Hoppa yfir valmynd
Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

Nr. 230/2019 - Úrskurður

Barnavernd. Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kynföður við börn hans og föðurömmu við barnabörn hennar.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 230/2019

Mánudaginn 7. október 2019

 

A og B

gegn

Barnaverndarnefnd C

 

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur og Björn Jóhannesson lögfræðingur.

Með kæru, dags. 31. maí 2019, móttekinni 3. júní 2019, kærði D lögmaður, f.h. A og B, til úrskurðarnefndar velferðarmála úrskurð Barnaverndarnefndar C frá 10. maí 2019 vegna umgengni við E og F.

 

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Stúlkan E er X ára og drengurinn F er X ára. Kynforeldrar barnanna voru sviptir forsjá þeirra með dómi Héraðsdóms G X 2019 og lúta bæði börnin forsjá BarnaverndarnefndarC. Kærendur þessa máls eru faðir barnanna og föðuramma. Bæði börnin eru vistuð utan heimilis.

Í dómi Héraðsdóms G frá X 2019 eru atvik málsins rakin. Fram kemur að þann X hafi Barnaverndarnefnd C borist tilkynning þess efnis að E hefði í samskiptum við [...] greint frá því að [...]. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem hafi [...]. Með samþykki móður barnanna hafi verið ákveðið að vista börnin tímabundið utan heimilis á vegum barnaverndarnefndarinnar og stóð sú vistun til X. Við upphaf málsins hafi könnun leitt í ljós að á heimili fjölskyldunnar hafi verið [...]. Við skýrslutökur fyrir dómi X og X og síðar X hafi stúlkan [...]. Við skýrslutöku af drengnum X skýrði hann frá því að [...]. Við upphaf málsins hafi móðir og móðuramma [...]. Kvaðst móðir engu að síður ætla [...]. Börnin hafi svo farið aftur í umsjá móður í X en þá hafi faðir barnanna verið fluttur af heimilinu [...]. Gerð hafi verið áætlun um frekari meðferð málsins og lagði barnaverndarnefndin áherslu á að börnin, [...], myndi ekki umgangast föður sinn nema að takmörkuðu leyti um jól og áramót [...]. Eftir að börnin komu á ný á heimili móður fóru starfsmenn barnaverndar fljótlega að hafa áhyggjur af stöðu barnanna þar. [...] Þá hafi móðir einnig [...]. Í greinargerð sem móðir lagði fram á fundi barnaverndar þann X kom einnig fram að móðir teldi að stúlkan ætti mögulega við [...] vanda að etja, [...]. Þá hafi barnaverndin greint frá því að móðir teldi að [...]. Frá skóla bárust ábendingar um að stúlkan [...], en barnaverndin taldi þá að foreldrar væru í samvistum. Þá hafi móðir ekki sinnt því að stúlkan færi í nauðsynleg meðferðarviðtöl við starfsmenn barnaverndar. Í kjölfar þess að sérfræðingar H létu í ljós álit sitt um að ekki væri vænlegt fyrir stúlkuna að hefja þar meðferð ef [...] var málið tekið fyrir á fundi Barnaverndarnefndar C X. Úrskurðaði nefndin X að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis í X mánuði svo að viðtalsmeðferð gæti farið fram. Héraðsdómur I staðfesti úrskurð barnaverndarnefndarinnar X. Á fundi barnaverndarnefndarinnar X hafi verið samþykkt, með vísan til 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 (bvl.), að gera kröfu fyrir héraðsdómi um að vistun stúlkunnar yrði framlengd þar til viðtölum í H væri lokið, eða í allt að X mánuði til viðbótar. Með úrskurði X féllst Héraðsdómur I á kröfu barnaverndarnefndarinnar.

Á þeim tíma er stúlkan var í vistun naut hún takmarkaðrar umgengni við móður og bróður undir eftirliti. Í X ákvað móðir barnanna að taka drenginn [...] í C og flytja lögheimili þeirra til G þar sem hún kvaðst ætla að [...]. Drengurinn átti erfitt uppdráttar í samskiptum við önnur börn í nýjum skóla. Starfsmenn barnaverndar töldu þá ljóst að foreldrar myndu ekki ætla að eiga samvinnu við barnaverndina og að móðir hefði sagt ósatt um hagi þeirra og sonar þeirra á heimilinu þar sem [...]. Með úrskurði Barnaverndarnefndar C X var ákveðið að taka drenginn af heimili móður og flytja hann á [...]. Þann X barst tilkynning frá [...] sem lýsti því að hann ætti við [...] að stríða eins og þegar hann hafði dvalið hjá henni í fyrra skiptið. Þá kvaðst [...] að drengurinn hefði tjáð sér að [...]. Í kjölfarið var [...] og óskað eftir rannsóknarviðtali við drenginn í H. Barnaverndarnefnd C hafi svo tekið mál drengsins fyrir X. Á fundi áréttaði móðir að [...]. Faðir barnanna kom einnig fyrir fundinn og tjáði þar skoðun sína að þau hjónin gerðu sér nú grein fyrir því að skilnaður væri misráðinn þar sem samband þeirra væri traust þótt þau myndu búa í sundur á meðan [...]. Skýrsla var tekin af drengnum í H X þar sem hann staðfesti, að mati barnaverndarnefndarinnar, [...]. Með úrskurði X ákvað barnaverndarnefndin að drengurinn skyldi tekinn af heimili móður og vistaður utan heimilis í X mánuði. Þá ákvað barnaverndarnefndin með vísan til 1. mgr. 28. gr. bvl. að fara fram á að ráðstöfunin skyldi gilda í allt að X mánuði. Sú krafa var ekki sett fram í tæka tíð og rann vistunartími út. Neytti þá barnaverndarnefndin úrræða 31. gr. bvl. og úrskurðaði að drengurinn skyldi kyrrsettur á [...] til Xmánaða. Úrskurður héraðsdóms var staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands.

Með úrskurði Barnaverndarnefndar C X var ákveðið að stúlkan skyldi kyrrsett á [...] í X mánuði. Með úrskurði Héraðsdóms I X var vistun stúlkunnar framlengd til X mánaða. Mál til forsjársviptingar var höfðað í X og hafa börnin því verið samfellt vistuð utan heimilis, stúlkan X ár og drengurinn X ár.

Frá upphafi málsins hafi faðir barnanna [...]. [...]

Í hinum kærða úrskurði, sem varðar umgengni barnanna við föður, föðurömmu, móður og móðurömmu kemur fram að umgengni við móður hafi verið regluleg en undir eftirliti. Móður hafi verið heimilt að hafa ömmur barnanna með í umgengni. Engin umgengni hafi verið við föður en hann hafi ásamt föðurömmu gert kröfu um umgengni með bréfi X.

Í  úrskurðinum er vísað til þess að kröfur kærenda um umgengni hafi verið til umfjöllunar á fundi Barnaverndarnefndar C X 2019 sem hafi samþykkt svohljóðandi bókun:

Fyrir barnaverndarnefnd C liggja kröfur frá foreldrum systkinanna E og F, og ömmum þeirra, um aukna umgengni barnanna við fjölskylduna. Foreldrar barnanna voru sviptir forsjá þeirra með dómi héraðsdóms, dags. X og hefur þeim dómi verið áfrýjað til Landsréttar og er niðurstaða réttarins að vænta innan skamms. Með vísað til þess og með hliðsjón af því að systkinin hafa fram að þessu ekki lýst vilja sínum til að umgengni verði aukin, er það ákvörðun barnaverndarnefndar C að fresta afgreiðslu krafnanna þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir varðandi skipan forsjár yfir þeim.

 

 

Með dómi Landsréttar X 2019 var dómur héraðsdóms ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Í kjölfarið var úrskurðað um umgengi barnanna við kærendur með hinum kærða úrskurði, dags. 10. maí 2019.

Úrskurðarorð hins kærða úrskurðar er svohljóðandi, auk þess sem þar er bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar velferðarmála:

„Umgengni systkinanna E og F, við móður sína, J verði einu sinni í mánuði í tvo tíma í senn undir eftirliti. Ef móðir óskar eftir að bjóða börnunum í leikhús, bíó eða aðra viðburði, má auka umgengnistímann í fjórar klst. Ömmur barnanna, K og B, eigi kost á að taka þátt í umgengni móður fjórum sinnum á ári, á hátíðum/afmælum. Engin umgengni verði við föður, A. Úrskurður þessi gildir þar til loka niðurstaða dómstóla liggur fyrir um skipan forsjár yfir börnunum.“

Líkt og fram hefur komið voru foreldrar barnanna sviptir forsjá þeirra með dómi Héraðsdóms G X 2019. Kærandi hefur áfrýjað dómi héraðsdóms til Landsréttar.

 

II.  Sjónarmið kærenda

Kærandi A krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hnekkt og að honum verði úrskurðuð umgengni við börn sín, E og F. Kærandi B krefst þess að henni verði úrskurðaður rýmri réttur til umgengni.

Varðandi málavexti vísa kærendur til hins kærða úrskurðar og athugasemda L sem voru meðfylgjandi kæru. Fram kemur í kærunni að kærandi A hafi ekki fengið að sjá dóttur sína síðan X og ekki fengið að sjá son sinn eða átt við hann samskipti frá því hann var settur á sama [...] og systir hans í X.

Málið hafi hafist X þegar Barnavernd C barst tilkynning þess efnis að E hefði greint frá því að [...]. Á seinni stigum málsins hafi F [...]. Kærandi A hafi [...]. Með dómi X hafi hjónin verið svipt forsjá barnanna. Dóminum hafi verið áfrýjað til Landsréttar sem hafi vísað því aftur í hérað. Það sem eftir sitji er að kærandi A hefur ekki fengið að sjá  dóttur sína í X ár og son sinn í X ár og X mánuði.

Hvað umgengni varðar þá sé í 1. mgr. 74. gr. bvl. kveðið á um rétt barns til umgengni við foreldra og aðra sem séu því nákomnir. Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. bvl. eiga foreldrar rétt til umgengni við barn í fóstri, nema umgengnin sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnsins. Þá vísi kærendur til 25. gr. reglugerðar nr. 804/2004 þar sem kveðið sé á um umgengni og skyldur barnaverndarnefndar.

Barnaverndarnefnd hafi verið tíðrætt um vilja barnanna. Drengurinn hafi verið tekinn af heimili sínu X ára gamall og hafi ekki séð föður sinn síðan, eða í X ár og X mánuði, og því sé vafasamt að leita eftir vilja hans. Hann þekki ekkert annað en þar sem hann er og hefur verið undanfarin ár. Sama gildi í raun um stúlkuna. Hún hafi ekki séð föður sinn í X ár og því sé ekkert óeðlilegt að barn hafni því að hitta hann en það breyti því ekki að til framtíðar litið sé æskilegt og reyndar bráðnauðsynlegt að börnin þekki til kynforeldris. 

Kærandi B kveðst ekki hafa fengið að sjá barnabörn sín í sama tíma og faðirinn. Vandséð sé á hverju sú ákvörðun sé byggð. Þess megi geta að kærandi A sé [...] og séu þetta [...] barnabörn. Afstaða barnaverndar hvað B varðar sé óskiljanleg. Hvað [...] amma hafi gert sem verðskuldi þessa afstöðu sé umhugsunarefni. Auk þess velti kærandi B því upp af hverju það sé svona mikilvægt að stía börnunum frá henni. Lögmaður kærenda telur að um illgirni sé að ræða.

Kærendur vísa til greinar Gauks Jörundssonar í afmælisriti Gizurs Bergsteinssonar en þar segi:

„Í áliti umboðsmanna Alþingis frá 3. maí 1989 var fjallað um ákvörðun barnaverndaryfirvalda um stórfellda skerðingu á umgengnisrétti  kynforeldris og barns, sem hafði verið ráðstafað í fóstur. Benti umboðamaður á, að taka verði tillit til þess að þarna væri um rétt foreldra að ræða er nyti sérstakrar verndar samkvæmt 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.“

Að mati kærenda þurfi börnin stuðning í lífinu, finna væntumþykju og ástúð og það fái þau einungis frá kynforeldri og ömmu.

Að mati kærenda brýtur úrskurður barnaverndarnefndar gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað þá ýjar fjölskipaður héraðsdómur í málinu, í sakamáli gegn föður, að innrætingu barnanna. Þá beri gögn málsins með sér að skefjalaus innræting barnanna hafi átt sér stað og má í því sambandi spyrja sig hvernig X ára drengur sem hefur ekki séð föður sinn í X ár [...].

 

III.  Sjónarmið Barnaverndarnefndar C

Í greinargerð Barnaverndarnefndar C til úrskurðarnefndarinnar 5. júlí 2019 er vísað til þess að mál systkinanna hafi verið til meðferðar hjá Barnaverndarnefnd C frá X. Börnin hafi verið tekin af heimili sínu fljótlega eftir að málið kom til kasta nefndarinnar og hafa verið á fósturheimili lengst af síðan. Kærandi A, faðir barnanna, hafi ekki gert kröfu um umgengni við börnin fyrr en í X og hefur engin umgengni farið fram á milli hans og barnanna.

Héraðsdómur G kvað upp dóm þann X um að foreldrar skyldu sviptir forsjá barnanna, dóminum hafi verið áfrýjað til Landsréttar sem ómerkti hann og vísaði heim í hérað. Nú hafi Héraðsdómur G kveðið upp dóm á ný, dags. X 2019, og sé niðurstaðan sú sama og í fyrra sinnið, þ.e. foreldrar eru sviptir forsjá barnanna.

Þrátt fyrir [...], telur barnaverndarnefnd engu að síður [...] allan þann tíma sem mál þetta hafi verið til meðferðar hjá nefndinni. Þá hafi komið fram hjá báðum börnunum að þau [...]. Í niðurstöðum dóms Héraðsdóms G frá X 2019 segi meðal annars að dómarar málsins hafi rætt beint við bæði börnin og hefði stúlkan sagt að hún vildi ekki hitta föður sinn [...]. Drengurinn kvaðst ekki vilja hitta föður sinn [...]. Í dóminum segi að áberandi sé að hvorugt barnanna virðist geta hugsað sér að eiga samskipti við föðurinn.

Með vísan til ofangreinds sé það mat Barnaverndarnefndar C að umgengni systkinanna við föður sé bersýnilega andstæð hagsmunum þeirra og þörfum, sbr. 2. mgr. 74. gr. bvl.

Barnaverndarnefnd hafi aldrei synjað ömmum barnanna um að hitta þau, heldur gefið kost á að ömmur kæmu í umgengni með móður. Þetta fyrirkomulag hafi verið ákveðið fljótlega eftir að málið kom til kasta nefndarinnar. Ákvörðun um að umgengni við þær yrði með þessum hætti hafi verið tekin með það í huga að ekki yrði raskað um of þeim stöðugleika og öryggi sem börnin búi við á fósturheimilinu, en umgengni við móður hafi verið ákveðin einu sinni í mánuði sem megi kallast óvenju oft. Þá liggi fyrir upplýsingar um versnandi líðan barnanna í kringum umgengnisdaga og að samskipti við upprunafjölskyldu barnanna, sem hafi verið utan reglulegrar umgengni, hafi komið þeim, og þá einkum stúlkunni, í uppnám.

Í ljósi alls framanritaðs og með hagsmuni systkinanna að leiðarljósi sé gerð krafa um að hinn kærði úrskurður verði staðfestur.

 

IV.  Sjónarmið fósturforeldra barnanna

Úrskurðarnefndin óskaði eftir afstöðu fósturforeldra til umgengni og barst hún með tölvupósti 19. september 2019. Ráðið verður af bréfi fósturforeldra að þau leggist alfarið gegn umgengni við kæranda A. Þau segja börnin vera [...] og vilji alls ekki vera hjá honum.

 

V. Sjónarmið drengsins

Við meðferð málsins hjá Barnavernd C var þess óskað að talsmaður F myndi ræða við hann. Í skýrslu talsmanns frá X 2019 kemur fram að aðspurður sagðist drengurinn hitta móður sína einu sinni í mánuði með E. Aðspurður um hvar hann vildi búa hafi hann sagt „ég veit ekki“. Aðspurður um hvort hann vildi hitta föður sinn hafi hann sagt „ég veit ekki“. Aðspurður um ömmur sínar sagði drengurinn að hann vildi að þær kæmu líka alltaf með í umgengni alla fimmtudaga með móður. Talsmaður hafi þá spurt hvort hann vildi að faðir hans kæmi líka alla fimmtudaga hafi svarið verið „nei“. Aðspurður um eftirlitsaðila, sem væri í umgengni, hafi drengurinn sagt að það væri gott að hafa hana með.

 

VI. Sjónarmið stúlkunnar

Við meðferð málsins hjá Barnavernd C var þess einnig óskað að talsmaður E myndi ræða við hana, meðal annars um umgengni. Í skýrslu talsmanns frá X 2019 kemur fram að aðspurð sagðist stúlkan hitta móður sína einn fimmtudag í mánuði í tvær klukkustundir í senn á heimili móður. Hún færi þá í umgengni með F bróður sínum. Stúlkan sagðist vilja haga umgengninni eins og hún væri. Kvað hún þann eftirlitsaðila sem væri með þeim í umgengni vera góða. Aðspurð um umgengni við ömmur sagðist stúlkan hafa hitt þær um jólin í umgengni með móður og að það hefði verið gaman. Hún sagðist vilja hitta þær báðar um hátíðar og þá í umgengni sem væri þegar skipulögð með móður. Hún vildi ekki aukna umgengni vegna þessa. Hvað varði umgengni föður sagðist stúlkan ekki vilja hitta hann. 

 

VII.  Niðurstaða

Drengurinn F er fæddur X og stúlkan E er fædd X. Þau búa hjá sömu fósturforeldrunum, M og N.

Foreldrar voru sviptir forsjá barnanna með dómi Héraðsdóms G X 2019 en dóminum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Með hinum kærða úrskurði frá 10. maí 2019 var ákveðið að umgengni barnanna við móður þeirra yrði einu sinni í mánuði, í tvo tíma í senn undir eftirliti. Auka mætti umgengni í fjóra tíma í senn ef móðir óskaði eftir að bjóða börnunum í leikhús, bíó eða á aðra viðburði. Ömmur barnanna ættu kost á að taka þátt í umgengni móður fjórum sinnum á ári, á hátíðum/afmælum. Engin umgengni yrði við föður.

Í hinum kærða úrskurði kemur fram að börnin hafi verið á fósturheimili lengst af frá árinu X, eða frá þeim tíma er [...]. [...] og gerði barnaverndarnefnd kröfu um að foreldrar skyldu sviptir forsjá þeirra með dómi. Mikill dráttur hafi orðið á því að endanleg niðurstaða hafi fengist í forsjársviptingarmáli gegn foreldrum systkinana og hafi það eðlilega haft gríðarleg áhrif á líðan barnanna og ljóst að rekstur málsins alls hafi fengið mikið á þau. Börnin hafi sýnt meiri vanlíðan og óöryggi eftir dóm Landsréttar, einkum hafi stúlkan haft áhyggjur af framvindu mála. Það sé álit Barnaverndarnefndar C að afar brýnt sé að úr þeirri vanlíðan og því óöryggi verði dregið svo sem unnt sé á meðan beðið sé endanlegrar niðurstöðu dómstóla svo að börnin eigi sem mesta möguleika á því að sleppa við varanlegar afleiðingar af þeirri töf sem orðið hefur í málinu. Upplýsingar liggi fyrir um vanlíðan þeirra og hugarangur, þörf fyrir aukinn stuðning í kringum umgengni og um eindreginn vilja stúlkunnar til að hafa umgengni með sama hætti og verið hefur. Barnaverndarnefndin telur eðlilegt að ömmur barnanna eigi umgengni við börnin fjórum sinnum á ári, á hátíðum eða afmælum, á sama tíma og umgengni móður fer fram. Vegna afstöðu barnanna til föður álítur nefndin að það samræmist ekki hagsmunum þeirra að hafa umgengni við hann.

Kærandi A krefst þess að honum verði úrskurðuð umgengni við börnin sín. Hann telur að þar sem drengurinn hafi verið tekinn af heimili sínu X ára og því ekki séð föður sinn í X ár og X mánuði sé vafasamt að leita eftir vilja hans. Hann þekki ekkert annað en þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hið sama gildi um stúlkuna, sem hafi ekki séð föður sinn í X ár, og því sé ekkert óeðlilegt að hún hafni því að hitta hann. Það breyti því þó ekki að æskilegt sé og reyndar bráðnauðsynlegt að börnin þekki til hans.

Kærandi B krefst þess að henni verði úrskurðaður rýmri réttur til umgengni. Hún bendir á að hún hafi ekki fengið að sjá börnin í sama tíma og kærandi A. Hún bendir á að kærandi A sé [...]. Kærendur telja að hinn kærði úrskurður brjóti gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 á barn í fóstri rétt á umgengni við kynforeldra og aðra sem eru því nákomnir. Kynforeldrar eiga með sama hætti rétt á umgengni við barn sitt samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar, nema umgengni sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnsins og ósamrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt er að með ráðstöfun þess í fóstur. Við mat á þessu skal meðal annars taka tillit til þess hversu lengi fóstri er ætlað að vara. Samkvæmt 3. mgr. lagagreinarinnar skal taka afstöðu til umgengni barns við foreldra og aðra nákomna og skal taka mið af því hvað þjóni hagsmunum barnsins best. Samkvæmt 4. mgr. sömu lagagreinar hefur barnaverndarnefnd úrskurðarvald um ágreiningsefni er varða umgengni barns við foreldra og aðra nákomna, hvort sem það varðar rétt til umgengni, umfang umgengnisréttarins eða framkvæmd. Samkvæmt 4. mgr. lagagreinarinnar getur barnaverndarnefnd ákveðið að umgengni við aðra nákomna en foreldra njóti ekki við ef skilyrðum 2. mgr. er ekki talið fullnægt. Ef sérstök atvik valda því, að mati barnaverndarnefndar, að umgengni barns við foreldra sé andstæð hag þess og þörfum getur barnaverndarnefndin úrskurðað að foreldri njóti ekki umgengnisréttar við barnið.

Samkvæmt því sem þarna kemur fram skal barn í fóstri, kynforeldrar þess og aðrir nákomnir eiga rétt á umgengni, nema umgengni sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnsins og ósamrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt er að með ráðstöfun þess í fóstur. Þegar barnaverndarnefnd telur að umgengni barns við foreldra þess sé andstæð hag þess og þörfum þurfa að vera til staðar sérstök atvik sem valda því.

Það er meginregla í barnaverndarstarfi að hagsmunir barns skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi og beita skuli þeim ráðstöfunum sem barni eru fyrir bestu. Við úrlausn þessa máls ber því að líta til þeirrar stöðu sem börnin eru í. Það er gert til að unnt sé að taka ákvörðun um umgengni þeirra við kærendur á þann hátt að hún þjóni hagsmunum þeirra best, sbr. 3. mgr. 74. gr. bvl.

Samkvæmt því sem fram kemur í framangreindum lagaákvæðum ber að leysa úr kröfum kærenda með tilliti til þess hvað þjónar hagsmunum barnanna best með tilliti til stöðu þeirra, en samkvæmt dómi Héraðsdóms G frá X 2019 hafa foreldrar verið sviptir forsjá þeirra. Þeim dómi hefur kærandi áfrýjað til Landsréttar. Í máli barnanna er ljóst að ekki er stefnt að því að þau fari aftur í umsjá kæranda, A.

Umgengni kærenda við börnin þarf að vera við hæfi miðað við aðstæður og samrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt var að með ráðstöfun þeirra í fóstur. Í því tilliti ber sérstaklega að horfa til þess að tryggja þarf að friður, ró, stöðugleiki og öryggi ríki í lífi barnanna í fóstri hjá fósturforeldrunum þar sem markmiðið er að tryggja þeim uppeldi og umönnun innan fjölskyldu svo sem best hentar þörfum þess, sbr. 3. mgr. 65. gr. bvl. Verði það ekki gert ber að líta svo á að þess hafi ekki verið nægilega gætt að umgengnin þjóni hagsmunum barnanna, sbr. 3. mgr. 74. gr. bvl.

Í athugasemdum við 74. gr. í frumvarpi því sem varð að núgildandi bvl. er bent á að þegar um aðra nákomna sé að ræða sé tekið þannig til orða að umgengni sé barninu til hagsbóta. Samkvæmt þessu orðalagi sé réttur þessara aðila ekki jafn ríkur og kynforeldra. Vera kunni að umgengni barns við aðra nákomna geti haft sérstaka þýðingu fyrir það, einkum þar sem umgengni við kynforeldra sé lítil sem engin. Tekið er fram að við ákvörðun um umgengni verði barnaverndarnefnd sem endranær að meta hagsmuni og þarfir barns og gæta þess að umgengni sé í samræmi við markmiðin með fóstri. Þannig verði almennt að gera ráð fyrir ríkari umgengni ef fóstri er ætlað að vara í skamman tíma og áætlað að barn snúi aftur til foreldra sinna.

Varðandi kröfur föður til umgengni við börn hans verður að líta til þess hvort umgengni sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnanna og ósamrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt sé að með ráðstöfun þeirra í fóstur. Réttindi barnanna til að hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir um líf sitt er tryggður í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það sé grundvallaratriði í öllu barnaverndarstarfi að taka beri tillit til vilja barns eftir því sem unnt sé, sbr. 2. mgr. 4.gr., 2. mgr. 46. og 2. mgr. 63. gr. bvl.

Eins og þegar hefur komið fram hafa börnin lýst þeirri afstöðu sinni með milligöngu skipaðs talsmanns að þau vilji ekki hitta föður sinn samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð talsmanns barnanna frá X 2019. Þá hafa fósturforeldrar eindregið lagst gegn því að börnin eigi umgengni við kæranda. Gögn málsins bera með sér að málið allt hafi haft mikil neikvæð áhrif á líðan barnanna og hafa þau miklar áhyggjur af framvindu mála þegar endanlega niðurstaða dómstóla liggur fyrir varðandi forsjársviptingu þeirra. Vegna afstöðu barnanna til föður telur úrskurðarnefndin það bersýnilega andstætt hagsmunum þeirra og ósamrýmanlegt þeim markmiðum sem stefnt sé að með ráðstöfun þeirra í fóstur að þvinga þau til umgengni við föður sinn að svo stöddu. Af gögnum málsins verður ráðið að börnunum líði vel í fóstrinu og að þar njóti þau sín vel í stöðugu og uppbyggilegu umhverfi. Þá telur nefndin ekki tilefni til að gera breytingar á umgengni við börnin á meðan beðið er niðurstöðu dómstóla varðandi kröfu Barnaverndarnefndar C um forsjársviptingu.

 

 

Varðandi kröfu kæranda B til frekari umgengni við börnin, verður að líta þess hverjir eru hagsmunir barnanna og hvort og þá hvernig það þjóni hagsmunum þeirra að njóta umgengni við kæranda B. Í hinni kærðu ákvörðun er umgengni barnanna við kæranda B ákveðin fjórum sinnum á ári með móður, en þetta fyrirkomulag var ákveðið skömmu eftir að málið kom til kasta barnaverndarnefndarinnar. Samkvæmt kæru hefur hún ekki hitt börnin jafn lengi og faðir þeirra og verður því að ætla að hún hafi ekki nýtt sér umgengni við börnin. Sjónarmið barnaverndarnefndarinnar við ákvörðun umgengni föðurömmu var að ekki yrði raskað þeim stöðugleika og öryggi sem börnin búa við þar sem hlúð er að tengslum við núverandi ummönnunaraðila/fósturforeldra, sbr. ofangreint. Grundvallarmarkmið í öllu barnaverndarstarfi er að stuðla að stöðugleika í uppvexti barns samkvæmt 2. mgr. 4 gr. bvl.

Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að umgengni við kærendur hafi verið ákveðin í samræmi við þau sjónarmið sem leggja beri til grundvallar samkvæmt 2., 3. og 4. mgr. 74. gr. bvl. þegar umgengni barna í fóstri við foreldra og nákomna er ákveðin. Með vísan til alls þess, sem að framan greinir, ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð Barnaverndarnefndar C.

 

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Úrskurður Barnaverndarnefndar C frá 10. maí 2019 varðandi umgengni E og F, við A og B, er staðfestur.

 

 

Kári Gunndórsson

Hrafndís Tekla Pétursdóttir                                      Björn Jóhannesson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira