Hoppa yfir valmynd

LAN-047 Nýsköpun

Lýsing

Efling nýsköpunar og rannsókna í orkukerfinu

Ábyrgð

Orkustofnun í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Innviður

Orkukerfi

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2030

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2021/2022

Nýjung á heimsmælikvarða fór fram á árinu: Uppsetning á efnarafal Neyðarlínunnar sem notar ammóníak sem eldsneyti í stað dísil olíu. Ammóníakið fékkst hjá kæliþjónustufyrirtæki (Kælismiðjunni Frost ehf) en hægt væri að framleiða það efni með vetni (rafgreining) úr vatni og nitri (köfnunarefni) úr lofti. Varaafl kyndistöðva (varmaafl) gæti einnig orðið sjálfbærara með brennslu á viðarperlum. Í Grímsey er unnið að því að vinna endurnýjanlega orku úr umhverfinu (vindur og sól) til nýtingar í stað olíu. Slíkar lausnir, ásamt aukinni rafvæðingu farartækja með tilheyrandi raforkugeymslulausnum (t.d. álrafgeymar Alor), auka orkuöryggi. Landtenging skipa er liður í orkuöryggi - uppsjávarskip eru nú landtengd í Neskaupstað og fleiri hafnir eru að koma upp hleðslubúnaði. Möguleiki er að nýta þessa tengimöguleika til að útvega varaafl til lands. Búið er að sýna fram á notkun á ammóníaki í efnarafala og viðarperlna í kyndistöðvar við íslenskar aðstæður. Framleiðsla á vetni er þó ekki hafin í stórum stíl en gæti farið hratt af stað, líklega í samstafi við HS Orku, OV, ON og/eða Landsvirkjun. Smærri raforkuframleiðendur gætu komið að málum og ef rafeldsneytið inniheldur kol þá væri m.a. horft til niðurstaðna IcEfuel verkefnisins á Grundartanga. Flutningabílar sem verða til á næstu árum eru líklegir notendur vetnis og ammóníak færi sennilega á skip. Fleiri eldsneytisgerðir eru í skoðun, svo sem metan, metanól o.fl.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira