Hoppa yfir valmynd

LAN-012 Varaafl – Skipulag

Lýsing

Yfirferð á stöðu og skipulagi mikilvægra fjarskiptastaða, úrbætur sjá VEL-01, VEF-01, NOV-02, NOE-02, AUS-02, SUL-01, SUN-02; HÖF-02

Ábyrgð

Neyðarlína í samvinnu við ýmsa aðila

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 1.2, Neyðarlína, PFS liður C

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2020

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2020/2021

Aðgerðin hefur frestast vegna Covid-19, en tengist gerð Grænbókar í fjarskiptum sem er í vinnslu í tengslum við fjarskiptaáætlun. Unnin hafa verið fjölmörg verkefni á vegum Neyðarlínu við uppbyggingu á stoðveitu og ljósleiðaravæðingu fjarskiptastaða sem og aðgerða fjarskiptafélaganna við endurbætur á fjarskiptastöðum víðsvegar um landið (sjá landshlutaaðgerðir). Fyrri hluti verkefnisins á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi voru unnin á árinu 2020 og seinni hluti þess á Suðurlandi, Vesturlandi og suðvesturhorninu verður unnið á árinu 2021. Þau verkefni eru visst skref í átt að formlegri flokkun fjarskiptastaða m.a. m.t.t. öryggis og áreiðanleika. Til stendur að fela björgunarsveitum, á árinu 2021, umsjón með færanlegum varaafstöðvum á þeim stöðum þar sem raforkuöryggi er ótryggt, til að auka fjarskiptaöryggi enn frekar. SRN telur rétt að nálgast framhald verkefnisins m.a. með hliðsjón af yfirstandandi landsátaki í ljósleiðaravæðingu (sveitarfélaga) og rafstrengja¬væðingu (RARIK og OV) í dreifbýli (sjá LAN-014). Við þá vinnu verður haft í huga að flokkunin kann að taka breytingum, eftir því hvaða fjarskiptaþjónustu er um að ræða og hvert þjónustusvæðið er. Tengist einnig úrvinnslu aðgerða LAN-130 og LAN-015 og samvinnu ráðuneyta í fjarskiptamálum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira