Hoppa yfir valmynd

LAN-084 Upplýsingar/fræðsla til almennings

Lýsing

Efling á fræðslu/upplýsingum til almennings

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við ýmsa aðila

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

1-25%

Staða við áramót 2021/2022

Búið er að ráða verkefnastjóra. Áætlað er að verkefninu ljúki haustið 2022. Nú er verið að fara yfir þann texta sem er þegar inni á heimasíðu Almannavarna og aðlaga hann að hlutverki og verkefnum Almannavarna og þessa verkefnis. Á fyrri hluta næsta árs verður vefur Almannavarna endurskrifaður, bæði texti og útlit. Skoðað verður hvort skipta þurfi út vefumsjónarkerfinu sem er í notkun, í samræmi við vinnu/verkefni sem hafið er vegna vef Ríkislögreglustjóra. Markmið vinnunnar er að útbúa og samræma sérstakar undirsíður sem hægt verður að setja upp á skjótan hátt þegar t.d. eldgos, jarðskjálftar eða önnur náttúruvá verður. Með því á almenningur auðveldara með að nýta sér vefinn og auðveldara verður fyrir Almannavarnir að koma upplýsingum út til almennings hratt og örugglega.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira