Hoppa yfir valmynd

LAN-031 Almannavarnir í héraði – almannavarnarnefndir og aðgerðastjórnir

Lýsing

Yfirferð / úrbætur á starfsemi almannavarnarnefnda og aðgerðastjórna í héraði. Sjá VEL-02, VEF-22, NOV-21, NOE-31, AUS-14, SUL-12, SUN-10, HÖF-15

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við almannavarnanefnd og viðbragðsaðila

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2021/2022

Í ljósi þess að stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um almannavarnir nr. 82/2008 (mál 622 á 151. Löggjafarþingi 2020-2021) náði ekki fram að ganga hefur þetta verkefni ekki fengið framgang sem skyldi. Stefnt er að því að hefja verkefni aftur sem fyrst og ljúka við fyrsta tækifæri. Á haustdögum var ráðinn verkefnastjóri til að annast framgang þessa verkefnis. Innra skipulagi almannavarnadeildar hefur verið breytt, m.a. í þeim tilgangi að efla samstarf og upplýsingaskipti við almannavarnanefndir landsins. Á haustdögum 2021 voru öll lögregluumdæmi, nema umdæmin í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu, heimsótt af fulltrúum almannavarnadeildar. Á fundunum voru auk fulltrúa lögregluyfirvalda,, til fundar við lögregluyfirvöld, fulltrúar almannavarnanefnda, sveitastjórna og viðbragðsaðila. Fram fór sérstök kynning á stöðu mála er varða aðgerðastjórnir og fyrirhuguð verkefni því tengt. Verkefnið er unnið í samvinnu við LAN-023, aðstaða aðgerðastjórna í héraði. Samráðsfundum með umdæmunum í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu var frestað og verða þeir haldnir fljótlega eftir áramót 2022.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira