Hoppa yfir valmynd

LAN-051 Forvarnir, viðbúnaður og viðbrögð vegna gróðurelda

Lýsing

Yfirfara og skilgreina forvarnir, viðbúnað og viðbrögð vegna gróðurelda

Ábyrgð

Húsnæðis og mannvirkjastofnun í samvinnu við stýrihóp um gróðurelda

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2022

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

Vorið 2021 var ákveðið að formfesta störf stýrihóps um varnir gegn gróðureldum og setti HMS því af stað starfshóp sem vinnur að forvarnaraðgerðum gegn vánni. Hlutverk hópsins er að efla umræðu og fræðslu um gróðurelda, kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er varða gróðurelda, sem og að auka viðbúnað slökkviliða, skógarbænda og almennings. Nýverið hefur hópurinn verið að skoða búnaðarmál slökkviliða í tengslum við gróðurelda og stendur til í framhaldi að vinna tillögur um sameiginlegan búnað. Einnig hefur hópurinn verið að skoða hvernig er hægt að kortleggja vatnsból og vatnstökustaði, ásamt því að koma að undirbúningi á staðsetningu rakamælinga í jarðvegi og gróðri í samráði við Veðurstofu Íslands. Með tilkomu Brunagáttarinnar munu birtast upplýsingar um búnað slökkviliða og staðsetningu þeirra, ásamt upplýsingum um miðlægan búnað. Einnig verða aðgengilegar upplýsingar um mögulegar bjargir sem nýtast til slökkvistarfs. Munu þessar upplýsingar koma til með að nýtast við gerð áhættumats á tilteknum svæðum, sem og fyrir sveitarfélög við gerð brunavarnaáætlana. Þessar upplýsingar munu einnig vera aðgengilegar öðrum hagaðilum sem fara með gerð viðbragðsáætlana, flótta- og rýmingaráætlana. HMS, Landhelgisgæsla og Almannavarnadeild hafa í sameiningu gefið út minnisblað til FRN þar sem áhyggjum er lýst vegna skorts á slökkviskjólum til að nota með þyrlum. Brýnt er að hið opinbera leiti leiða til að fjármagna þær lausnir sem þar eru lagðar til svo hægt sé að vera með lágmarksviðbúnað við gróðureldum. Árið 2022 mun Brunamálaskólinn standa fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir slökkviliðsmenn vegna gróðurelda þar sem tekin verður fyrir fræðsla um eðli gróðurelda, landslag og veðurfar, gerð áhættumats, búnaðarmál og slökkviaðferðir gegn gróðureldum.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira