Hoppa yfir valmynd

Nr. 234/2021 Úrskurður

 

 

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Þann 25. maí 2021 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 234/2021

Í stjórnsýslumáli nr. KNU21050027

 

Kæra […]

á ákvörðun

Útlendingastofnunar

 

 

Þann 11. maí 2021 barst kærunefnd útlendingamála kæra […], fd. […], ríkisborgara Georgíu (hér eftir nefndur kærandi), á ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 28. febrúar 2021, um að synja honum um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, sbr. 1. mgr. 61. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

Fyrrgreind ákvörðun Útlendingastofnunar er kærð á grundvelli 7. gr. laga um útlendinga.

Kæra kæranda barst kærunefnd klukkan 20:28 hinn 11. maí 2021. Með tölvupósti til Útlendingastofnunar þann sama dag, klukkan 20:24, óskaði umboðsmaður kæranda „eftir tækifæri til þess að skila inn umbeðnum gögnum til Útlendingastofnunar“. Að mati kærunefndar ber efni tölvupóstsins til Útlendingastofnunar með sér að kærandi sé þar að óska eftir endurupptöku máls í samræmi við 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá er afstaða Útlendingastofnunar á erindi kæranda sú að þar sé óskað eftir endurupptöku á ákvörðun stofnunarinnar og hefur Útlendingastofnun nú tekið málið til endurskoðunar samkvæmt tölvupósti er barst kærunefnd frá stofnuninni, dags. 19. maí 2021.

Í stjórnsýslurétti er gengið út frá því að ekki skuli fjallað um sama mál af tveimur mismunandi stjórnvöldum á sama tíma. Í samræmi við það hefur aðili sem vill ekki una ákvörðun Útlendingastofnunar almennt val um það hvort hann kýs að kæra slíka ákvörðun til æðra stjórnvalds, í þessu tilviki til kærunefndar útlendingamála, eða að óska eftir endurupptöku máls hjá því stjórnvaldi sem tók ákvörðunina, í samræmi við 24. gr. stjórnsýslulaga. Aðili getur hins vegar ekki notfært sér bæði úrræðin samtímis og gildir þá almennt sú regla að hafi málið verið endurupptekið af hinu lægra stjórnvaldi beri æðra stjórnvaldi að vísa frá stjórnsýslukæru.

Í máli þessu er ljóst að kærandi óskaði eftir endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun áður en hann kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála og er sú beiðni samkvæmt gögnum málsins til skoðunar hjá stofnuninni. Að framangreindu virtu verður kæru kæranda því vísað frá kærunefnd.

Kærunefnd áréttar að í samræmi við 4. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga rofnar kærufresturinn þegar aðili óskar eftir endurupptöku. Hafni stjórnvald að taka mál til meðferðar á ný heldur kærufrestur áfram að líða að nýju frá þeim tíma þegar sú ákvörðun var tilkynnt aðila.

 

 

 

 

 

Úrskurðarorð

Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.

 

The Immigration Appeals Board dismisses the appellant‘s appeal of the decision of the Directorate of Immigration.

 

 

 

Tómas Hrafn Sveinsson

 

 

 

                                                                                                       Gunnar Páll Baldvinsson                                                                                             Sandra Hlíf Ocares


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira