Dómsmálaráðherra skipar í endurupptökunefnd í samræmi við 54. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016. Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.
Þrír aðalmenn sitja í nefndinni. Alþingi kýs einn aðalmann og varamann hans og dómstólasýslan og Hæstiréttur Íslands tilnefna hvort um sig einn aðalmann og varamann.
Núverandi skipan nefndarinnar:
- Haukur Örn Birgisson hrl., formaður, kosinn af Alþingi
Varamaður: Ása Ólafsdóttir dósent
- Gizur Bergsteinsson hrl., tilnefndur af Hæstarétti
Varamaður: Erla S. Árnadóttir hrl.
- Hrefna Friðriksdóttir, prófessor
Varamaður: Guðmundur Sigurðsson, prófessor
Nefndin hefur aðsetur í Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.
Netfang: [email protected]
Sjá vef nefndarinnar, www.endurupptokunefnd.is