Hoppa yfir valmynd

Nr. 36/2019 - Úrskurður

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 36/2019

Fimmtudaginn 21. mars 2019

A

gegn

Garðabæ

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Eva Dís Pálmadóttir lögfræðingur.

Með kæru, dags. 22. janúar 2019, kærði A, til úrskurðarnefndar velferðarmála erindi Garðabæjar, dags. 13. október 2017, vegna heimaþjónustu.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 22. janúar 2019. Meðfylgjandi kæru var meðal annars bréf Garðabæjar, dags. 13. október 2017, þar sem vísað er til erinda og funda vegna óánægju hennar með heimaþjónustu frá sveitarfélaginu, auk afrita reikninga. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 24. janúar 2019, var óskað eftir afriti af gögnum frá Garðabæ vegna kærunnar. Sú beiðni var ítrekuð með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 21. febrúar 2019. Með bréfi Garðabæjar, dags. 26. febrúar 2019, var upplýst að sveitarfélagið hefði ekki frekari gögn vegna málsins og að rangir reikningar hefðu þegar verið leiðréttir af hálfu Garðabæjar. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 27. febrúar 2019, var bréf Garðabæjar sent kæranda til kynningar. Athugasemdir bárust ekki.

II.  Niðurstaða

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála skal nefndin úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Þannig er grundvöllur þess að unnt sé að leggja fram kæru til úrskurðarnefndar að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun. Um stjórnvaldsákvörðun er að ræða þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldur manna í skjóli stjórnsýsluvalds, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Af bréfi Garðabæjar, dags. 13. október 2017, og öðrum gögnum málsins má ráða að kærandi sé ósátt við þá þjónustu sem hún hefur fengið frá Garðabæ vegna heimaþjónustu. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki ráðið að tekin hafi verið kæranleg stjórnvaldsákvörðun í máli kæranda. Það er því mat úrskurðarnefndarinnar að málið sé ekki tækt til efnismeðferðar. Kærunni er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Kári Gunndórsson

 

 

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira