Hoppa yfir valmynd

NOV-49 Yfirferð tillaga, GSM og TETRA samband

Lýsing

Yfirferð tillaga frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Ábyrgð

Fjarskiptaráð í samvinnu við byggðaráð

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Norðurland vestra

Áætlaður framkvæmdatími

2022-2022

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2021/2022

Lokaúthlutun Ísland ljóstengt fór fram á árinu 2021 og sveitarfélög sem enn eiga í land í sinni ljósleiðaravæðingu kepptust við þá uppbyggingu á árinu. Stækkun ljósleiðarakerfisins stuðlar m.a. að eflingu baknetstenginga sendastaða fyrir farnet sem stuðlar að bættu öryggi þeirra. Á árinu lauk jafnframt öðru landsátaki í fjarskiptum sem var uppfærsla Neyðarlínunnar á varaafli fjarskiptastaða víða um land, þ.m.t. á NV-landi, í samstarfi við farsímafélögin með fjárstuðningi frá Fjarskiptasjóði á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar sem hófst 2020. Lokun Símans á gamla heimasímanum á koparkerfinu stendur yfir á landsvísu og í því sambandi hefur Fjarskiptastofa útnefnt Neyðarlínuna sem alþjónustuveitanda á landsvísu sem skal tryggja a.m.k. 10 Mb/s netsamband með möguleika á talsambandi gagnvart lögheimilum sem ekki hafa kosta á 3G eða betri tengingu. Þetta eru ekki mörg heimili en standa illa gagnvart fjarskiptum og telja stjórnvöld mikilvægt að öllum lögheimilum standi þessi lágmarks fjarskiptaþjónusta til boða hið minnsta. Úrbætur Neyðarlínunnar á grundvelli alþjónustu sem byggja á aðstöðusköpun fyrir farnet tryggja þar jafnframt fullt reiki á farnetssendum markaðsaðila gagnvart byggð og vegakerfi sem þjónustan nær til. Þá hefur Fjarskiptastofa lokið við og birt grófhönnun og kostnaðarmat í tengslum við eflingu farnets með fullu reiki milli þjónustuaðila gagnvart þjóðvegakerfinu. Stofnunin horfir til þess að ná 100% slitlausu farnetssambandi með fullu reiki á öllum helstu stofnvegum í dreifbýli á næstu árum á grundvelli farnetstíðniúthlutunar sem fram fer á næstu misserum. Fyrir liggur grænbók í fjarskiptum. Horft verður til tillagna landshlutasamtaka við endanlega mótun áherslna og aðgerða nýrrar fjarskiptaáætlunar.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira