Hoppa yfir valmynd

LAN-028 Rannsóknarnefnd almannavarna 2020

Lýsing

Upplýsingar til rannsóknarnefndar almannavarna 2020

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneytið

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2020

Framvinda

Felld niður við áramót 2021/2022

Staða við áramót 2021/2022

Rannsóknarnefnd almannavarna hóf störf í kjölfar óveðursins 2019 en hefur ekki skilað skýrslu. Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á almannavarnalögum í mars 2021 en ekki tókst að ljúka þinglegri meðferð þess. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt frumvarpið fram að nýju í lítið breyttri mynd. Í frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði lögð niður en í hennar stað komi þrepaskipt rýni: 1) Fram fari innri rýni á aðgerðum viðbragðsaðila í almannavarnaástandi með rýnifundum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 2) Fram fari ytri rýni þegar stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar telur nauðsynlegt að kallaðir verði til aðilar til skýrslugerðar sem hafa sérþekkingu. 3) Þá geti ráðherra óskað eftir skýrslugjöf sérfræðinga ef skýrsla sem er unnin að beiðni samhæfingar- og stjórnstöðvar er ekki fullnægjandi eða ráðherra telur það nauðsynlegt af öðrum ástæðum. Þetta fyrirkomulag tekur betur mið af raunverulegri þörf hverju sinni en það fyrirkomulag sem núgildandi lög gera ráð fyrir.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira