Hoppa yfir valmynd

HÖF-38 Viðbragðsgeta heilbrigðisstofnana

Lýsing

Yfirferð á viðbragðsgetu heilbrigðisstofnana, sjá LAN-097

Ábyrgð

Heilbrigðisstofnanir í samvinnu við almannavarnir í sveitarfélögum og ríkislögreglustjóra

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 9.4, öll landshlutasamtök

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Höfuðborgarsvæðið

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2020/2021

Upplýsingar frá Landspítala (50%) hafa borist ráðuneytinu en svör fengust ekki í tæka tíð frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (0%). Landspítali byggir viðbrögð sín við hvers konar vá á Viðbragðsáætlun Landspítala. Áætlunin er uppfærð reglulega, seinasta uppfærsla var í október 2019. Áætlunina má finna á innri og ytri vef LSH. Fræðsla um áætlunina fer fram á vegum starfseininga og regluleg fræðsla fer fram á miðlægum námskeiðum á vegum menntadeildar. Landspítali gegnir hlutverki í fjölmörgum viðbragðsáætlunum almannavarna, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og á landsvísu, m.a. hópslysaæfingum á vegum almannavarna, ýmist með ráðgjöf við heilbrigðisstofnanir á svæðinu, með aðkomu viðbragðssveitar LSH á vettvangi eða með virkjun innan Landspítala. Áætlunin í sinni núverandi mynd tekur sérstaklega til nauðsynlegra viðbragða við móttöku fjölda slasaðra og/eða bráðveikra, farsótta og rekstrarvandamála. Auk þess er Landspítali með umfangsmikla viðbragðsáætlun vegna bilana í klínískum tölvukerfum. Reynsla af þriðju bylgju Covid-19 (neyðarstig Landspítala) hefur reynsla varpað ljósi á mikilvægi áætlunargerðar, og samræmis í stjórnskipulagi á hættutímum. Í ljós kom þörf á úrbótum á viðbragðsáætlun Landspítala. Vinna við endurskoðun og innleiðingu sniðmáts almannavarna og sóttvarnarlæknis var á áætlun í upphafi árs 2020 en hefur frestast vegna Covid-19. Á þeim tíma hefur skapast dýrmæt reynsla og lærdómur sem munu endurspeglast í öflugri áætlun. Auk þess er þörf á uppfærslu á áhættumati Landspítala, sem gert var 2014 og seinast uppfært 2016. Nauðsynlegt er jafnframt að útbúa, kynna og æfa viðbragðsáætlun fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira