Hoppa yfir valmynd

NOV-56 Viðbragðsgeta heilbrigðisstofnana

Lýsing

Yfirferð á viðbragðsgetu heilbrigðisstofnana, sjá LAN-097

Ábyrgð

Heilbrigðisstofnanir í samvinnu við almannavarnir í sveitarfélögum og ríkislögreglustjóra

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 4.4, öll landshlutasamtök

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Norðurland eystra

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2020/2021

Upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (Blönduós, Sauðárkrókur, Húsavík, Fjallabyggð) og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem þjóna öllu Norðurlandi, hafa borist ráðuneytinu. HSN (75%): Viðbragðsáætlanir stofnunarinnar eru að mestu yfirfarnar og kynntar en æfingum sem áttu að fara fram 2020 var frestað vegna Covid-19. Áætlunin nýtist á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar m.a. við stærri slys, náttúruhamfarir, faraldur og mengunarslys. Unnið er að uppfærslu og skipulagningu æfinga viðbragðsáætlana á öllum svæðum á árinu 2021. Sak (25%): Viðbragðsáætlun var gerð 2017 og tekur aðallega á viðbrögðum við hópslysum og er vel kynnt á öllum starfssvæðum stofnunarinnar. Til eru aðrar útgefnar viðbragðsáætlanir í gæðahandbók, s.s. viðbrögð við veðurofsa, við farsóttum, við rof á símkerfi o.fl. Gerð heildaráætlunar eftir sniðmáti Almannvarna og sóttvarnarlæknis frestaðist á árinu 2020 vegna Covid-19, en er áætlað ljúki um miðjan janúar 2021. Ráðinn var verkefnisstjóri til að ljúka úrvinnslu. Í henni verða sérsniðin viðbrögð, s.s. vegna sóttvarna, rafmagnstruflana, veðurofsa o.fl. Eftir óveðrið í desember 2019 varð ljóst að bæta þyrfti í fjölda TETRA stöðva til að tryggja betur öryggi. Í nóvember 2020 var vegna Covid-19, ákveðið að kaupa fleiri TETRA stöðvar.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira