Hoppa yfir valmynd

LAN-029 Búnaður til slökkvistarfs og sjúkraflutninga

Lýsing

Lýsing Yfirferð og mat á þörf þörf á búnaði til slökkvistarfs og sjúkraflutninga

Ábyrgð

Félagsmálaráðuneytið í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisstofnanir, slökkvilið, samgönguráðuneytið og sveitarfélög, landshlutasamtök SASS

Upplýsingar til átakshóps

Greinargerðir/minnisblöð: átakshópur kafli 1.4, landshlutasamtök

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2020

Framvinda

26-50%

Staða við áramót 2020/2021

Eldvarnarbandalagið, samstarfsverkefni margra aðila ásamt HMS, hefur verið að útbúa verklag vegna forvarna Logavinna um viðbrögð við eldsvoðum í skipum, í samvinnu við fyrirtæki í þjónustu við útgerðir og útgerðirnar. Verklagið kallast Logavinna. http://eldvarnabandalagid.is/logavinna/. Hafin er vinna við undirbúning námskeiðs fyrir alla slökkviliðsmenn í landinu bæði atvinnumenn sem og hlutastarfandi ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, um "Slökkvistarf í skipum". Námskeiðið verður á vegum Brunamálaskólans og verður hluti af námsskrá skólans í samstarfi við SHS og LHG. Skoða þarf þessi menntunarúrræði í tengslum við alþjóðlega menntun slökkviliðsmanna, sbr. MIRG (Marintime Incident Response Group), í tengslum við aðild Íslands að alþjóða samningum. Almenn úttekt á stöðu búnaðar slökkviliða m.t.t. slökkvistarfs er á ábyrgð sveitarfélaganna og kemur mat á þörf á öflun og endurnýjun búnaðar fram í Brunavarnaáætlunum þeirra. Athuga þarf hvernig staðið er að öflun sérhæfðs búnaðar fyrir stærri atburði m.a. vegna umfangsmikilla gróður- og skipaelda, sem gæti verið miðlægur og tiltækur fyrir fleiri en eitt slökkvilið, með hliðsjón af reynslu slökkviliða nágrannalandanna. Búnaður vegna sjúkraflutningar á sjó er á vegum LHG.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira