Hoppa yfir valmynd

LAN-015 Grunnnet fjarskipta – þjóðhagslegt mikilvægi

Lýsing

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneyti

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2023

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2022/2023

Staða á íslenskum fjarskiptamarkaði á árinu þessu tengt einkenndist ekki síst af óvissu með þróun og eða niðurstöðu í eftirfarandi málum. Sú óvissa minnkaði eða hvarf eftir því sem leið á árið. - Ný heildarlög í fjarskiptum tóku gildi 1. september eftir þriðju framlagningu þess frumvarps. - Samkeppniseftirlitið heimilaði að lokum sölu Símans á Mílu til Ardian. - UTN gerði 10 ára leigusamning við Ljósleiðaranum um afnot af tveimur NATO þráðum að loknum tveggja ára undirbúning. - Uppbygging ÍRIS fjarskiptasæstrengsins og tengdra innviða á vegum Farice ehf. gekk vel og hefur félagið fengið kerfið formlega afhent. - Undirbúningur tíðniúthlutunar Fjarskiptastofu m.t.t. útbreiðslu- og gæðakrafna næstu 20 árin tók á sig mynd m.a. á grundvelli kostnaðaráætlunar Mannvits og samráðs farnetsfyrirtækja og Öryggisfjarskipta ehf. - HVIN sem fagráðuneyti fjarskipta- og netöryggismála setti nýlega fram fjármagnaðar aðgerðaráætlanir í málaflokknum fyrir kjörtímabilið. - Framlenging laga og fjármögnun fjarskiptasjóð, sem hefur það hlutverk að vinna gegn markaðsbresti í fjarskiptum, skýrðist með samþykkt fjárlaga. Fyrirliggjandi og vænt niðurstaða í þessum og tengdum málum mun hafa mikið að segja um framþróun á fjarskiptamarkaði, hlutverk opinberra fjarskiptafyrirtækja á breyttum og kvikum fjarskiptamarkaði og valkosti um leiðir fyrir stjórnvöld að tryggja tiltekna hagsmuni sem hér um ræðir, ekki síst með hliðsjón af almannaöryggi, samkeppnishæfni og hagkvæmni. Segja má að fyrst nú séu nauðsynlegar forsendur komnar fram fyrir samtal og stefnumörkun í þessum efnum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum