Hoppa yfir valmynd

LAN-100 Varaafl – Skilgreiningar á grunnviðmiðum um varaafl

Lýsing

Skilgreining á þörf, flokkun, samningum, nýtingu, forgangi, rekstraröryggi, eignarhaldi og rekstri varaafls.

Ábyrgð

Orkustofnun. Í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og önnur ráðuneyti.

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

Í breytingum á raforkulögum sem lögfestar voru í júlí 2021 voru settar inn skilgreiningar á varaafli og flokkun eftir hlutverki og tók Orkustofnun lagði til efni í þeirri vinnu. Orkustofnun vinnur að athugunum á þörf fyrir svæðisbundið varaafls og hefur m.a. átt fundi með flutningsfyrirtækinu og verður framhald á þessu verkefni. Skv. Lagabreytingunni skal í reglugerðinni nánar kveðið á um eftirlitsheimildir og úrræði Orkustofnunar til að tryggja viðmið til grundvallar ákvörðunum um varaafl, skiptingu kostnaðar milli flutningsfyrirtækis og dreifiveitna og að fullnægjandi varaafl sé til staðar til að bregðast við áföllum í raforkukerfinu. Orkustofnun hefur þegar hafið undirbúningsvinnu við ofangreind viðmið. Hjá Orkustofnun er einnig unnið að skilgreiningum á þörf fyrir varaafl, nýtingu, forgangi, rekstraröryggi, rekstri og eignarhaldi varaafls. Orkustofnun stefnir að því ljúka þessum verkefnum vorið 2022.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira