Hoppa yfir valmynd

LAN-051 Forvarnir, viðbúnaður og viðbrögð vegna gróðurelda

Lýsing

Yfirfara og skilgreina forvarnir, viðbúnað og viðbrögð vegna gróðurelda

Ábyrgð

Húsnæðis og mannvirkjastofnun í samvinnu við stýrihóp um gróðurelda

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 1.4, landshlutasamtök SSV, SASS

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2022

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2020/2021

Stýrihópur um gróðurelda hefur verið að störfum frá árinu 2006 með þátttöku HMS (áður MVS). Kynning á málefninu hefur farið fram á vefnum www.grodureldar.is Til stendur að uppfæra og endurútgefa kennslubók fyrir slökkvilið um gróðurelda með stuðningi Brunabótafélagsins á árinu 2021. Margvíslegur árangur hefur náðst í brunavörnum vegna gróðurelda bæði hér á landi og á heimsvísu á síðasta áratug. M.a. hafa slökkvilið hér á landi aflað sér ýmiss búnaðar, þekkingar og þjálfunar til slíkra viðbragða. Þörf er á að skilgreina umfang búnaðar fyrir stóra atburði sem geti verið miðlægur og tiltækur til aðstoðar slökkviliðum. Einnig er verið að yfirfara og fylgja eftir reglum um brunavarnir á hjólhýsa- og sumarhúsasvæðum til að tryggja betur öryggi fólks. Auk þess er unnið að yfirferð á kröfum reglugerða tengt vörnum gegn gróðureldum, m.a. um meðferð gasbúnaðar í samgöngutækjum. Gerð er sérstök grein fyrir þjálfun og búnaði vegna viðbragða við gróðureldum í brunavarnaáætlunum sveitarfélaga. Ekki hefur verið tekin afstaða til skipunar starfshóps á vegum ráðuneytisins, en málið er í skoðun.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira