Heimilt er að kæra ákvörðun um fjárhæð leiðréttingar skv. 9. gr., framkvæmd leiðréttingar skv. 11. gr. og endurupptöku skv. 13. gr. til úrskurðarnefndar sem ráðherra skipar. Nefndin starfar á grundvelli 14. greinar laga um leiðréttingu fasteignaveðlána.
,Í úrskurðarnefndinni sitja þrír menn og skulu þeir tilnefndir af Hæstarétti. Tveir nefndarmanna skulu fullnægja skilyrðum laga til að gegna embætti héraðsdómara og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar. Þriðji nefndarmaðurinn skal hafa reynslu og þekkingu á lánveitingum til húsnæðiskaupa.
Í nefndinni sitja (skipuð 2014-2017):
- Eva Dís Pálmadóttir, tilnefnd af Hæstarétti Íslands
- Ingi Tryggvason, tilnefndur af Hæstarétti Íslands
- Kristján Jónasson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands