihlutahópa. Samkvæmt framangreindri skýrslu sænska utanríkisráðuneytisins hafi bráðabirgðastjórn Súdan m.a. gert samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar í september 2019 um opnun skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í höfuðborginni, Kartúm, og opnun svæðisskrifstofa í fimm ríkjum landsins, þ. á m. Darfúr. Heimildir bera með sér að miklar framfarir hafi orðið á sviði mannréttinda í Súdan síðan bráðabirgðastjórn landsins tók við. Margar áskoranir séu þó eftir þar sem réttarkerfið sé í grundvallaratriðum það sama og fyrir stjórnarskiptin og taka muni tíma að koma úrbótum í framkvæmd.

Samkvæmt framangreindri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins bera innanríkisráðuneytið, varnarmálaráðuneytið og öryggissveitir Súdan (GIS) ábyrgð á innra öryggi ríkisins og hefur innanríkisráðuneytið m.a. eftirlit með störfum lögregluembætta landsins. Lögregluembættin skiptist í öryggislögreglu, sérsveit, umferðarlögreglu og herþjálfaða lögreglu (e. Central Reserve Police). Viðvera lögreglu sé um landið allt. Þá hafi varnarmálaráðuneyti Súdan eftirlit með störfum súdanskra hersveita, þ. á m. Rapid Support Forces (RSF), landamæravarða og leyniþjónustudeilda á sviði hernaðar og varnarmála. Samkvæmt skýrslu EASO frá 2020 er talið að hersveitir Súdan samanstandi af allt að 200.000 hermönnum sem ýmist starfi fyrir RSF, Popular Defence Forces (PDF), sjóherinn, loftherinn eða landherinn. Eftir að bráðabirgðastjórn Súdan hafi tekið við völdum árið 2019 hafi stjórn og eftirlit yfirvalda með öryggissveitum landsins batnað til muna. Öryggissveitir landsins hafi þó verið sakaðar um að stunda mannréttindabrot, m.a. pyndingar, morð, óhóflega valdbeitingu og nauðganir gagnvart almennum borgurum. Meðlimir öryggissveitanna fremji almennt glæpi í skjóli refsileysis.

Stjórnarskráryfirlýsing Súdan og önnur viðeigandi lög mæli fyrir um sjálfstæði dómstóla og hafi sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla almennt verið virt af stjórnvöldum. Bráðabirgðastjórn landsins hafi staðið fyrir hreinsun innan dómsvaldsins sem hafi falið í sér uppsögn fjölda dómara víðsvegar um landið sem taldir hafi verið spilltir eða með sterk tengsl við fyrri ríkisstjórn landsins. Súdönsk lög mæli fyrir um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar en sá réttur sé þó ekki alltaf virtur af dómstólum. Spilling sé víðtæk innan hins opinbera geira þrátt fyrir að lög mæli fyrir um refsingu fyrir spillingu opinberra starfsmanna. Núverandi ríkisstjórn Súdan hafi stuðst við almenn lög og ákvæði stjórnarskráryfirlýsingarinnar til að berjast gegn opinberri spillingu með ágætum árangri, m.a. með stofnun sérstakrar nefndar sem hafi það hlutverk að endurheimta fé og eignir sem starfsmenn fyrri ríkisstjórnar og frjálsra félagasamtaka hafi tekið ófrjálsri hendi.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Minority Rights Group er arabíska hið opinbera tungumála í Súdan en önnur algeng tungumál eru m.a. Nubian, Nilotic og Sudanic. Þá teljist um 70% íbúa vera súdanskir arabar og um 30% tilheyri afrískum minnihluta. Flestir íbúar Súdan, eða um 97% þeirra, séu súnní-múslímar en þó séu til kristin samfélög, einkum í suðurhluta landsins og Kartúm. Samkvæmt skýrslu breska utanríkisráðuneytisins frá 2019 eru fjölmargir ættbálkar í Súdan. Ættbálkurinn […] teljist til afrískra ættbálka í landinu. Stærstu afrísku ættbálkarnir í Súdan séu Fur, Zaghawa og Massalit en um 70% íbúa í Darfúr tilheyri þeim. Ættbálkarnir […] og Djaju teljist einnig vera stórir ættbálkar, einkum í norðurhluta Darfúr.

Samkvæmt skýrslunni Health Care System in Sudan er súdanska heilbrigðiskerfinu skipt í þrjú stig. þ.e. á vegum alríkisins, ríkja og héraða. Þá sé starfrækt eitt ráðuneyti á vegum alríkisins, Federal Ministry of Health (FMOH), og 18 ráðuneyti á vegum ríkjanna (SMOH). Alríkið sé ábyrgt fyrir því að tryggja almenna heilbrigðisstefnu, áætlanir, heildareftirlit og mat, samhæfingu, þjálfun og utanaðkomandi samskipti. Ríkin styðjist við leiðbeiningar alríkisins hvað varðar áætlanir og fjármagn en séu ábyrg fyrir sinni stefnu. Þá sé það hlutverk héraða að tryggja almenna heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa. Héröðin séu m.a. ábyrg fyrir því að tryggja vatns- og hreinlætisþjónustu fyrir sína íbúa. Þessi stigskipting innan súdanska heilbrigðiskerfisins sé lykilatriði í því að tryggja góða dreifingu á heilbrigðisþjónustu. Þó hafi rannsókn frá árinu 2006 leitt í ljós að um 70% heilbrigðisstarfsfólks hafi þá starfað í þéttbýlum, þar sem einungis um 30% íbúa Súdan búi, flest í höfuðborginni Kartúm. Samkvæmt skýrslunni hafi súdönsk heilbrigðisyfirvöld gert nokkrar umbætur innan geirans til að tryggja m.a. að heilbrigðisþjónusta sé réttur hvers og eins, að þjónustan sé alhliða og að jafnræðis sé gætt. Þá sé öflug og fjölbreytt heilbrigðisþjónusta veitt innan einkageirans. Starfandi séu margar einkareknar heilsugæslustöðvar, auk sjúkrahúsa þar sem veitt sé bæði alhliða- og sérhæfð þjónusta. Einnig starfi fjölmörg óhagnaðardrifin samtök víða um landið, t.a.m. Læknar án landamæra, sem reki fjölda sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og þá einkum á stríðshrjáðum svæðum. Samkvæmt skýrslunni Sudan‘s mental health service frá 2019 eru a.m.k. sex geðsjúkrahús í höfuðborginni Kartúm þar sem íbúar hafa aðgang að endurgjaldslausri geðheilbrigðisþjónustu. Íbúar á strjálbýlum svæðum hafi takmarkaðan aðgang að geðheilbrigðis­þjónustu, einkum vegna skorts á geðheilbrigðisstarfsfólki. Í 12 sambandsríkjum af 18 séu starfandi geðsjúkrahús sem rekin séu af geðlæknum. Í hinum sex ríkjunum séu geðsjúkrahús ýmist rekin af ósérhæfðum læknum, klínískum sálfræðingum eða aðstoðarmönnum lækna.

Ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga

Í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga, sem byggir á A-lið 1. gr. flóttamannasamningsins, segir:

Flóttamaður samkvæmt lögum þessum telst vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta hverfa aftur þangað, sbr. A-lið 1. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 og bókun við samninginn frá 31. janúar 1967, sbr. einnig 38. gr. laga þessara.

Í 38. gr. útlendingalaga eru sett fram viðmið um það hvað felist í hugtakinu ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr., á hvaða grundvelli ofsóknir geta byggst og hvaða aðilar geta verið valdir að þeim. Í 1. mgr. ákvæðisins segir:

Ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr. eru þær athafnir sem í eðli sínu eða vegna þess að þær eru endurteknar fela í sér alvarleg brot á grundvallarmannréttindum, einkum ófrávíkjanlegum grundvallarmannréttindum á borð við réttinn til lífs og bann við pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, bann við þrældómi og þrælkun og bann við refsingum án laga. Sama á við um samsafn athafna, þ.m.t. ólögmæta mismunun, sem hafa eða geta haft sömu eða sambærileg áhrif á einstakling.

Í 2. mgr. 38. gr. laga um útlendinga er fjallað um í hverju ofsóknir geta falist. Þá eru þær ástæður sem ofsóknir þurfa að tengjast skilgreindar nánar í 3. mgr. 38. gr. laganna.

Í 4. mgr. 38. gr. kemur fram að þeir aðilar sem geta verið valdir að ofsóknum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð séu:

a.   ríkið,

b. hópar eða samtök sem stjórna ríkinu eða verulegum hluta landsvæðis þess,

c.   aðrir aðilar, sem ekki fara með ríkisvald, ef sýnt er fram á að ríkið eða hópar eða samtök samkvæmt b-lið, þ.m.t. alþjóðastofnanir, geti ekki eða vilji ekki veita vernd gegn ofsóknum eða meðferð sem fellur undir 2. mgr. 37. gr., m.a. með því að ákæra og refsa fyrir athafnir sem fela í sér ofsóknir.

Orðasambandið „ástæðuríkur ótti við að vera ofsóttur“ í 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga inniheldur huglæga og hlutlæga þætti og þarf að taka tillit til hvors tveggja þegar mat er lagt á umsókn um alþjóðlega vernd. Mat á því hvort ótti umsækjanda sé ástæðuríkur getur verið byggt á persónulegri reynslu umsækjanda sem og á upplýsingum um ofsóknir sem aðrir í umhverfi hans eða þeir sem tilheyra sama hópi hafa orðið fyrir. Þótt umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli njóta vafa upp að ákveðnu marki verður umsækjandinn með rökstuddum hætti að leiða líkur að því að hans bíði ofsóknir í heimaríki. Frásögn umsækjanda og önnur gögn um einstaklingsbundnar aðstæður hans verða því almennt að fá stuðning í hlutlægum og áreiðanlegum upplýsingum um heimaríki umsækjanda, stjórnvöld, stjórnarfar og löggjöf þess. Þá er litið til sambærilegra upplýsinga um ástand, aðstöðu og verndarþörf þess hóps sem umsækjandi tilheyrir eða er talinn tilheyra. Umsækjandi sem hefur sýnt fram á með heildstæðri og trúverðugri frásögn af atburðum, og eftir atvikum með trúverðugum gögnum, sem eru í samræmi við áreiðanlegar og hlutlægar upplýsingar um almennt ástand í heimaríki hans, að hann hafi orðið fyrir ofsóknum í skilningi laga um útlendinga, eða beinum og marktækum hótunum um slíkar ofsóknir, yrði almennt talinn hafa sýnt fram á ástæðuríkan ótta við ofsóknir snúi hann aftur til heimaríkis. Í þeim tilvikum hvílir það á stjórnvöldum að eyða öllum vafa um slíka hættu, t.d. með vísan til þess að aðstæður í heimaríki hans hafi breyst.

Kærunefnd hefur við mat sitt á umsókn kæranda haft til hliðsjónar handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um málsmeðferð og viðmið við mat á umsókn um alþjóðlega vernd (Handbook and Guidelines on Procedures and Criteria for Determining Refugee Status, Genf 2019). Þá hefur aðferðarfræði trúverðugleikamats kærunefndar tekið mið af skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasjóðs Evrópusambandsins um trúverðugleikamat, eftir því sem við á (Beyond Proof: Credibility Assessment in EU Asylum Systems, Brussel 2013).

Kærandi byggir á því að eigi á hættu ofsóknir sem rekja megi til þess að hann hafi átt í ástarsambandi með eiginkonu manns að nafni […]. Maðurinn hafi tengsl við súdönsk stjórnvöld og hafi m.a. staðið að baki handtökuskipun á hendur kæranda þar sem hann hafi verið borinn röngum sökum. Jafnframt hafi verið lýst eftir kæranda í dagblaði í Súdan.

Mat á trúverðugleika frásagnar kæranda er byggt á endurritum af viðtölum hans hjá Útlendingastofnun, öðrum gögnum málsins og upplýsingum um heimaríki kæranda.

Í viðtölum hjá Útlendingastofnun greindi kærandi frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við gifta konu að nafni […] árið 2018. Eiginmaður konunnar, […], hafi verið í hersveit Súdan og verið staddur í Jemen á meðan á ástarsambandinu stóð. Eiginmaðurinn hafi komist að sambandi kæranda við eiginkonu sína er hann hafi komið óvænt heim frá Jemen. Eiginmaðurinn hafi m.a. hótað kæranda lífláti og skemmt bifreið hans. Þar sem eiginmaðurinn hafi haft tengsl við súdönsk stjórnvöld hafi hann látið lýsa eftir kæranda á grundvelli rangra sakargifta og kærandi því neyðst til að flýja heimaríki sitt.

Til stuðnings máli sínu lagði kærandi fram mikið magn af gögnum, m.a. skjöl sem hann kveður vera frumrit af handtökuskipun á hendur sér, frumrit af tilkynningum um að hann sé eftirlýstur, dagblaðsúrklippu þar sem lýst sé eftir honum, ljósmynd af skjali sem að sögn kæranda stafi frá súdönskum dómstól og greini frá því að kærandi hafi verið dæmdur, að honum fjarstöddum, fyrir brot gegn 53. gr. súdanskra hegningarlaga sem kveði á um njósnir fyrir erlend ríki og glæpi gegn ríkinu, hjónavígsluvottorð, skjáskot af samskiptum við […] og ljósmyndir. Við meðferð máls kæranda hjá Útlendingastofnun voru skjölin send til rannsóknar hjá lögreglu svo hægt væri að kanna trúverðugleika þeirra. Fram kemur m.a. í skýrslum lögreglu að það sé mat hennar að skjölin, sem kærandi kveður vera handtökuskipun og tilkynningu um að lýst sé eftir honum, geti ekki talist vera öryggisskjöl og hafi þau flúrljómað skært í útfjólubláu ljósi. Þá hafi ekki verið að finna samanburðargögn í þeim gagnagrunnum sem lögreglan noti. Hið sama hafi átt við um skjöl sem kærandi kveður vera skýrslu til súdanskra yfirvalda um skemmdir á bifreið hans, tilkynningu um haldlagningu á bifreið hans og þjóðernisvottorð sitt. Auk framangreinds, kemur fram í skýrslu lögreglunnar að skjali, sem kærandi kveður vera tilkynningu frá lögreglu þar sem lýst sé eftir honum, dags. 25. maí 2019, hafi verið breytt á þann hátt að skrifað hafi verið með penna ofan í tvo síðustu stafina á ártalinu 2020 og því breytt í 2019. Fram kemur að ótrúverðugt sé að mati lögreglu að eyðublað sem ætlað hafi verið til notkunar árið 2020 hafi verið í notkun árið 2019. Þá hafi tvær talnarunur verið afmáðar með einhvers konar leiðréttingarvökva og aðrar tölur skrifaðar í staðinn með penna. Grunsamlegt sé að mati lögreglu að þrír mismunandi pennar hafi verið notaðir við útfyllingu skjalsins. Fram kemur að skráningarskírteini bifreiðar kæranda hafi verið búið sömu öryggisatriðum og ökuskírteini sem útgefin séu af yfirvöldum í Súdan. Ekki hafi verið að sjá neitt sem gæti gefið til kynna að búið væri að eiga við það skjal. Mörg öryggisatriði hafi verið skoðuð og þau sannreynd. Að mati lögreglu séu skjölin, að undanskildu skráningarskírteini og dagblaðsúrklippu, ótraust þótt enga fölsun sé að sjá. Líta beri hins vegar á breytingarnar á framangreindri lögreglutilkynningu sem fölsun, enda sé ekkert sem gefi til kynna að breytingarnar séu gerðar af opinberum aðilum.

Í ljósi þess sem að framan greinir er það mat kærunefndar að framlögð skjöl, sem talin eru ótraust af lögreglu, hafi takmarkað sönnunargildi við úrlausn málsins. Þá verður framangreint skjal, sem lögregla telur að sé líklega falsað, ekki lagt til grundvallar í málinu. Kærandi greindi frá því í viðtölum hjá Útlendingastofnun að honum hafi borist hótanir í farsíma sinn í gegnum samfélagsmiðilinn WhatsApp. Kæranda hafi verið ráðlagt af sálfræðingi að loka fyrir skilaboðin svo hann gæti ekki séð þau eða borist frekari hótanir frá aðilanum. Kærandi hafi fylgt þeim ráðleggingum og jafnframt skipt um símanúmer. Í tölvubréfi til kærunefndar kvaðst kærandi ekki geta nálgast skilaboðin sökum þessa en kvaðst telja að skilaboðin væru enn vistuð á farsímann. Kærandi kvað farsímann hins vegar vera bilaðan og því þyrfti að láta laga símann svo hægt væri að skoða skilaboðin. Þann 6. júlí 2021 óskaði kærunefnd eftir því að kærandi legði fram farsímann svo hægt væri að skoða hann. Þann 9. júlí 2021 lagði kærandi farsímann fram hjá kærunefnd. Skoðun á símanum bar ekki með sér að síminn væri bilaður og var því aðgangur kæranda á WhatsApp m.a. skoðaður en ekki var að sjá þar hótanir eða önnur samskipti sem kærandi hefur greint frá. Með vísan til framangreinds verður því að mati kærunefndar ekki talist sannað að kæranda hafi borist hótanir frá eiginmanni konu sem hann kveðst hafa átt í ástarsambandi við.

Kærunefnd telur, með vísan til framburðar kæranda og framlagðra gagna, ekki ástæðu til að draga í efa að kærandi eigi eiginkonu og börn í heimaríki.

Að mati kærunefndar verður hins vegar ekki framhjá því litið að eitt skjalanna sem kærandi lagði fram og varðar kjarna máls hans er líklega falsað að mati lögreglu. Þá bera hin framlögðu skjöl af hálfu kæranda enga öryggisþætti og eru að mati lögreglu ótraust. Horfir kærunefnd til þess að eitt skjalanna sem kærandi kveður vera útgefið af súdönskum yfirvöldum, þ.e. skráningarskírteini bifreiðar kæranda, er traust að mati lögreglu og búið sömu öryggisatriðum og ökuskírteini sem útgefin séu af súdönskum yfirvöldum. Telur kærunefnd það gefa vísbendingu um að opinber skjöl í Súdan beri almennt einhverja öryggisþætti. Að mati kærunefndar dregur það úr trúverðugleika annarra framlagðra skjala, sem jafnframt séu útgefin af yfirvöldum að sögn kæranda, að þau beri engin öryggismerki. Að mati kærunefndar hefur framlögð dagblaðsúrklippa þá takmarkaða þýðingu í málinu þar sem ekki er hægt að sannreyna þær forsendur sem liggja að baki birtingu hennar eða hvort þær upplýsingar sem þar birtast séu almennt á staðreyndum byggðar.

Kærandi greindi frá því í viðtölum að hann sé eftirlýstur í heimaríki vegna brota sem varði við 152., 154. og 155. gr. súdanskra hegningarlaga og kvað hann þær lagagreinar varða heiðursmál. Í gögnum sem kærandi hefur lagt fram því til stuðnings, m.a. lögreglutilkynningar þar sem lýst er eftir kæranda, og dagblaðsúrklippa, kemur einungis fram að hann hafi gerst brotlegur við 154. og 155. gr. súdanskra hegningarlaga. Á veraldarvefnum er að finna enska þýðingu á umræddum lögum. Sjá má að þær lagagreinar kveði á um bann við að stunda vændi og að reka vændishús. Kærandi hefur greint frá því að um sé að ræða rangar sakargiftir og hefndaraðgerðir af hálfu eiginmanns konunnar sem hann hafi átt í ástarsambandi við. Líkt og áður greinir horfir kærunefnd til þess að skjölin, sem snúa að málsástæðu þessari, eru talin vera ótraust að mati lögreglu og að handtökuskipunin sé líklega fölsuð þar sem ártölum hefur m.a. verið breytt. Þá dregur það að mati kærunefndar úr trúverðugleika kæranda er snýr að þessum þætti frásagnar hans að frændi hans hafi fengið afhent afrit af handtökuskipun kæranda frá súdönskum yfirvöldum, einkum í ljósi þess að fram kemur í skjalinu að ekki sé heimilt að taka ljósmynd eða ljósrit af skjalinu. Ennfremur er það mat kærunefndar að ósamræmi á milli þeirra ákvæða sem kærandi er að eigin sögn eftirlýstur fyrir að hafa brotið og koma fram í framlögðum skjölum og þess ákvæðis sem hann á síðan að hafa verið dæmdur til refsingar fyrir styðji ekki við trúverðugleika gagnanna. Það er því mat kærunefndar að ekki hafi neitt komið fram í málinu sem gefi tilefni til að hnekkja mati lögreglunnar á framangreindum skjölum og því verði lagt til grundvallar við úrlausn málsins að þau séu ótraust og renni þar af leiðandi ekki stoðum undir frásögn kæranda um það hann sé eftirlýstur í heimaríki og eigi á hættu fangelsisrefsingu vegna meintra brota á ákvæðum súdanskra hegningarlaga.

Þá hefur kærandi hvorki lagt fram samskipti við […], konuna sem hann kveðst hafa átt í ástarsambandi með, né samskipti við eiginmann hennar, […], eða traust gögn sem styðja við frásögn hans að þessu leyti. Þær ljósmyndir sem kærandi lagði fram og kveður vera af sér og […] hafa takmarkað gildi að mati kærunefndar þar sem þær sýna ekki fram á að umrædd kona sé […] eða að þau hafi átt í ástarsambandi. Þá hefur kærandi ekki lagt fram gögn sem styðja við staðhæfingar hans um að umræddur […] sem hann kveður standa að baki ætluðum hótunum hafi tengsl við stjórnvöld í heimaríki kæranda sem leiði til þess að aðgengi kæranda að viðeigandi vernd stjórnvalda sé takmarkað. Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða kærunefndar að kærandi hafi ekki sýnt fram á með rökstuddum hætti að hann hafi átt í ástarsambandi við gifta konu og eigi á hættu ofsóknir af hálfu eiginmanns hennar sem hafi tengsl við yfirvöld. Kærunefnd telur, með vísan til framburðar kæranda og framlagðra gagna, ekki ástæðu til að draga í efa að kærandi eigi eiginkonu og börn í heimaríki en að öðru leyti er það niðurstaða kærunefndar að málatilbúnaður kæranda um ofsóknir af hálfu manns að nafni […] sem hafi tengsl við súdönsk stjórnvöld sé ótrúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins.

Auk framangreinds kvaðst kærandi í viðtölum hjá Útlendingastofnun tilheyra ættbálkinum […] sem sé í minnihluta í Súdan og sæti ofsóknum, m.a. í Darfúr héraði. Hafi kærandi persónulega orðið fyrir fordómum vegna uppruna síns m.a. hafi hann orðið fyrir ofbeldi af hálfu farþega sem hafi m.a. lamið og skyrpt á hann og af hálfu manns sem hafi reiðst kæranda fyrir að hafa skrifað aftan á leigubíl sinn […] sem sé lýsing á ættbálki hans. Var það mat Útlendingastofnunar að frásögn kæranda um ættbálkastöðu og þýðingu hennar fyrir hann væri þýðingarlítil. Við mat sitt leit Útlendingastofnun m.a. til þess að kærandi hafi greint frá því að hann hefði haft það almennt gott í heimaríki, hann hefði aldrei dvalið í Darfúr og þá hafi hann átt þess kost að ferðast þrisvar sinnum til Evrópu á tímabilinu 2017 til 2019 á grundvelli vegabréfsáritana. Var það niðurstaða Útlendingastofnunar að þegar litið væri til samfélagslegrar stöðu kæranda almennt og hvar hann hefði verið búsettur þá væri frásögn hans þess efnis að hann tilheyrði ættbálki frá Darfúr og ætti á hættu ofsóknir sökum þess ótrúverðug.

Kærunefnd telur ekki ástæðu til þess að draga í efa að kærandi tilheyri […]. Líkt og að ofan greinir þá eru íbúar Súdan bæði af arabískum og afrískum uppruna og hefur ættbálkum af arabískum uppruna verið hyglað umfram aðra. […] teljist til afrískra ættbálka í landinu. Stærstu afrísku ættbálkarnir í Súdan séu Fur, Zaghawa og Massalit en um 30% íbúa í Súdan tilheyri þeim. […] ættbálkurinn sé stór meðal afrískra ættbálka í Súdan, einkum í norðurhluta Darfúr. Þrátt fyrir að þær heimildir sem kærunefnd hefur skoðað beri með sér að meðlimir […], líkt og meðlimir annarra ættbálka af afrískum uppruna, hafi á tíma fyrrverandi stjórnvalda verið útsettari fyrir áreiti og mismunun en meðlimir arabískra ættbálka þá benda gögn ekki til þess að þeir eigi á hættu ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Ennfremur hefur kærandi ekki borið fyrir sig að hafa sætt áreiti af hálfu stjórnvalda sökum uppruna síns og gögn benda ennfremur til þess að kærandi ætti að geta leitað aðstoðar stjórnvalda telji hann þörf á því. Að framangreindu virtu er það mat kærunefndar að aðstæður kæranda vegna uppruna hans séu því ekki þess eðlis að þær eigi undir 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna.

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða kærunefndar að kærandi hafi ekki með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hann hafi ástæðuríkan ótta við ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna.

Telur kærunefnd því ljóst að kærandi uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. útlendingalaga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi.

Ákvæði 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga

Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga er útlendingur einnig flóttamaður ef, verði hann sendur aftur til heimaríkis síns, raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka. Sama gildir um ríkisfangslausan einstakling.

Við mat á því hvort aðstæður kæranda séu slíkar að þær eigi undir 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga ber að líta til 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um það mat sem þarf að fara fram þegar metið er hvort kærandi sé í raunverulegri hættu á að verða fyrir meðferð sem falli undir 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hefur dómstóllinn sagt að 3. gr. sáttmálans geti átt við þegar hættan stafar frá einstaklingum eða hópi fólks sem ekki séu fulltrúar stjórnvalda. Kærandi verður þó að geta sýnt fram á að gildar ástæður séu til að ætla að um raunverulega hættu sé að ræða og að stjórnvöld í ríkinu séu ekki í stakk búin til að veita viðeigandi vernd. Ekki er nóg að aðeins sé um að ræða möguleika á illri meðferð og verður frásögn kæranda að fá stuðning í öðrum gögnum (sjá t.d. dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í máli NA gegn Bretlandi (mál nr. 25904/07) frá 7. júlí 2008 og H.L.R. gegn Frakklandi (mál nr. 24573/94) frá 29. apríl 1997).

Þrátt fyrir innanlandsátök í Súdan undanfarin ár, einkum í Darfúr, Suður Kordófan og Bláu Níl, er það mat kærunefndar að aðstæður á öðrum svæðum í Súdan, séu ekki slíkar að hann eigi á hættu meðferð sem brjóti í bága við 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Að teknu tilliti til gagna málsins og heimilda um aðstæður í Súdan bendir ekkert til þess að kærandi sé í raunverulegri hættu í heimaborg sinni, Kartúm, á að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu verði hann sendur aftur þangað eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka.

Í ljósi þess sem að framan er rakið og þeirra gagna sem liggja fyrir um heimaríki kæranda telur kærunefndin að aðstæður hans þar séu ekki þannig að þær falli undir ákvæði 2. mgr. 37. gr. laganna. Telur kærunefnd því ljóst að kærandi uppfylli heldur ekki skilyrði 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi.

Alþjóðleg vernd á grundvelli 40. gr. laga um útlendinga

Þar sem kærunefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að kærandi uppfylli ekki skilyrði 1. eða 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga á kærandi ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi, sbr. 40. gr. laga um útlendinga.

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga

Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga er heimilt að veita útlendingi sem staddur er hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þrátt fyrir að skilyrði 37. gr. séu ekki uppfyllt, ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf fyrir vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til. Kærunefnd telur, með vísan til orðalags ákvæðisins um „ríka þörf fyrir vernd“ auk lögskýringargagna sem fylgdu greininni, að dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga verði ekki veitt nema aðstæður, bæði almennar og sérstakar m.t.t. heilsufars og félagslegra þátta, auk atvika sem þar er vísað til, nái ákveðnu alvarleikastigi þegar málið er virt í heild.

Kærandi byggir á því að hann eigi rétt á því að honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða enda sé almennt ástand í heimaríki hans slæmt. Auk þess sé andleg heilsa hans slæm. Jafnframt beri að horfa til þeirrar hættu sem kæranda stafi af Covid-19 faraldrinum.

Í athugasemdum við frumvarp til laga um útlendinga er fjallað um erfiðar almennar aðstæður. Þar segir að með erfiðum almennum aðstæðum að öðru leyti sé einnig vísað til alvarlegra aðstæðna í heimaríki og væri þar oft um að ræða viðvarandi mannréttindabrot í ríkinu eða þá aðstöðu að yfirvöld veiti ekki þegnum sínum vernd gegn ofbeldisbrotum eða glæpum. Af þeim gögnum og skýrslum sem kærunefnd hefur farið yfir má ráða að þrátt fyrir að ótryggt ástand ríki á ákveðnum landsvæðum í heimaríki kæranda þá teljist svæðið þar sem kærandi hafði búsetu öruggt svæði. Þá bera heimildir með sér að borgurum Súdan standi almennt til boða skilvirk vernd yfirvalda.

Í athugasemdum við frumvarp til laga um útlendinga kemur fram að með ríkri þörf á vernd af heilbrigðisástæðum sé m.a. miðað við að um skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm sé að ræða og meðferð við honum væri aðgengileg hér á landi en ekki í heimaríki viðkomandi. Í þessu sambandi kemur jafnframt fram að meðferð teljist ekki óaðgengileg þótt greiða þurfi fyrir hana heldur er hér átt við þau tilvik þar sem meðferð sé til í heimaríkinu en viðkomandi eigi ekki rétt á henni. Þá kunna að falla undir 1. mgr. 74. gr. mjög alvarlegir sjúkdómar sem ekki teljast lífshættulegir, svo sem ef sýnt þykir að þeir muni valda alvarlegu óbætanlegu heilsutjóni eða óbærilegum þjáningum. Ef um langvarandi sjúkdóm sé að ræða væru ríkari verndarsjónarmið fyrir hendi ef sjúkdómur væri á lokastigi. Jafnframt væri rétt að líta til þess hvort meðferð hafi hafist hér á landi og ekki væri læknisfræðilega forsvaranlegt að rjúfa meðferð, sem og til atriða sem varði félagslegar aðstæður útlendings og horfur hans.

Í viðtali hjá Útlendingastofnun greindi kærandi frá því að hann glími við svefnvandamál og vanlíðan og hafi fengið viðeigandi lyf við því. Þá lagði kærandi fram læknabréf, dags. 14. desember 2020, þar sem fram kemur að kærandi hafi verið í innlögn á geðdeild Landspítala frá 9. til 14. desember 2020, m.a. vegna kvíða og þunglyndis. Þá hafi kærandi verið með einkenni sem hafi minnt á geðrof við innlögn en svarað geðrofslyfjum vel. Kærandi hafi ekki komið fyrir sem í geðrofi í legunni á geðdeild og því torvelt að meta hvort þær raddir sem hann hafi greint frá hafi verið raunverulegar ofheyrnir eða hugrofseinkenni. Kærandi hafi tjáð góða líðan og borið sig vel við útskrift af geðdeild.

Það að kærandi hafi sótt geðheilbrigðisþjónustu hér á landi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að hann teljist hafa ríka þörf á vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna heilbrigðisástæðna. Í ljósi þess sem fram hefur komið verður sú meðferð sem kærandi þarfnast hvorki talin vera svo sérhæfð að hann geti einungis hlotið hana hérlendis né að ef hún yrði rofin yrði það til tjóns fyrir hann verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis. Líkt og fram hefur komið stendur kæranda til boða geðheilbrigðisþjónusta í heimaríki en samkvæmt gögnum er aðgengi að heilbrigðisþjónustu í þéttbýli, einkum í höfuðborginni þar sem kærandi kveðst hafa haft búsetu, talsvert betra en á strjálbýlli svæðum. Telja verður að kærandi muni hafa þar aðgang að geðlæknum eða sálfræðingum telji hann þörf á því. Þá kemur fram í ofangreindum athugasemdum að meðferð teljist ekki óaðgengileg þótt greiða þurfi fyrir hana heldur sé hér átt við þau tilvik þar sem meðferð sé til í heimaríkinu en viðkomandi eigi ekki rétt á henni.

Þegar upplýsingar um heimaríki kæranda og gögn málsins eru virt í heild er það niðurstaða kærunefndar að kærandi hafi ekki sýnt fram á aðstæður sem ná því alvarleikastigi að hún teljist hafa ríka þörf á vernd líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Því er fallist á það með Útlendingastofnun að aðstæður kæranda í heimaríki séu ekki með þeim hætti að veita beri kæranda dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Kærunefnd hefur jafnframt litið til þeirra tímabundnu erfiðleika sem heimaríki kæranda kann að þurfa að glíma við vegna Covid-19 faraldursins. Kærunefnd telur þá erfiðleika ekki vera þess eðlis að þeir leiði til þess, einir sér eða í samhengi við önnur gögn málsins, að heimilt sé veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga

Í 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga kemur fram að heimilt er að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt ákvæðinu. Frekari skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis í þeim tilvikum koma fram í a- til d-lið 2. mgr. 74. gr. laganna en þau eru að tekin hafi verið skýrsla af umsækjanda um alþjóðlega vernd, ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er, ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda og að útlendingur hafi veitt upplýsingar og aðstoð við úrlausn máls.

Kærandi sótti um alþjóðlega vernd hér landi þann 31. maí 2019. Kærandi hefur ekki enn fengið niðurstöðu í máli sínu hjá kærunefnd útlendingamála. Frá því að kærandi sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi þar til úrskurður þessi er kveðinn upp, dags. 12. ágúst 2021, eru liðnir rúmir 26 mánuðir. Kærandi telst því ekki hafa fengið niðurstöðu í máli sínu innan þeirra tímamarka sem getið er í 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun lagði kærandi m.a. fram skjal sem hann kveður vera handtökuskipun á hendur sér. Skjalið var sent til rannsóknar hjá lögreglu og voru niðurstöður hennar þær að líta beri á breytingar líkt og þær sem gerðar voru á skjalinu sem fölsun, enda væri ekkert sem gæfi til kynna að breytingarnar væru gerðar af opinberum aðila. Að mati kærunefndar verður því að líta svo á að kærandi hafi framvísað fölsuðu skjali með það að markmiði að styrkja umsókn sína um alþjóðlega vernd, sbr. a-lið 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Því er ljóst að ákvæði 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga á ekki við um kæranda, sbr. 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Í 4. mgr. 74. gr. laga um útlendinga er að finna heimild til að víkja frá ákvæðum 3. mgr. 74. gr. þegar sérstaklega stendur á. Er það mat kærunefndar að aðstæður í máli kæranda séu ekki þess eðlis að ástæða sé til að víkja frá ákvæðum 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Þar sem kærandi uppfyllir ekki skilyrði b- og d-liðar 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga verður honum ekki veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laganna.

Bann við endursendingu samkvæmt 42. gr. laga um útlendinga

Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga er ekki heimilt að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er einnig óheimilt að senda útlending til svæðis þar sem ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis sem greinir í 1. mgr.

Með vísan til umfjöllunar að framan um heimaríki kæranda telur kærunefnd að þær aðstæður sem ákvæðið tekur til ekki eiga við í máli kæranda. Kærunefnd telur því að ákvæði 42. gr. laga um útlendinga standi ekki í vegi fyrir endursendingu kæranda þangað.

Frávísun og frestur til að yfirgefa landið

Kærandi kom hingað til lands þann 11. maí 2019 og sótti um alþjóðlega vernd þann 31. maí 2021. Eins og að framan greinir hefur umsókn hans um vernd og dvalarleyfi hér á landi verið synjað og hefur hann því ekki tilskilin leyfi til dvalar enda verður að líta á umsókn hans um alþjóðlega vernd sem áform um að dveljast í landinu meira en 90 daga, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 43. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017. Verður kæranda því vísað frá landinu á grundvelli c-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, sbr. 2. og 5. mgr. 106. laganna, enda hafði hann verið hér á landi í innan við níu mánuði þegar málsmeðferð umsóknar hans hófst hjá Útlendingastofnun.

Kærandi er við ágæta heilsu. Með vísan til 2. mgr. 104. gr. laga um útlendinga og þegar litið er til ferðatakmarkana vegna Covid-19 faraldursins teljast 30 dagar hæfilegur frestur til að yfirgefa landið.

Í ljósi Covid-19 faraldursins er athygli kæranda einnig vakin á því að Útlendingastofnun getur frestað framkvæmd ákvörðunar með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga vegna sérstakra aðstæðna útlendings eða vegna þess að ómögulegt sé að framkvæma ákvörðun að svo stöddu.

Samantekt

Með vísan til alls þess sem að framan er rakið og forsendna hinnar kærðu ákvörðunar þykir rétt að staðfesta ákvörðun Útlendingastofnunar.

Athygli kæranda er vakin á því að samkvæmt 6. mgr. 104. gr. laga um útlendinga frestar málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið ekki framkvæmd hennar. Að kröfu útlendings getur kærunefnd útlendingamála þó ákveðið að fresta réttaráhrifum endanlegrar ákvörðunar sé talin ástæða til þess. Krafa þess efnis skal gerð ekki síðar en sjö dögum eftir birtingu endanlegrar ákvörðunar. Skal frestun bundin því skilyrði að útlendingur beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð. Nú er beiðni um flýtimeðferð synjað og skal þá mál höfðað innan sjö daga frá þeirri synjun. Þó getur kærunefnd útlendingamála tekið ákvörðun um að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar ef sýnt er fram á að verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að endanleg ákvörðun var tekin.

 

 

 

Úrskurðarorð:

Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest. Lagt er fyrir kæranda að hverfa af landi brott. Kæranda er veittur 30 daga frestur til að yfirgefa landið sjálfviljugur.

The decision of the Directorate of Immigration is affirmed. The appellant is requested to leave the country. The appellant has 30 days to leave the country voluntarily.

 

 

Tómas Hrafn Sveinsson

 

 

Sindri M. Stephensen                                                                   Þorbjörg I. Jónsdóttir

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira