Hoppa yfir valmynd

Nr. 143/2022 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Hinn 2. júní 2022 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 143/2022

í stjórnsýslumáli nr. KNU22020018

 

Kæra […]

á ákvörðun

Útlendingastofnunar

I.       Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

Hinn 8. febrúar 2022 kærði einstaklingur er kveðst heita […], vera fæddur […] og vera ríkisborgari Sómalíu (hér eftir nefndur kærandi), ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 20. janúar 2022, um að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga.

Kærandi krefst þess aðallega að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að kæranda verði veitt alþjóðleg vernd með vísan til 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Til vara krefst kærandi þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að honum verði veitt viðbótarvernd með vísan til 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Til þrautavara er þess krafist að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að kæranda verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Til þrautaþrautavara er þess krafist að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að kæranda verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Fyrrgreind ákvörðun er kærð á grundvelli 7. gr. laga um útlendinga og barst kæran fyrir lok kærufrests.

II.        Málsmeðferð

Kærandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hinn 25. júlí 2020. Mál kæranda sætti upphaflega málsmeðferð á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. þar sem kærandi naut alþjóðlegrar verndar í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 3. desember 2020, um að umsókn kæranda yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi var staðfest með úrskurði kærunefndar, dags. 4. mars 2021. Með úrskurði, dags. 22. september 2021, felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun Útlendingastofnunar úr gildi og lagði fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar með vísan til 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Kærandi kom í viðtal hjá Útlendingastofnun m.a. hinn 20. október 2021 ásamt talsmanni sínum. Með ákvörðun, dags. 20. janúar 2022, synjaði Útlendingastofnun kæranda um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Var framangreind ákvörðun kærð til kærunefndar útlendingamála hinn 8. febrúar 2022. Kærunefnd barst greinargerð kæranda hinn 22. febrúar 2022. Kærunefnd óskaði eftir frekari gögnum og upplýsingum frá kæranda dagana 1. og 3. mars 2022. Kærunefnd bárust svör og gögn 3. og 4. mars 2022. Hinn 28. mars 2022 óskaði kærunefnd eftir því að kærandi og meintur bróðir hans undirgengust DNA-greiningu. Niðurstaða þeirra greiningar barst kærunefnd hinn 25. maí 2022.

III.       Ákvörðun Útlendingastofnunar

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kemur fram að kærandi byggi umsókn sína um alþjóðlega vernd á því að hann sé í hættu í heimaríki sínu vegna aðildar sinnar að tilteknum þjóðfélagshópi.

Niðurstaða ákvörðunar Útlendingastofnunar í máli kæranda var sú að kærandi væri ekki flóttamaður og að honum skyldi synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi samkvæmt ákvæðum 37. og 40. gr. laga um útlendinga. Kæranda var jafnframt synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 74. gr. laga um útlendinga. Þá taldi stofnunin að ákvæði 42. gr. laga um útlendinga stæði ekki í vegi fyrir endursendingu til heimaríkis.

Kæranda var vísað frá landinu á grundvelli c-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga. Útlendingastofnun tilkynnti kæranda jafnframt að kæra frestaði réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um útlendinga.

IV.       Málsástæður og rök kæranda

Í greinargerð kæranda er vísað til efnisviðtals hans hjá Útlendingastofnun. Þar hafi kærandi greint frá því að hafa fæðst og alist upp í Mógadisjú í Sómalíu og búið í hverfinu […] ásamt fjölskyldu sinni áður en hann hafi yfirgefið heimaríki sitt í mars 2019. Kærandi tilheyri […] ættbálkinum og undirættbálkinum […], sem sé minnihlutaættbálkur á heimasvæði hans í Mógadisjú en ættbálkurinn hafi ekki pólitísk áhrif í Sómalíu. Kærandi hafi starfað á flugvelli í Sómalíu. Kærandi hafi flúið heimaríki sitt af öryggisástæðum og vegna heilsufarsvandamála bróður hans. Kærandi telji að hann sé í sérstakri hættu í heimaríki sínu starfs síns vegna en hann hafi starfað fyrir […] sem vinni m.a. verkefni fyrir alþjóðleg samtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar og önnur hjálparsamtök. Kærandi hafi greint frá því að meðlimir Al-Shabaab beini spjótum sínum sérstaklega að einstaklingum sem starfi fyrir frjáls félagasamtök á borð við […]. Kærandi hafi hafið störf fyrir samtökin í júní 2016 og hafi tvívegis fengið skilaboð með líflátshótunum vegna starfa sinna. Þá geti lögregluyfirvöld ekki aðstoðað hann enda séu lögregluyfirvöld sjálf í hættu. Kærandi hafi greint frá því að hann hafi búið tiltölulega langt frá flugvellinum, í öðru hverfi og það hafi sett hann í aukna hættu enda hafi hann þurft að fara ferða sinna fótgangandi og með almenningssamgöngum. Þegar kærandi hafi verið í Grikklandi hafi fólkið sem hafi leitað hans myrt föður hans. Enn fremur kvaðst kærandi hafa orðið fyrir fordómum vegna ættbálks síns. 

Í greinargerð kæranda eru gerðar athugasemdir við ákvörðun Útlendingastofnunar og afgreiðslu máls hans. Í fyrsta lagi ítrekar kærandi leiðréttingu sem hann hafi gert á fæðingardegi sínum. Hann sé fæddur […] en ekki hinn […]. Kærandi hafi leiðrétt það í fyrsta verndarviðtali hjá Útlendingastofnun í september 2020. Hafi hann greint frá því að hann hafi gefið upp rangan fæðingardag í Grikklandi á sínum tíma af ótta við að hann og bróðir hans yrðu aðskildir vegna ungs aldurs hans. Þá hafi skort á rökstuðning í ákvörðun stofnunarinnar um að kærandi hafi ekki sannað hver hann væri með fullnægjandi hætti. Kærandi hafi lagt fram frumrit grísks dvalarleyfisskírteinis með ljósmynd sem og grískt ferðaskilríki með ljósmynd. Kærandi uppfylli skilyrði 1. mgr. 14. gr. laga um útlendinga og 19. gr. laganna. Í þeim ákvæðum sé hvergi gert að skilyrði að umrædd skilríki þurfi að vera útgefin í heimaríki kæranda. Þá hafi legið fyrir skýrsla vegna tungumála- og staðháttaprófs sem kærandi hafi undirgengist í nóvember 2021. Niðurstöður skýrslunnar styðji við framburð kæranda um uppruna hans að öllu leyti. Samkvæmt trúverðugleikamati Útlendingastofnunar hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn kæranda um uppruna hans og auðkenni í efa. Lagt hafi verið til grundvallar að kærandi væri frá Mógadisjú í Sómalíu. Mikilvægt væri að skoða þetta atriði sérstaklega þar sem mikilvægt sé að ekki leiki vafi á hver hann er vegna b-liðar 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Með vísan til þess sé ekki tilefni til annars en að telja auðkenni kæranda staðfest. Í öðru lagi komi fram í ákvörðun stofnunarinnar að yfirvöld í Sómalíu hafi nú stjórn á stórum svæðum innan Sómalíu með stuðningi frá AMISOM. Þrátt fyrir að sómölsk yfirvöld séu sögð vera við stjórn séu heimildir skýrar um það að Al-Shabaab haldi starfsemi sinni eftir sem áður áfram svo til óhindrað og yfirvöld hafi enga burði til að vernda einstaklinga gegn þeim. Í þriðja lagi komi fram að Útlendingastofnun dragi ekki í efa að kærandi hafi starfað fyrir […] og að ekki sé útilokað að kæranda hafi borist skilaboð frá ótilgreindum aðilum. Kærandi vísar til þess að ein helsta ástæða aftaka af hálfu Al-Shabaab sé grunur um njósnir fyrir yfirvöld og alþjóðleg samtök. Ljóst sé að Sómalar sem starfi fyrir alþjóðleg félagasamtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar séu sérstök skotmörk Al-Shabaab. Kærandi hafi verið staðfastur og trúverðugur í frásögn sinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki getað lagt fram gögn til stuðnings henni. Telur kærandi enga ástæðu til annars en að lagt verði til grundvallar að hann hafi orðið fyrir hótunum af hálfu Al-Shabaab vegna starfa sinna.

Þá vísar kærandi til umfjöllunar í ákvörðun Útlendingastofnunar um úrskurð kærunefndar útlendingamála nr. 168/2021 frá 21. apríl 2021. Í þeim úrskurði sé vísað til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum K.A.B. gegn Svíþjóð (mál nr. 886/11) frá 17. febrúar 2014 og R.H. gegn Svíþjóð (mál nr. 4601/14) frá 1. febrúar 2016 sem beri með sér að almennt öryggisástand í Mógadisjú hafi farið batnandi á undanförnum árum og að stjórnvöld og AMISOM hafi stjórn á höfuðborginni Mógadisjú og öðrum borgum. Hins vegar bendir kærandi á að í framangreindum úrskurði hafi nefndin tekið fram að þrátt fyrir þá niðurstöðu verði Útlendingastofnun að framkvæma einstaklingsbundið mat á aðstæðum einstaklings í heimaríki hans. Umrætt mál hafi  verið sent aftur til efnismeðferðar og Útlendingastofnun síðar veitt viðkomandi vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Er það mat kæranda að staðhæfingar stofnunarinnar um batnandi öryggisástand í Mógadisjú séu marklausar. Þá sé ljóst að verulega skorti rökstuðning í umfjöllun um 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga og ljóst að um stefnubreytingu sé að ræða með synjun Útlendingastofnunar á umsókn kæranda. Því sé brýnt að niðurstaðan sé rökstudd með greinargóðum hætti. Þá sé ljóst að umfjöllun um 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga samræmist ekki landaupplýsingum þar sem hætta steðji að almennum borgurum vegna hryðjuverkaárása og handahófskenndra árása.

Í greinargerð kæranda er fjallað um aðstæður í Sómalíu, m.a. um öryggisástand í landinu, Al- Shabaab og stöðu minnihlutaættbálksins [...], […] og vísað til alþjóðlegra skýrslna.

Kærandi krefst þess aðallega að honum verði veitt alþjóðleg vernd sem flóttamaður hér á landi, samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga með vísan til þess að hann óttist Al-Shabaab en hann hafi fengið líflátshótanir frá meðlimum samtakanna vegna starfa sinna. Kærandi hafi starfað fyrir […] á flugvelli í heimaríki sínu sem vinni verkefni fyrir ýmis alþjóðleg samtök, þ. á m. Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök. Árið 2018 hafi verið fluttar fréttir af því að samstarfsmaður kæranda á flugvellinum hafi verið myrtur af Al-Shabaab. Heimildir séu skýrar um að Al-Shabaab beiti skæruhernaði og fremji hryðjuverk sem beinist gegn bæði yfirvöldum sem og almennum borgurum í Sómalíu. Þá sé kærandi á afar viðkvæmum aldri en ungmenni í Mið- og Suður-Sómalíu séu helsti markhópur Al-Shabaab þegar komi að þvingaðri nýliðaskráningu í samtökin. Drengir og ungir karlmenn á aldrinum 14-25 ára séu í sérstakri hættu á að vera þvingaðir til að ganga til liðs við samtökin.

Að mati kæranda eigi a- og c-liðir 4. mgr. 38. gr. laga um útlendinga við í máli kæranda enda séu það m.a. stjórnvöld sjálf sem standi að ofsóknunum og þá sé einnig ljóst að stjórnvöld geti ekki eða vilji ekki vernda hann fyrir ofsóknum annarra aðila, m.a. Al-Shabaab. Þá geti kærandi ekki fært sér í nyt vernd stjórnvalda í Sómalíu þar sem þau séu ófær um að vernda íbúa landsins gegn ofsóknum Al-Shabaab, sbr. b- og c-lið 4. mgr. 38. gr. laga um útlendinga. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi til úrskurðar kærunefndar í máli nr. 235/2020 frá 2. júlí 2020.

Kærandi telur að með endursendingu hans til heimaríkis yrði brotið gegn meginreglunni um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga. Að auki telur kærandi að slík ákvörðun muni brjóta í bága við 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og 33. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna.

Verði ekki fallist á aðalkröfu málsins krefst kærandi þess til vara að honum verði veitt viðbótarvernd hér á landi með vísan til 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga vegna alvarlegs öryggisástands í Sómalíu, einkum í mið- og suðurhluta landsins. Kærandi eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis. Einnig eigi hann á hættu að verða fyrir skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki sé greint á milli hernaðar- og borgaralegra skotmarka verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis. Öryggisástand á heimaslóðum kæranda sé mjög ótryggt, m.a. vegna sjálfsvígsárása, vopnaðra árása og handahófskenndra morða af hálfu hryðjuverkasamtaka og skæruliða í Sómalíu. Kæranda stafi sérstök ógn af Al-Shabaab starfa hans vegna, auk þess sem hann sé á viðkvæmum aldri þegar komi að nýliðaskráningu. Jafnframt fremji sómölsk stjórnvöld ýmis mannréttindabrot gegn eigin borgurum og séu vanmáttug um að tryggja borgurum vernd gegn árásum óopinberra aðila.

Kærandi fjallar um fyrri fordæmi í greinargerð sinni og telur að leysa eigi úr máli kæranda á sama hátt. Landaupplýsingar beri með sér að staða einstaklinga frá Sómalíu sé óbreytt þegar komi að hættu á ofsóknum af hálfu Al-Shabaab og möguleika á að treysta á vernd sómalíska yfirvalda. Kærandi telur að föst framkvæmd sé komin á í málum einstaklinga sem komi frá Mið- og Suður-Sómalíu, en þeir fái almennt viðbótarvernd uppfylli þeir ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi meðal annars til ákvörðunar Útlendingastofnunar frá 28. september 2020 í máli nr. 2020-00910. Þá geti flutningur innanlands ekki talist raunhæf eða sanngjörn krafa á hendur kæranda og því beri íslenskum stjórnvöldum að veita honum alþjóðlega vernd. 

Til þrautavara krefst kærandi þess að honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Ákvæðið heimili veitingu slíks dvalarleyfis þegar útlendingur geti sýnt fram á ríka þörf fyrir vernd, t.d. vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða almennra aðstæðna í heimaríki. Gróf mannréttindabrot viðgangist í Sómalíu. Þá séu félagslegar aðstæður kæranda í heimaríki afar erfiðar enda tilheyri hann minnihlutaættbálk. Þar að auki sé stuðningsnet kæranda veikt en líkt og kærandi hafi greint frá hafi faðir hans verið myrtur. Kærandi hafi ríka þörf fyrir vernd og því megi líta til almennra mannúðarsjónarmiða í skilningi 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Þá séu félagslegar aðstæður kæranda í heimaríki afar erfiðar en hann tilheyri minnihlutaættbálkinum […] og undirættbálkinum […], sem verði fyrir töluverðum fordómum í Sómalíu.

Gróf mannréttindabrot viðgangist í Sómalíu og kærandi eigi á hættu ofsóknir og illa og vanvirðandi meðferð verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis. Þá verði íslensk stjórnvöld jafnframt að horfa til áhrifa Covid-19 faraldursins í Sómalíu.

Til þrautaþrautavara krefst kærandi þess að honum verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Fyrir liggi að kærandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hinn 25. júlí 2020. Hann hafi ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi og liðnir séu tæpir 19 mánuðir frá því að hann hafi sótt um vernd hér á landi. Ljóst sé að skilyrði a-, c- og d-liðar 2. mgr. 74. gr. séu uppfyllt. Í b-lið 2. mgr. 74. gr. laganna sé skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli ákvæðisins að ekki leiki vafi á því hver umsækjandi sé. Kærandi hafi framvísað grísku dvalarleyfisskírteini og grísku ferðaskilríki en hann hafi engin tök á því að framvísa sómalísku kennivottorði. Grísku skilríkin séu enn í gildi og hafi mynd af kæranda. Ljóst sé að ekki leiki vafi á því hver kærandi sé. Þá vísar kærandi til ákvæðis 4. mgr. 74. gr. laganna sem mæli fyrir um heimild til að víkja frá skilyrðum 3. mgr. ákvæðisins þegar sértaklega standi á. Ljóst sé að þar hafi mistök við lagasetningu átt sér stað og hafi 4. mgr. átt að vísa til 2. mgr. ákvæðisins. Þetta sé í ósamræmi við eldra ákvæði um sama efni og 77. gr. núgildandi laga sem innihaldi heimild til sambærilegrar undanþágu í tengslum við bráðabirgðadvalarleyfi. Þá eigi engin atriði sem talin séu upp í ákvæði 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga, við í máli kæranda. Hingað til hafi hins vegar kærunefnd ekki beitt undanþáguheimild í 4. mgr. 74. gr. laganna og vísað til þess að texti laganna sé skýr. Kærandi mótmælir þessari túlkun yfirvalda.

V.        Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Lagagrundvöllur

Í máli þessu gilda einkum ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016, reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga, ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og mannréttindasáttmáli Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Jafnframt ber að líta til ákvæða alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951, ásamt viðauka við samninginn frá 1967, og annarra alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda eftir því sem tilefni er til.

Auðkenni

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kemur fram að kærandi hafi lagt fram dvalarleyfisskírteini og ferðaskilríki, útgefin af grískum stjórnvöldum. Var því talið að kærandi hefði ekki sannað hver hann væri með fullnægjandi hætti og var leyst úr auðkenni kæranda á grundvelli trúverðugleikamats og tungumála- og staðháttaprófs. Komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að kærandi væri frá Sómalíu. Kærunefnd telur ekki ástæðu til að hnekkja framangreindu mati Útlendingastofnunar og verður því lagt til grundvallar að kærandi sé frá Sómalíu. Kærunefnd óskaði eftir gögnum frá kæranda til að upplýsa nánar um auðkenni hans. Þau gögn sem kærandi lagði fram voru að mati kærunefndar ekki fullnægjandi til að upplýsa frekar um auðkenni hans. Af þeirri ástæður óskaði kærunefnd eftir því við kæranda að hann myndi undirgangast DNA-greiningu til þess að staðfesta tengsl sín við bróður sinn hér á landi. Niðurstaða greiningarinnar staðfesti þau tengsl og er það mat kærunefndar út frá heildarmati á gögnum málsins og framburði kæranda og bróður hans að kærandi sé sómalskur ríkisborgari.

Landaupplýsingar

Kærunefnd útlendingamála hefur lagt mat á aðstæður á Sómalíu m.a. með hliðsjón af eftirfarandi skýrslum:

 • 2021 Country Reports on Human Rights Practices – Somalia (US Department of State, 12. apríl 2022);
 • Amnesty International Report 2020/21 (Amnesty International, 7. apríl 2021);
 • BTI 2022 Country Report – Somalia (Bertelsmann Stiftung, 23. febrúar 2022);
 • Benadir Regional Report 2020, Somali Health and Demographic Survey (SHDS) (Somalia National Bureau of Statistics, júlí 2021);
 • Challenges Facing the Health System in Somalia and Implications for Achieving the SDGs (European Journal of Public Health, 30. september 2020);
 • Clans in Somalia (Austrian Centre for Country of Origin and Asylum Research and Documentation (ACCORD), desember 2009);
 • Country of Origin Information – Somalia Health System (Danish Immigration Service, nóvember 2020);
 • Country Background Note – Somalia (UK Home Office, desember 2020);
 • Country Policy and Information Note – Somalia: Fear of Al-Shabaab (UK Home Office, nóvember 2020);
 • Country Policy and Information Note – Somalia: Majority clans and minority groups in south and central Somalia (UK Home Office, janúar 2019);
 • Country Policy and Information Note (South and Central); Security and humanitarian situation (UK Home Office, nóvember 2020);
 • Country Reports on Terrorism 2019 – Somalia (US Department of State, 24. júní 2020);
 • EASO Country of Origin Information Report: Somalia Actors (European Asylum Support Office, júlí 2021);
 • EASO Country of Origin Information Report: Somalia Targeted profiles (European Asylum Support Office, september 2021);
 • Freedom in the World 2020 – Somalia (Freedom House, 4. mars. 2020);
 • Human Rights in Africa: Review of 2019 (Amnesty International, 8. apríl 2020);
 • Protection of Civilians Report; Building the Foundation for Peace, Security and Human Rights in Somalia (Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, 2. október 2020);
 • Reply by the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR) in response to request for guidance on the application of the internal flight or relocation alternative, particularly in respect of Mogadishu, Somalia (UNHCR, 25. september 2013);
 • Security Situation in Somalia (European Country of Origin Information network, 28. ágúst 2020);
 • Situation in Somalia: Report of the Secretary-General (UN Security Council, 17. febrúar 2021);
 • Situation in Somalia: Report of the Secretary-General (UN Security Council, 19. maí 2021);
 • Situation in Somalia: Report of the Secretary-General (UN Security Council, 8. febrúar 2022);
 • Somalia: Basisinfo (Landinfo, 22. mars 2021);
 • Somalia. Al-Shabaab areas in Southern Somalia (Landinfo, 21. maí 2019);
 • Somalia country profile (BBC, 4. janúar 2018);
 • Somalia, First Halfyear 2019: Update on incidents according to the Armed Conflict Location & Event Data Project (ACLED) (ACCORD, 19. desember 2019);
 • Somalia: Det generelle voldsbildet og al-Shabaabs aktivitet i ulike deler av landet (Landinfo, 3. júní 2021);
 • Somalia: Health system (The Danish Immigration Service, nóvember 2020);
 • Identitetsdokumenter, sivilregistering og offentlig forvaltning (Landinfo, 6. mars 2020);
 • Somalia: Kampene i Mogadishu den 25. April 2021 og sikkerhetssituasjonen i byen etter dette (Landinfo, 15. júní 2021);
 • Somalia: Klan, familie, migrasjon og bistand ved (re)etablering (Landinfo, 24. júní 2020);
 • Somalia: Klan og identitet (Landinfo, 1. október 2015);
 • Somalia: Low status groups (Landinfo, 12. desember 2016);
 • Somalia: Security challenges in Mogadishu (Landinfo, 15. maí 2018);
 • Somalia: Violence in Mogadishu and developments since 2012 (Landinfo, 30. október 2020);
 • Somalia: Situation of the „Shakhal“, „Ajuran“, „Shashi“, and „ Waytern“ clans (ACCORD, 15. mars 2004);
 • Somalia: UN expert warns health care standards “dangerously low“ (UNHRC, 5. apríl 2022);
 • South and Central Somalia – Security Situation, Al-Shabaab Presence, and Target Groups (Danish Refugee Council, mars 2017);
 • South and Central Somalia - Security situation, forced recruitment, and conditions for returnees (The Danish Immigration Service, júlí 2020);
 • The World Factbook – Somalia (Central Intelligence Agency, síðast uppfært 8. mars 2022);
 • UNHCR Eligibility Guidelines for Assessing the International Protection Needs of Asylum -Seekers from Somalia (UNHCR, 5. maí 2010);
 • UNHCR Position on Returns to Southern and Central Somalia (Update I) (UNHCR, maí 2016);
 • Upplýsingasíða Johns Hopkins háskólans (https://coronavirus.jhu.edu/region/somalia, sótt 26. maí 2022) og
 • World Report 2022 – Somalia Events of 2020 (Human Rights Watch, 13. janúar 2022).

Sómalía er sambandslýðveldi með rúmlega 12 milljónir íbúa. Ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum og Ítölum þann 1. júlí 1960. Þann 20. september 1960 gerðist Sómalía aðili að Sameinuðu þjóðunum. Ríkið fullgilti alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem og alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi árið 1990. Ríkið fullgilti alþjóðasamning um afnám alls kynþáttamisréttis árið 1975 og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2019.

Í skýrslu EASO frá árinu 2016 kemur fram að árið 1991 hafi brotist út borgarastyrjöld í Sómalíu eftir að vopnaðir andspyrnuhópar hafi steypt þáverandi forseta landsins, Siad Barre, og ríkisstjórn hans af stóli. Næstu ár hafi einkennst af miklum átökum og lögleysu í landinu án þess að starfhæf ríkisstjórn væri við völd. Í ágúst 2012 hafi fyrsta varanlega alríkisstjórnin verið mynduð frá því borgarastyrjöldin hafi hafist. Frá árinu 2009 hafi átök verið bundin við mið- og suðurhluta Sómalíu á milli ríkisstjórnar landsins og bandamanna þeirra annars vegar og íslamska öfgahópa hins vegar, einkum Al-Shabaab, sem hafi stjórn á nokkrum svæðum í landinu. Beri Al-Shabaab m.a. ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása síðustu ár í Sómalíu sem hafi kostað hundruð óbreyttra borgara lífið. Samkvæmt skýrslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í maí 2020 sé almennt öryggisástand í Sómalíu sveiflukennt. Megi rekja það til aukningar hryðjuverkaárása í landinu, fjölgunar glæpa og vopnaðra átaka sem hafi verið viðvarandi frá því í janúar 2020. Al-Shabaab hafi aukið árásar sínar í Mógadisjú og í Boosasoo í Bari héraði í Puntlandi.

Í skýrslu búsetunefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2006 kemur fram að í kjölfar borgarastyrjaldarinnar árið 1991 hafi ættbálkar í Norður-Sómalíu ákveðið að lýsa yfir sjálfstæði og stofnað lýðveldið Sómalíland. Héruðin Bari, Nugaal og norðurhluti Mudug hafi sett á fót sjálfstjórnarríkið Puntland í norðausturhluta Sómalíu árið 1998 og hafi ríkið haft sjálfstjórn síðan. Ólíkt Sómalílandi hafi Puntland ekki leitast eftir sjálfstæði frá Sómalíu. Frá árinu 1998 hafi Puntland átt í deilum við Sómalíland um landsvæðin Sook og Sanaag.

Í skýrslu Landinfo frá árinu 2019 kemur fram að Al-Shabaab hafi tekið yfir stærsta hluta Suður-Sómalíuárin 2008 til 2010. Á árunum 2011 til 2015 hafi friðargæsla Afríkuþjóða í Sómalíu (The African Union Mission in Somalia (AMISOM)) og fleiri samtök stjórnvalda tekist að ná stjórn á Mógadisjú og í kjölfarið öðrum bæjum Suður-Sómalíu. Þrátt fyrir það hafi Al-Shabaab náð yfirráðum yfir nokkrum bæjum í suðurhluta landsins að nýju á árunum 2016 og 2017 og hafi einnig viss áhrif á þeim svæðum þar sem samtökin hafi ekki varanlega viðveru. Sterkir ættbálkar hafi ákveðið svigrúm til að semja við samtökin en flestir hræðist hefndaraðgerðir þeirra. Al-Shabaab hafi umfangsmikið net uppljóstrara og bandamanna sem fari tiltölulega frjálslega milli landsvæða og séu hópar samtakanna sérstaklega virkir á svæðum þar sem ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar haldi sig. Í skýrslu dönsku flóttamannanefndarinnar frá árinu 2017 kemur fram að ýmsar ástæður geti legið að baki ofsóknum Al-Shabaab. Megi þar m.a. nefna alvarlegar refsiaðgerðir gegn óbreyttum borgurum sem ekki fari eftir reglum og hugmyndafræði samtakanna. Þvinguð nýliðaskráning sé hins vegar óalgeng og eigi sér ekki stað á þeim svæðum sem séu ekki undir fullri stjórn Al-Shabaab. Geti samtökin þó hugsanlega hvatt til þess að einstaklingar gangi til liðs við þau og beitt hópþrýstingi með það að markmiði að þvinga aðila til liðs við sig. Þá hafi Al-Shabaab í einhverjum tilvikum krafist þess að ákveðinn fjöldi ungmenna gangi til liðs við samtökin til að verja tiltekin svæði. Neiti einstaklingur þeirri kröfu hafi samtökin í einhverjum tilvikum krafist einhvers konar bóta og þá hafi komið upp tilvik þar sem einstaklingur hafi þurft að flýja til að tryggja öryggi sitt.

Samkvæmt skýrslu breska innanríkisráðuneytisins frá árinu 2020 er árangursrík vernd stjórnvalda á yfirráðasvæðum Al-Shabaab ekki tiltæk. Ríkisstjórn landsins hafi leitast við að bæta öryggisþjónustu sína með aðstoð AMISOM. Í höfuðborg Sómalíu, Mógadisjú, og í öðrum þéttbýlisstöðum þar sem ríkisstjórnin sé við völd séu öryggissveitir veikburða sökum skorts á fjármagni, fullnægjandi búnaði og skorts á þjálfun starfsmanna. Í skýrslu Landinfo frá árinu 2018 kemur fram að sómalska lögreglan (e. Somali Police Force) sé virk og sýnileg í höfuðborginni Mógadisjú. Megináhersla lögreglunnar sé að vernda stofnanir ríkisins gegn árásum Al-Shabaab. Aftur á móti ber heimildum saman um að lögreglan hafi takmarkaða getu til að vernda einstaklinga gegn ofbeldi, þ.m.t. að rannsaka, ákæra og refsa fyrir ofbeldisbrot. Þá kemur fram að spilling sé útbreidd meðal lögreglu og hjá dómstólum. Í skýrslu danskra innflytjendayfirvalda frá árinu 2020 kemur fram að öryggisástand í Sómalíu sé sveiflukennt og Al-Shabaab fremji flest brot gegn óbreyttum borgurum í Suður- og Mið-Sómalíu. Árið 2019 hafi mátt rekja tæp 70% af árásum á svæðinu til Al-Shabaab.

 Í skýrslu EUAA frá 2021 kemur fram að friðargæsla Afríkuþjóða í Sómalíu (AMISOM), studd m.a. af Sameinuðu þjóðunum og samanstandi af nærri 20.000 hermönnum. Markmið AMISOM sé m.a. að draga úr hættunni sem stafi af Al-Shabaab og öðrum vopnuðum hópum og koma á stöðugleika og öryggi í landinu undir stjórn sómölsku ríkisstjórnarinnar. AMISOM hafi tekist að ná yfirráðum úr höndum Al-Shabaab á nokkrum svæðum, þ. á m. Mogadishu. Árangur AMISOM sé þó ekki öruggur þar sem hann sé háður hernaðarstuðningi alþjóðasamfélagsins. Í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins frá 2020 er m.a. vísað í skýrslu danskra útlendingayfirvalda frá 2017 þar sem fram komi að flestar heimildir bendi til þess að helstu skotmörk Al-Shabaab séu embættismenn, háttsettir stjórnmálamenn, leiðtogar ættbálka sem styðji sómölsku ríkisstjórnina, AMISOM og stjórnarher landsins. Samkvæmt heimildum Sameinuðu þjóðanna geti þó einstaklingar sem starfi við þrif og önnur lágt sett störf hjá sómölskum stjórnvöldum eða AMISOM jafnframt verið skotmörk Al-Shabaab. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra samtaka geti einnig verið skotmörk, óháð stöðu þeirra innan stofnananna. Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn frjálsra félagasamtaka séu ekki sjálfkrafa skotmörk Al-Shabaab heldur fari það eftir ýmsu, t.a.m. hve mikil gagnrýni samtakanna sé á Al-Shabaab. Frjáls félagasamtök með tengsl við Bandaríkin séu hins vegar almennt skotmörk Al-Shabaab. Í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins frá 2020 kemur fram að meðlimir Al-Shabaab ráðist að jafnaði ekki gegn lægra settum starfsmönnum.

Í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins frá því í janúar 2019 kemur fram að ættbálkakerfið sé mikilvægur hluti af auðkennum íbúa Sómalíu og að kerfið hafi áhrif á alla þætti samfélagsins. Ættbálkakerfið sé stigskipt en neðst í stigskiptingunni séu fátækir ættbálkar og minnihlutahópar sem tilheyri ekki ættbálkasamfélaginu. Í skýrslunni kemur fram að í Sómalíu séu fjórir stærstu ættbálkarnir Darod, Hawiye, Isaaq og Dir. Samkvæmt skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2010 þá séu eftirfarandi ættbálkar almennt taldir til minnihlutahópa í Sómalíu; Bantu/Yibron og Rerhamar, Bajuni, Eeyle, Jaaji/Reer Maanyo, Barawani, Galgala, Tumaal, Yibir/Yibron og Midgan/Gaboye. Samkvæmt skýrslu EASO frá árinu 2019 tilheyri minnihlutahópar lægstu stétt sómalíska samfélagsins og þeir sem tilheyri minnihlutahópi séu oft kallaðir „stéttleysingar“ (e. outcaste group) eða Sab. Í skýrslu Landinfo frá 2021 kemur fram að mikilvægasta einingin fyrir einstaklinga sé svokallaður diya-hópur, sem samanstandi af hundruðum eða þúsundum karlmanna sem reki ættir til sameiginlegs forföður, fjórar til sex kynslóðir aftur. Meginhlutverk diya-hópsins sé að krefjast bóta eða hefna einstaklings innan einingarinnar sem er drepinn eða særður af aðila úr annarri slíkri einingu. Á þennan hátt geti ættarsamband verndað einstaklinga gegn ofbeldi og öðrum óæskilegum atvikum. Ættbálkurinn veiti einnig eins konar félagslegan stuðning sem sé þó háður fjárhag viðkomandi og stöðu á hverjum tíma. Samkvæmt skýrslu breska innanríkisráðuneytisins hafi mikilvægi aðildar að tilteknum ættbálki breyst á undanförnum árum í höfuðborginni Mógadisjú. Hlutverk ættbálksins hafi í auknum máli færst frá því að verja stöðu ættbálksins yfir í hlutverk félagslegrar aðstoðar og stuðnings. Þá sé lítið um ættbálkaerjur í Mógadisjú og afkoma meðlima minnihlutaættbálka ráðist ekki af aðild þeirra að ættbálkinum. Í skýrslunni kemur fram að víðtækur alþjóðlegur styrkur og stuðningur hafi hjálpað ríkisstjórn Sómalíu að bæta líf borgara sinna og almennt hafi lífsskilyrði íbúa Mógadisjú batnað.

Samkvæmt skýrslu Rauða krossins í Austurríki (ACCORD) nýtur ættbálkurinn […].

Í framangreindum gögnum kemur fram að heilbrigðiskerfi Sómalíu sé í grunninn einkavætt og þó svo að það hafi tekið töluverðum framförum á undanförnum árum séu töluverðar áskoranir um landið allt, sérstaklega í dreifbýli þar sem aðgengi sé slæmt og skortur á heilbrigðisvörum. Ekkert miðlægt heilbrigðiskerfi sé í Sómalíu og sérhæfðar læknismeðferðir takmarkaðar. Þá sé aðgengi að lyfjum takmarkað og engin umsjón eða eftirlit með gæðum og öryggi þeirra. Í skýrslu danskra innflytjendayfirvalda frá 2020 kemur fram að í Mógadisjú hafi almennir borgarar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sé ekki mismunað á grundvelli þjóðernis eða ættbálks. Í borginni sé aðgengi að að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og aðgengi að meðferð vegna nýrnasjúkdóma, m.a. blóðskilun sé á einum spítala í Mógadisjú.

Ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga

Í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga, sem byggir á A-lið 1. gr. flóttamannasamningsins, segir:

Flóttamaður samkvæmt lögum þessum telst vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta hverfa aftur þangað, sbr. A-lið 1. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 og bókun við samninginn frá 31. janúar 1967, sbr. einnig 38. gr. laga þessara.

Í 38. gr. laga um útlendinga eru sett fram viðmið um það hvað felist í hugtakinu ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr., á hvaða grundvelli ofsóknir geta byggst og hvaða aðilar geta verið valdir að þeim. Í 1. mgr. ákvæðisins segir:

Ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr. eru þær athafnir sem í eðli sínu eða vegna þess að þær eru endurteknar fela í sér alvarleg brot á grundvallarmannréttindum, einkum ófrávíkjanlegum grundvallarmannréttindum á borð við réttinn til lífs og bann við pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, bann við þrældómi og þrælkun og bann við refsingum án laga. Sama á við um samsafn athafna, þ.m.t. ólögmæta mismunun, sem hafa eða geta haft sömu eða sambærileg áhrif á einstakling.

Í 2. mgr. 38. gr. laga um útlendinga er fjallað um í hverju ofsóknir geta falist. Þá eru þær ástæður sem ofsóknir þurfa að tengjast skilgreindar nánar í 3. mgr. 38. gr. laganna.

Í 4. mgr. 38. gr. laga um útlendinga kemur fram að þeir aðilar sem geta verið valdir að ofsóknum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð séu:

a. ríkið,

b. hópar eða samtök sem stjórna ríkinu eða verulegum hluta landsvæðis þess,

c. aðrir aðilar, sem ekki fara með ríkisvald, ef sýnt er fram á að ríkið eða hópar eða samtök samkvæmt b-lið, þ.m.t. alþjóðastofnanir, geti ekki eða vilji ekki veita vernd gegn ofsóknum eða meðferð sem fellur undir 2. mgr. 37. gr., m.a. með því að ákæra og refsa fyrir athafnir sem fela í sér ofsóknir.

Orðasambandið „ástæðuríkur ótti við að vera ofsóttur“ í 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga inniheldur huglæga og hlutlæga þætti og þarf að taka tillit til hvors tveggja þegar mat er lagt á umsókn um alþjóðlega vernd. Mat á því hvort ótti umsækjanda sé ástæðuríkur getur verið byggt á persónulegri reynslu umsækjanda sem og á upplýsingum um ofsóknir sem aðrir í umhverfi hans eða þeir sem tilheyra sama hópi hafa orðið fyrir. Umsækjandi sem hefur sýnt fram á að hann hafi þegar orðið fyrir ofsóknum í heimaríki, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga um útlendinga, eða beinum og marktækum hótunum um slíkar ofsóknir, yrði almennt talinn hafa sýnt fram á ástæðuríkan ótta við slíkar ofsóknir snúi hann aftur til heimaríkis nema talið verði að miklar líkur séu á því að slíkar ofsóknir yrðu ekki endurteknar, t.d. þar sem aðstæður í heimaríki hans hafi breyst. Þótt umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli njóta vafa upp að ákveðnu marki, verður umsækjandinn með rökstuddum hætti að leiða líkur að því að hans bíði ofsóknir í heimaríki. Frásögn umsækjanda og önnur gögn um einstaklingsbundnar aðstæður hans verða því almennt að fá stuðning í hlutlægum og áreiðanlegum upplýsingum um heimaríki umsækjanda, stjórnvöld, stjórnarfar og löggjöf þess. Þá er litið til sambærilegra upplýsinga um ástand, aðstöðu og verndarþörf þess hóps sem umsækjandi tilheyrir eða er talinn tilheyra.

Kærunefnd hefur við mat sitt á umsókn kæranda haft til hliðsjónar handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um málsmeðferð og viðmið við mat á umsókn um alþjóðlega vernd (Handbook and Guidelines on Procedures and Criteria for Determining Refugee Status, Genf 2019). Þá hefur aðferðarfræði trúverðugleikamats kærunefndar tekið mið af skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasjóðs Evrópusambandsins um trúverðugleikamat, eftir því sem við á (Beyond Proof: Credibility Assessment in EU Asylum Systems, Brussel 2013).

Kærandi byggir á því að hann óttist hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab vegna starfa sinna fyrir samtökin […]. Þá telji kærandi að faðir sinn hafi verið myrtur af Al-Shabaab eftir að samtökin hafi komist að því að kærandi og bróðir hans hafi yfirgefið landið.

Mat á trúverðugleika frásagnar kæranda er byggt á endurritum af viðtölum hans hjá Útlendingastofnun, öðrum gögnum málsins og upplýsingum um heimaríki kæranda.

Í endurriti af viðtali hjá Útlendingastofnun, sem fram fór hinn 20. október 2021, kemur fram að kærandi sé fæddur og uppalinn í Mógadisjú í Sómalíu í hverfinu […]. Kærandi hafi starfað fyrir alþjóðlegu samtökin […] og fengið hótanir. Þá glími bróðir kæranda við nýrnavandamál. Eftir að faðir þeirra hafi verið drepinn hafi kærandi og bróðir hans óttast um líf sitt. Mennirnir sem hafi drepið föður þeirra hafi hulið andlit sín og kærandi telji að þeir hafi verið meðlimir Al-Shabaab en sé ekki viss. Kærandi hafi yfirgefið heimaríki sitt vegna öryggisástands og vegna heilsu bróður síns.

Kærandi greindi frá því að hann óttist samtökin Al-Shabaab. Kærandi kvaðst í viðtali hjá Útlendingastofnun hafa starfað við þrif á flugvellinum í Mógadisjú á vegum samtakanna […]. Samtökin sem hann hafi starfað fyrir hafi tengsl við Sameinuðu þjóðirnar og hann hafi fengið hótanir frá ótilgreindum aðilum í tvígang þar sem hann hafi m.a. verið hvattur til að hætta störfum sínum fyrir samtökin. Í fyrstu hafi hann talið að vinir hans væru að stríða sér en síðar hafi hann fengið önnur skilaboð. Síðari skilaboðin hafi verið þau að hann ætti að kaupa sér líkkistu og hafi 10 dollarar fylgt með. Eftir að kæranda hafi borist síðari skilaboðin hafi hann orðið hræddur. Kærandi hefur lagt fram starfsmannaskírteini sem rann út í júní 2017. Aðspurður hvort kærandi gæti lagt fram nýlegra skírteini kvaðst hann hafa fengið annað skírteini útgefið en hafi sagt upp starfi sínu áður en það hafi runnið út en hann hafi það ekki undir höndum nú. Kærandi greindi þó ekki frá því hvenær hann hafi hætt störfum eða gaf upp ástæðu þess að hann hafi ekki haft nýrra skírteinið meðferðis frá heimaríki. Kærandi hefur lagt fram fjölda ljósmynda af sér í klæðnaði merktum […] og starfsmannaskírteini. Kærunefnd telur ekki ástæðu til að draga í efa að kærandi hafi starfað fyrir […] á einhverjum tímapunkti og kunni að hafa fengið hótanir frá óþekktum aðilum. Hins vegar er það mat kærunefndar að kærandi hafi ekki lagt fram gögn til stuðnings frásögn sinni að meintar hótanir hafi verið vegna atvinnu hans eða af hálfu Al-Shabaab.

Samkvæmt heimasíðu […] er um að ræða félag sem sérhæfir sig í verkstjórnun og þjónustu við aðila, m.a. stjórnvöld, alþjóðleg samtök og opinber fyrirtæki. Fyrirtækið hafi unnið að ýmsum verkefnum í Sómalíu m.a. í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Af framangreindum heimildum um heimaríki kæranda og samtökin Al-Shabaab verður ráðið að samtökin beini spjótum sínum fyrst og fremst að háttsettum aðilum svo sem stjórnmálamönnum, ættbálkaleiðtogum, AMISOM, starfsmönnum alþjóðlegra samtaka, liðhlaupum Al-Shabaab, fjölmiðlamönnum sem hafi gagnrýnt samtökin og viðskiptamönnum sem neiti að greiða verndartolla til samtakanna. Heimildir bera með sér að í einhverjum tilvikum geri Al-Shabaab almenna starfsmenn alþjóðlegra samtaka að skotmarki. Hins vegar kemur fram í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins frá 2020 að meðlimir samtakanna ráðist að jafnaði ekki gegn lægra settum starfsmönnum. Ólíklegt sé að almennir borgarar sem tengist hvorki yfirvöldum né alþjóðasamtökum stafi hætta af samtökunum. Í skýrslu Landinfo, frá 30. október 2020, kemur fram að talið sé að Al-Shabaab beri ábyrgð á 96 af 257 árásum gegn íbúum Mógadisjú árið 2019 sem hafi leitt til þess að 195 hafi látist. Meirihluti framangreindra árasa séu milli einkaaðila, svo sem af fjárhagslegum ástæðum, og framin af óþekktum gerendum. Þá kemur fram að Al-Shabaab hafi á undanförnum árum borið ábyrgð á mannskæðum hryðjuverkaárásum þar sem almennir borgarar hafi særst eða látist.

Að mati kærunefndar ber frásögn kæranda ekki með sér að hann hafi verið sérstakt skotmark Al-Shabaab. Þá benda gögn um heimaríki kæranda ekki til þess að almennir borgarar eigi almennt á hættu áreiti eða ofsóknir af hálfu Al-Shabaab á því svæði þar sem kærandi var búsettur. Auk þess sé ástandið í Mógadisjú slíkt að stjórnvöld hafi almennt stjórn á svæðinu. Að framangreindu virtu er það mat kærunefndar að ekkert í þeim gögnum sem nefndin hefur kynnt sér gefi til kynna að kærandi eigi á hættu að sæta ofsóknum í heimaríki sínu af hálfu Al-Shabaab.

Kærandi bar ekki fyrir sig að hafa sætt ofsóknum eða að hann óttist ofsóknir af hálfu yfirvalda í heimaríki hans sem hafi eða gætu náð því alvarleikastigi sem 1. mgr. 38. gr. laga um útlendinga mælir fyrir um. Þá benda önnur gögn málsins ekki til þess að slíkar ofsóknir hafi átt sér stað eða að kærandi eigi þær á hættu. Þó fallast megi á að skilvirkni lögregluyfirvalda og dómstóla í heimaríki kæranda sé að nokkru leyti ábótavant og spilling sé talsverð í dómskerfinu er það mat kærunefndar, með vísan til þeirra gagna sem nefndin hefur kynnt sér, að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnvöld í Mógadisjú geti ekki eða vilji ekki veita kæranda vernd gegn ofbeldi, m.a. með því að ákæra eða refsa fyrir athafnir sem feli í sér ofsóknir, sbr. c-lið 4. mgr. 38. gr. laga um útlendinga. Kærandi hafi því raunhæfa möguleika á að leita ásjár stjórnvalda í Mógadisjú telji hann sig þurfa þess vegna áreitis eða ofbeldis annarra aðila en Al-Shabaab.

Kærandi hefur einnig borið fyrir sig að hann sé í hættu á grundvelli þess að hann tilheyri þjóðarbrotinu […] og undirættbálkinum […]. Var það mat Útlendingastofnunar að frásögn og tilsvör kæranda um hvaða ættbálki hann tilheyrir hafi verið skýr og í samræmi við landaupplýsingar. Við úrlausn málsins var lagt til grundvallar að kærandi væri ríkisborgari Sómalíu og komi frá Mógadisjú og tilheyri ættbálkinum […].

Heimildir herma að […] ættbálkurinn sé dreifður um mismunandi héruð og svæði Sómalíu og búi í Mógadisjú. Sumir […] hópar séu taldir pólitískt sterkir en aðrir jaðarsettir. Heimildir herma að […] teljist til jaðarsettra minnihlutahópa, en meðlimir þeirra búi aðallega í Mógadisjú og sunnan við borgina. Það að tilheyra ættbálki sem sé í minnihluta leiðir ekki sjálfkrafa til þess að einstaklingur sé í hættu á að verða fyrir ofsóknum. Kærandi hefur greint frá því að hann hafi haft atvinnu og getað séð sér farborða í heimaríki. Af frásögn kæranda og gögnum um heimaríki verður ekki talið að hann hafi sýnt fram á að hann hafi sætt mismunun eða áreiti vegna ættbálks síns. Þá benda gögn málsins ekki til þess að kærandi eigi á hættu á að sæta ofsóknum í heimaríki af öðrum ástæðum sem 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga vísar til, sbr. 3. mgr. 38. gr. laganna.

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða kærunefndar að kærandi hafi ekki með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hann hafi ástæðuríkan ótta við ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna.

Telur kærunefnd því ljóst að kærandi uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi.

Ákvæði 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga

Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga er útlendingur einnig flóttamaður ef, verði hann sendur aftur til heimaríkis síns, raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka. Sama gildir um ríkisfangslausan einstakling.

Við mat á því hvort aðstæður kæranda séu slíkar að þær eigi undir 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga ber að líta til 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um það mat sem þarf að fara fram þegar metið er hvort kærandi sé í raunverulegri hættu á að verða fyrir meðferð sem falli undir 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hefur dómstóllinn sagt að 3. gr. sáttmálans geti átt við þegar hættan stafar frá einstaklingum eða hópi fólks sem ekki séu fulltrúar stjórnvalda. Kærandi verður þó að geta sýnt fram á að gildar ástæður séu til að ætla að um raunverulega hættu sé að ræða og að stjórnvöld í ríkinu séu ekki í stakk búin til að veita viðeigandi vernd. Ekki er nóg að aðeins sé um að ræða möguleika á illri meðferð og verður frásögn kæranda að fá stuðning í öðrum gögnum (sjá t.d. dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í máli NA gegn Bretlandi (mál nr. 25904/07) frá 7. júlí 2008 og H.L.R. gegn Frakklandi (mál nr. 24573/94) frá 29. apríl 1997).

Eins og fram hefur komið hefur kærunefnd þegar komist að þeirri niðurstöðu að kærandi hafi ekki ástæðuríkan ótta við að verða fyrir ofsóknum. Af landaupplýsingum er ljóst að öryggisástand er ekki gott í Mógadisjú. Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í máli K.A.B. gegn Svíþjóð (mál nr. 886/11) frá 17. febrúar 2014 og R.H. gegn Svíþjóð (mál nr. 4601/14) frá 1. febrúar 2016 kemur fram að almennt öryggisástand í Mógadisjú hafi farið batnandi á undanförnum árum eftir að stjórnvöld höfðu náð yfirráðum í borginni. Þá bentu aðgengilegar landaupplýsingar ekki til þess að aðstæður í borginni væru slíkar að íbúar í borginni væru almennt í hættu á að sæta meðferð sem færi gegn 3. gr. Mannréttindasáttmálans. Því myndi endursending aðila ekki brjóta gegn 3. gr. Mannréttindasáttmálans. Þau gögn sem kærunefnd hefur yfirfarið við meðferð málsins benda ekki til þess að aðstæður í Mógadisjú hafi breyst til hins verra eða séu slíkar að kærandi muni eiga á hættu meðferð sem brjóti í bága við 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Verður því ekki talið að ástæða sé til að ætla að hann eigi á hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í heimaríki af þeim sökum. Þá er það mat kærunefndar, að virtum gögnum málsins og upplýsingum um aðstæður í Sómalíu, að kærandi eigi ekki á hættu að sæta dauðarefsingum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða verða fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki sé greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka, verði honum gert að snúa aftur til heimaríkis.

Í ljósi þess sem að framan er rakið og þeirra gagna sem liggja fyrir um heimaríki kæranda telur kærunefndin að aðstæður hans séu ekki þannig að þær falli undir ákvæði 2. mgr. 37. gr. laganna. Telur kærunefndin því ljóst að kærandi uppfylli heldur ekki skilyrði 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi.

Alþjóðleg vernd á grundvelli 40. gr. laga um útlendinga

Þar sem kærunefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að kærandi uppfylli ekki skilyrði 1. eða 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga á kærandi ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi, sbr. 40. gr. laga um útlendinga.

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga

Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga er heimilt að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt ákvæðinu, að því tilskildu að skorið hafi verið úr um að hann uppfylli ekki skilyrði 38. gr. og 39. gr. laganna. Frekari skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis í þeim tilvikum koma fram í a- til d-lið 2. mgr. 74. gr. laganna. en þau er að tekin hafin hafi verið skýrsla af umsækjanda um alþjóðlega vernd, ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er, ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda og að útlendingur hafi veitt upplýsingar og aðstoð við úrlausn máls.

Kærandi sótti um alþjóðlega vernd hinn 25. júlí 2020. Kærandi hefur ekki enn fengið niðurstöðu í máli sínu hjá kærunefnd útlendingamála. Frá því að kærandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þar til úrskurðir þessi er kveðinn upp, dags. 2. júní 2022, eru liðnir um 22 mánuðir. Kærandi telst því ekki hafa fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan þeirra tímamarka sem getið er í 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Líkt og að framan er rakið þá lagði kærandi fram ferðaskilríki og dvalarleyfisskírteini gefin út af grískum yfirvöldum við komu sína hingað til lands. Einnig lagði kærandi fram starfsmannaskírteini sitt frá[…]. Kærunefnd óskaði með tölvubréfi, dags. 1. mars 2022, eftir því að kærandi legði fram gögn sem sýndu fram á auðkenni eða tengsl hans við bróður hans, sem er einnig umsækjandi um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærandi lagði fram myndir af vegabréfi manns sem hann kveður vera föður sinn og myndir af framangreindu starfsmannaskírteini. Engin frekari gögn sem eru til þess fallin að leggja grunn að auðkenni kæranda bárust nefndinni. Af þeim sökum óskaði kærunefnd eftir því hinn 28. mars 2022 við kæranda að hann og bróðir hans undirgengust DNA-greiningu til þess að kanna tengsl þeirra frekar. Niðurstaða greiningarinnar barst kærunefnd með tölvubréfi frá sérfræðingi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hinn 25. maí 2022. Staðfesti hún bræðratengsl kæranda og bróður hans. Með úrskurði sínum nr. 142/2022 hefur kærunefnd komist að því að bróðir kæranda hafi sýnt fram á auðkenni sitt á fullnægjandi hátt m.a. með framlagningu auðkenniskorts útgefnu af sómölskum yfirvöldum, ásamt heildarmati á trúverðugleika frásagnar hans og öðrum gögnum málsins. Er það því, eins og hér stendur sérstaklega á, mat kærunefndar að á grundvelli heildarmats á aðstæðum kæranda og bróður hans verði talið að skilyrði b-liðar 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga sé uppfyllt hvað varðar kæranda.

Að mati kærunefndar uppfyllir kærandi skilyrði a- til d-liðar 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Þá er það mat kærunefndar að ákvæði a- til d-liðar 3. mgr. 74. gr. laga um útlendinga standi ekki í vegi fyrir veitingu dvalarleyfis samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.

Að öllu framangreindu virtu er lagt fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.


 

Úrskurðarorð:

Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda varðandi umsókn hans um alþjóðlega vernd er staðfest.

The Directorate of Immigration is instructed to issue the appellant a residence permit based on article 74(2) of the Act on Foreigners. The decision of the Directorate related to his application for international protection is affirmed.

 

 

Tómas Hrafn Sveinsson

 

 

 

Sindri M. Stephensen                                                                   Þorbjörg I. Jónsdóttir

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira