Hoppa yfir valmynd

LAN-012 Varaafl – Skipulag

Lýsing

Yfirferð á stöðu og skipulagi mikilvægra fjarskiptastaða, úrbætur sjá VEL-01, VEF-01, NOV-02, NOE-02, AUS-02, SUL-01, SUN-02; HÖF-02

Ábyrgð

Fjarskiptastofa

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2020

Framvinda

Lokið

Staða við áramót 2021/2022

Á árinu lauk landsátaki Neyðarlínunnar í uppfærslu varaafls tiltekinna fjarskiptastaða víða um land, þ.m.t. á NV-landi, í samstarfi við farsímafélögin með fjárstuðningi frá Fjarskiptasjóði á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar sem hófst 2020. Það verkefni eru visst skref í átt að formlegri flokkun fjarskiptastaða m.a. m.t.t. öryggis og áreiðanleika. Í nýrri áhættumatsskýrslu Fjarskiptastofu sem byggir á eigin áhættumati helstu fjarskiptainnviðafyrirtækja landsins er „mikilvægi“ fjarskiptastaða metið út frá tilteknum mælikvörðum. Skýrslan er stórt skref í skilgreiningu á mikilvægi fjarskiptainnviða. Í dag eru almenn fjarskiptanet rekin af markaðsaðilum. Í 47. grein fjarskiptalaga er lögð sú skylda á fjarskiptafyrirtæki sem veita almenna fjarskiptaþjónustu og reka almennt fjarskiptanet að gera áhættumat og velja viðeigandi ráðstafanir á grundvelli þess til að auka rekstraröryggi neta sinna. Ekki er kveðið á um í fjarskiptalögum hvernig varaafli fjarskiptainnviða skuli háttað. Það er því ákvörðun markaðsaðila hvort og hversu mikið varaafl er tiltækt í fjarskiptainnviðum þeirra.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira