Hoppa yfir valmynd

LAN-023 Aðstaða aðgerðastjórna í héraði

Lýsing

Skilgreina lágmarks aðstöðu aðgerðastjórnar, yfirfara stöðu og gera úrbætur eftir þörfum. Sjá VEL-26, VEF-32, NOV-34, NOE-45, AUS-31, SUL-26, SUN-20, HÖF-25

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við almannavarnanefnd

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

Í mars 2021, á sama tíma og stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum var kynnt, var Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá embætti LNE ráðinn í tímabundið 50% starf sem verkefnisstjóri. Á vordögum 2021 var haldin námsstefna á Húsavík þar sem fulltrúar allra lögregluembætta fóru yfir stöðu aðgerðastjórna á landsvísu, aðstöðu, aðbúnað ásamt þekkingu og þjálfun. Á haustdögum 2021 voru öll lögregluumdæmi heimsótt af fulltrúum almannavarnadeildar, til fundar við lögregluyfirvöld, fulltrúa almannavarnanefnda, sveitastjórna og viðbragðsaðila. Fram fór sérstök kynning á stöðu mála er varða aðgerðastjórnir og fyrirhuguð verkefni því tengt. Í dag eru starfræktar fjórar fullbúnar og uppsettar aðgerðastjórnir, á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra. Nýjasta stöðin var tekin í notkun í september á Suðurnesjum. Unnið er að uppsetningu og formfestu á aðgerðarstjórnum annarra umdæma. Vorið 2022 verða gefin út fyrstu drög að handbók fyrir aðgerðarstjórnir sem skilgreinir nauðsynlega þætti aðgerðastjórna, sbr. búnaði, aðstöðu, mönnun, virkni og þjálfun aðgerðastjórna. Stefnt er að fyrir árslok 2022 verði fullbúnar og samræmdar aðgerðastjórnar starfræktar í öllum umdæmum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira