Hoppa yfir valmynd

LAN-074 Rekstur og viðhald flugvalla

Lýsing

Skilgreining á kröfum/stefnu ríkisins um viðhald og rekstur flugvalla út frá almannaöryggi

Ábyrgð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samvinnu við samgöngustofu, samgönguráð og ISAVIA

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 1.8, ISAVIA, landshlutasamtök SSV, SSNV, Eyþing

Innviður

Samgöngukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2020/2021

Samgönguáætlun 2020-2034 var samþykkt á Alþingi í júní 2020, í henni er innanlandsflug skilgreint sem almenningssamgöngur. Sú breyting getur haft áhrif á útfærslu viðhalds og rekstrar flugvalla, en skoðun á því er í undirbúningi. Í flugstefnu, sem er hluti samgönguáætlunar, er ein aðgerð sem tengist forgangsröðun lendingarstaða og mikilvægt er að hið opinbera ljúki þeirri vinnu . Öll samgöngukerfi, þar á meðal almenningssamgöngukerfi eru nýtt í þágu almannaöryggis, en gera verður greinarmun á viðhaldi og rekstri sem er gagngert vegna almannaöryggis og viðhaldi og rekstri sem er fyrst og fremst vegna almenningssamgangna (en nýtist í þágu almannaöryggis). Isavia Innanlandsflugvellir settu af stað skoðun á forgangsröðun sjúkravalla á Suðurlandi og yfirferð aðflugsferlahönnuða og Öryggisnefndar FÍA leiddi í ljós að auðveldast væri að bæta aðstöðu á Fagurhólsmýri og Kirkjubæjarklaustri. Laga þarf yfirborð brauta og setja upp brautarljós og eftir atvikum aðflugshallaljós til að auka öryggi í flugi.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira