Hoppa yfir valmynd

LAN-106 Alþjóðlegt samstarf – UWC

Lýsing

Aðild að United Weather Centres – Ísland, Danmörk, Írland, Holland

Ábyrgð

Veðurstofan

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2030

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2022/2023

Verkefnið er nokkurn vegin á áætlun. Breytingar á tölvusal Veðurstofunnar ásamt stækkun á kæli- og rafmagnsbúnaði gengu samkvæmt áætlun. Afhendingu ofurtölvunnar seinkaði þó um 8 mánuði. Var meginhluti ofurtölvunnar settur upp í október 2022, en vegna alheimsskorts á vél- og hugbúnaði bárust ekki allir íhlutir fyrr en líða tók á nóvember 2022. Viðtöku- og álagsprófanir verða því ekki framkvæmdar fyrr en í byrjun árs 2023, þegar hugbúnaðaruppsetningu er að fullu lokið. Er reiknað með að UWC West fái ofurtölvuna afhenta í febrúar og hefst þá undirbúningur fyrir reglubundnar keyrslur veðurlíkana. Miðað er við að reglubundnar keyrslur verði komnar í gang á vormánuðum 2023.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum