Hoppa yfir valmynd

LAN-116 Hagnýting NATO-ljósleiðaraþráða

Lýsing

Mótun og framkvæmd stefnu um hagnýtingu NATO-ljósleiðaraþráða

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 1.2

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2022

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2020/2021

Í júlí 2020 skipaði utanríkis- og þróunarmálaráðherra starfshóp um ljósleiðaramálefni og útboð ljósleiðaraþráða. Hann á að gera heildstæða úttekt og mat á ljósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands. Starfshópurinn efnir til samráðs við Atlantshafsbandalagið um hugsanlega hagnýtingu á aukagetu ljósleiðarakerfis bandalagsins hér á landi en þeir ljósleiðaraþræðir sem um ræðir eru á eignaskrá Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Í dag er hluti kerfisins í útleigu en sá samningur rennur út í lok árs 2021. Hópurinn hefur átt samráð við Póst- og fjarskiptastofnun. Að lokinni úttekt og samráði mun hópurinn skila ráðherra skýrslu með tillögum um næstu skref. Áætluð skil eru í upphafi árs 2021.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira