Hoppa yfir valmynd

LAN-063 Varaafl-endurnýjanleg orka

Lýsing

Athugun á notkun endurnýjanlegra orkugjafa fyrir varaaflstöðvar

Ábyrgð

Orkustofnun

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2022

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

Varaafl er enn að mestu háð dísilolíu en nokkur áhugaverð skref voru tekin á árinu til að auka hlutdeild hreinorkugjafa í varaafli – helst ber að nefna 1500 tíma prófun Neyðarlínunnar á 4 kW ammóníak rafstöð og upphaf vinnu í Grímsey þar sem 12 kW vindafl og 12 kW sólafl er sett inn á dreifikerfið, en dísilstöðvarnar í eynni eru flokkaðar sem varaafl. Orkusjóður studdi svokallað Alor verkefni, þar sem ný tegund rafhlaða úr áli er talin geta komið í stað blýrafgeyma og jafnvel litín rafhlaða þegar fram líða stundir. Samspil þessara möguleika - vindur (sól í minna mæli), ammóníak/vetni og vistvænar rafhlöður er líklegt til að taka við af dísilolíu. Fleiri gerðir rafeldsneytis eru einnig mögulegar, svo sem metanól, vetni og metan. Einnig gæti rafdísill komið til greina, þá mögulega í tengslum við hérlenda framleiðslu, t.d. á Grundartanga (ICEfuel verkefni).
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira