Hoppa yfir valmynd

LAN-025 Almannavarnir - skipulag

Lýsing

Unnið verði heildstætt mat á áfallaþoli íslensks samfélags

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samvinnu við viðeigandi ráðuneyti og sveitarfélög

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

Búið er að skilgreina viðurkennda og samræmda aðferðarfræði í áhættustýringu ásamt leiðbeiningum fyrir ábyrgðaraðila. Verið er að ljúka við gerð sérstakrar gagnvirkrar vefgáttar til rafrænna gagnaskila og úrvinnslu upplýsinga. Í gegnum vefgáttina geta notendur jafnframt nálgast niðurstöður eigin greininga til frekari úrvinnslu og skýrslugerðar. Í byrjun árs 2022 stendur til að halda málþing til upplýsinga og leiðbeininga fyrir stjórnendur ráðuneyta. Samhliða málþinginu verður opnað fyrir rafræna könnun á starfi sveitarfélaga við að tryggja öryggi borgaranna og vefgát til rafrænna gagnaskila. Á fyrri hluta ársins 2022 verður skýrslan „Greining hættusviðsmynda – dæmi um greiningar“ vistuð á vefsíðu Almannavarna og þrenns konar sérsniðin námskeið haldin fyrir þá starfsmenn sveitarfélaga og ríkisstofnana sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Á árinu 2022 hefja öll sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti að gera samræmdar greiningar á áhættu og áfallaþoli fyrir sín málefnasvið. Niðurstöður greininga verða birtar í sérstöku mælaborði á vefsíðu Almannavarna, bæði sértæk og sem heilstæð sýn. Til stendur að matið verði uppfært á 1-3 ára fresti. Almannavarnadeild veitir stuðning, eftirlit og fræðslu eftir þörfum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira