Hoppa yfir valmynd

LAN-025 Almannavarnir - skipulag

Lýsing

Unnið verði heildstætt mat á áfallaþoli íslensks samfélags

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samvinnu við viðeigandi ráðuneyti og sveitarfélög

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2022/2023

Lokið var við að samræma aðferðarfræði áhættustýringar og mats á áfallaþoli ásamt leiðbeiningum fyrir ábyrgðaraðila, gagnvirkri vefgátt fyrir rafræn gagnaskil og sjálfvirka úrvinnslu upplýsinga. Leiðbeiningarnar og upplýsingar um vefgátt liggja fyrir á vefsíðu Almannavarna. Í mars héldu Almannavarnir málþing um hlutverk og verkefni ráðuneytanna í áhættuskoðun og greiningu áfallaþols og í apríl ráðstefnuna „Við erum öll Almannavarnir“. Auk þess hafa Almannavarnir átt víðtæk samskipti við ráðuneyti og stofnanir um ábyrgð þeirra á áhættuskoðun og greiningu áfallaþols. Í vor fóru af stað fyrstu námskeið um áhættugreiningu og greiningu áfallaþols og í haust fyrir fulltrúa ráðuneyta og stofnana. Verið er að meta þörfina á frekari námskeiðum. Almannavarnadeild hefur lokið við gerð leiðbeininga, vefgáttar, haldið kynningar og í boði er námskeið um aðferðarfræðina og verkefnið. Gera má ráð fyrir að það kunni að taka nokkurn tíma þar til öll ráðuneyti og stofnanir hefji greiningu á áhættu og áfallaþoli eftir þeirri aðferðafræði sem lögð er til. Á fyrri hluta ársins 2023 er stefnt á að Almannavarnir, í samstarfi við hlutaðeigandi, útbúi og birti yfirlit yfir þær starfseiningar sem hafa lögbundið hlutverk um að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli, og stöðu verkefna.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum