Hoppa yfir valmynd

NOE-73 Viðbragðsgeta heilbrigðisstofnana

Lýsing

Yfirferð á viðbragðsgetu heilbrigðisstofnana, sjá LAN-097

Ábyrgð

Heilbrigðisstofnanir í samvinnu við almannavarnir í sveitarfélögum og ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Norðurland vestra

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2022/2023

SAK (76-99%):Ný viðbragðsáætlun tók gildi í júní 2022. Í nýju áætluninni er gerð grein fyrir viðbrögðum við hópslysum auk þess sem vísað er í sértækar aðgerðir vegna annarra atvika er geta ógnað lýðheilsu eða starfsemi sjúkrahússins. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða innan sjúkrahússins vegna atvika sem kalla á aukin viðbrögð starfsmanna stofnunarinnar, atvik er skilgreint sem slys, náttúruhamfarir, sjúkdómsfaraldur, eitur, mengun eða annað af óþekktum uppruna. Áætlunin er nú á rafrænu formi og hægt er að nálgast hana á bæði innri og ytri síðu sjúkrahússins. Nýja áætlunin var kynnt starfsmönnum sjúkrahússins m.a. í viðbragðsviku sem haldin var 9.-13. maí s.l. en þá voru kynningar og veggspjöld víða um húsið auk þess sem opið hús var á bráðamóttökunni fyrir aðra starfsmenn. Kynning á nýrri áætlun er að auki aðgengileg fyrir alla starfsmenn í gegnum fræðsluvefinn Eloomi en þar er hægt að sjá hvaða starfsmenn hafa lokið fræðslunni hverju sinni. Á haustmánuðum voru æfingar fyrir starfsmenn bráðamóttöku og viðbragðsstjórn. Auk innanhúss æfinga tók SAK þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia sem fram fór á Akureyrarflugvelli þann 15.október s.l og náði sú æfing inn á bráðamóttöku SAk, en þá gafst tækifæri til að láta reyna á nýja áætlun. Æfingin sýndi fram á nokkur atriði sem við viljum skoða frekar og er sú vinna í gangi þegar þetta er skrifað en einungis er um að ræða minniháttar breytingar á verklagi á bráðamóttöku og innan viðbragðsstjórnar, gátlistar viðbragðsstjórnar verða uppfærðir fyrir árslok. HSN (75%): Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum