Hoppa yfir valmynd

LAN-132 Forgangur í stjórnsýslu vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku

Lýsing

Bæting á málshraða hjá Skipulagsstofnun og forgangur mála í stjórnsýslu vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku (mat á umhverfisáhrifum og skipulagsbreytingar)

Ábyrgð

Skipulagsstofnun

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2021/2022

Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, tóku gildi í september 2021. Þau fela í sér skilvirkari málsmeðferð umhverfismats og hvata til samþættingar skipulagsferlis og ferlis umhverfismats framkvæmda. Í þeim hafa afgreiðslufrestir Skipulagsstofnunar verið endurskoðaðir og rýmkaðir með það að markmiði að þeir séu raunhæfir, sem stuðlar að auknum fyrirsjáanleika. Unnið hefur verið að endurbótum á verklagi og yfirsýn yfir lykiltölur í rekstri hjá Skipulagsstofnun. Þá var á vorþingi 2021 lagt fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum um svokallað raflínuskipulag, en það náði ekki fram að ganga, sbr. LAN-056.Frumvarpið verður lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira