Hoppa yfir valmynd

LAN-016 Hlutverk Póst og fjarskiptastofnunar

Lýsing

Stefnumótun / greining um hlutverk PFS og annarra aðila í fjarskiptakerfinu vegna viðbragða í vá, undirbúningi, framkvæmd, eftirfylgni og öryggi fjarskipta.

Ábyrgð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og fjarskiptaráð

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2021/2022

Lög nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu skerpa að nokkru leyti á hlutverki stofnunarinnar gagnvart öryggi og almannavörnum í þessu samhengi. Skýrsla Fjarskiptastofu um heildaráhættumat fyrir fjarskiptakerfi landsins, sem unnin var að beiðni Þjóðaröryggisráðs 2018, kláraðist undir lok ársins og eftir er að taka afstöðu til þess hvort og eftir atvikum hvernig ráðist verður í tilteknar úrbætur á grundvelli skýrslunnar. Enn er gjá milli væntinga almennings um örugga þjónustu annars vegar og eigið áhættumat og ráðstafanir fjarskiptafélaganna til að tryggja örugga þjónustu hins vegar, sem endurspeglast m.a. í umræddri skýrslu. Þessari gjá verður ekki lokað eða hún minnkuð tilfinnanlega nema með umtalsverðri uppfærslu fjarskiptainnviða. Meta og ræða þarf hvort það gerist með reglusetningu, einkafjárfestingu, opinberum framkvæmdum eða samspili þessara þátta. Þá er komið inn á þætti þessu tengjast í grænbók í fjarskiptum sem SRN (nú HNR) birti sl. haust sem unnið verður áfram með í drög að stefnu og á endanum þingsályktun um fjarskiptaáætlun sem til stendur að leggja fram á haustþingi 2022.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira