Hoppa yfir valmynd

LAN-086 Mönnun viðbragðsflokka í flutnings- og dreifikerfinu

Lýsing

Yfirferð á mönnun viðbragðsflokka m.t.t. nauðsynlegra viðbragða í veðurvá og styrkingar flutningskerfis/ dreifikerfis

Ábyrgð

Landsnet/dreifiveitur

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020

Framvinda

Lokið

Staða við áramót 2021/2022

Reglubundið er farið yfir mönnun og fyrirkomulag viðbragðsflokka flutningfyrirtækis og dreifiveitna, samstarf við verktaka og aðra viðbragðsaðila með tilliti til reksturs raforkukerfisins. Horft er sérstaklega til nauðsynlegra viðbragða vegna bilana í rekstri, sem og viðbragða í vá. Gerðar eru úrbætur eftir því sem við á. Í viðbragðsáætlunum eru tilgreindar undirbúningsaðgerðir sem gripið er til ef óveður eða önnur vá er yfirvofandi. Yfirferð á viðbrögðum í kjölfar óveðursins var unnin samhliða reglulegri yfirferð og gerðar viðeigandi úrbætur. Gagnkvæm aðstoð er veitt milli fyrirtækja þegar þörf krefur. Fyrirtækin eru með starfsstöðvar dreifðar um landið og samninga við staðbundna verktaka, sem eykur möguleika á sveigjanleika. Landsnet er með starfsstöðvar á þrem stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Egilsstöðum. RARIK er með starfsstöðvar á tuttugu stöðum í öllum landshlutum utan Vestfjarða. Orkubú Vestfjarða er með þrjár starfsstöðvar á Vestfjörðum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira