Hoppa yfir valmynd

LAN-116 Hagnýting NATO-ljósleiðaraþráða

Lýsing

Mótun og framkvæmd stefnu um hagnýtingu NATO-ljósleiðaraþráða

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Innviður

Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2022

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2021/2022

Starfshópurinn um ljósleiðaramálefni, útboð ljósleiðaraþráða Atlantshafsbandalagsins og tengd málefni lauk störfum í lok janúar 2021. Starfshópurinn gerði heildstæða úttekt og mat á ljósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuld-bindinga Íslands, efndi til samráðs við NATO um áframhaldandi hagnýtingu á aukagetu ljósleiðarakerfisins og lagði grunn að útboðsgögnum. Síðasta útboð fór fram árið 2008. Þá voru tveir af þremur þráðum boðnir út en gerður samningur við einn aðila árið 2010 um 10 ára leigu á einum þræði. Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2022. Að höfðu samráði við Atlantshafsbandalagið, auk innlends samráðs, skilaði starfshópurinn skýrslu og tillögum til utanríkisráðherra þann 1. febrúar 2021. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á mikilvægi öryggisþátta í tengslum við útleigu á þráðunum, samhliða áherslu á að auka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Úttekt á strengjunum hefur farið fram og fyrirhugað er að ráðstafa einum þræði eða ljósleiðarapari til útleigu. Stefnt er að því að ferlinu verði lokið fyrir mitt ár 2022.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira