Hoppa yfir valmynd

LAN-020 Snjallvæðing vega, fjarskipti

Lýsing

Samráð aðila þannig að tryggt verði að gert sé ráð fyrir svæði til lagningar strengja meðfram þjóðvegum í hönnun vegaframkvæmda (sjá LAN-090, LAN-104)

Ábyrgð

Vegagerðin í samvinnu við fjarskiptafélög

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2020

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2022/2023

Sama staða og við áramót 2021/2022. Vinnu innri vinnuhóps Vegagerðarinnar lauk í maí 2021 með útgáfu greinargerðar þar sem skilgreind eru framhaldsskref til þess að auka gæði, samræmingu og skilvirkni við afgreiðslu leyfa til lagnaeigenda. Samstarf við RARIK í gegnum ytri vinnuhóp var tekið upp að nýju haust 2021 en samstarfið var sett á bið á meðan Vegagerðin lauk innri vinnu. Reynt er, og verður áfram reynt, að mæta þörfum lagnaeigenda af sanngirni og þeim heimilað að leggja lagnir meðfram vegum þar sem það hamlar ekki viðhaldi vega og ógnar ekki öryggi vegfarenda. Eitt af skilgreindum framhaldsskrefum í greinargerð innri vinnuhóps er að skilgreina lagnabelti meðfram vegum og rekstrarfyrirkomulag þeirra í stærri hópi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og ráðuneytis. Endurskoðun verklags við hönnun nýframkvæmda er í gangi og verður horft til þess að skilyrða samráð við stærstu lagnahafa við undirbúning nýframkvæmda.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum