Hoppa yfir valmynd

VEF-05 Dreifikerfi

Lýsing

Jarðstrengjavæðing dreifilína og þrífösun, sjá LAN-052

Ábyrgð

Orkubú Vestfjarða

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Vestfirðir

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2030

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2022/2023

Haldið var áfram með plægingar í Árneshreppi og eru nú komnir þrír fasar að Trékyllisvík og að stórum hluta í Norðurfjörð en stefnt er að því að klára þangað á árinu 2023. Unnið er að þrífösun í Gufudalssveit í tengslum við vegagerð og var farið með jarðstreng að stórum hluta út Djúpafjörð. Áfram verður haldið í gegnum Teigskóg og Þorskafjörður þveraður á árinu 2023. Lokið var við þrífösun yfir á Ingjaldssand og verður sá strengur tengdur árið 2023 en erfiðlega hefur gengið að fá jarðstöðvar sem pantaðar voru fyrir árið 2022 frá byrgjum og er þar um að kenna farsótt og stríðsástandi. Þá var lagður jarðstrengur milli Hvestu og Bakkadals og er það liður í að leggja af erfiða línuleið milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar. Á árinu 2023 er fyrirhugað að þrífasa í Álftafirði, halda áfram í Árneshreppi og Gufudalssveit. Þá standa vonir til þess að áfram verði framkvæmt í gamla Rauðasandshreppi og jafnvel í Tálknafirði.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum