Hoppa yfir valmynd

LAN-015 Grunnnet fjarskipta – þjóðhagslegt mikilvægi

Lýsing

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneyti

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2023

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2021/2022

Á árinu 2021 urðu umtalsverðar breytingar á eignarhaldi innviða tveggja af stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Gjá er á milli almennrar og vaxandi kröfu í samfélaginu um aðgengi, áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum annars vegar og lagaskyldna og viðskiptaforsendna markaðsaðila hins vegar til að brúa þá gjá. Fyrir liggur stöðugreining og tillögur í formi vinnugagna um aukna samvinnu eða sameiningu fjarskiptainnviðafyrirtækja í opinberri eigu. Tækniþróun veitir möguleika á samnýtingu eins landsdekkandi farnetskerfis fyrir opinbera fjarskiptaþjónustu sem í dag er veitt um a.m.k. þrjú landsdekkandi radíókerfi í opinberri eigu. Tímabært er fyrir stjórnvöld að endurskilgreina óbeina og beina aðkomu að fjarskiptainnviðum og fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. grunnneti fjarskipta, til skemmri og lengri tíma með hliðsjón ekki síst af ofangreindu. Stöðutaka var gerð af SRN, en aðgerðin er á forræði FJR.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira