Hoppa yfir valmynd

LAN-029 Búnaður til slökkvistarfs og sjúkraflutninga

Lýsing

Lýsing Yfirferð og mat á þörf þörf á búnaði til slökkvistarfs og sjúkraflutninga

Ábyrgð

Félagsmálaráðuneytið í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisstofnanir, slökkvilið, samgönguráðuneytið og sveitarfélög, landshlutasamtök SASS

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2020

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2021/2022

HMS hefur nýlega lokið við úttektir á öllum slökkviliðum landsins, þar sem búnaðarmálin voru jafnframt skoðuð. Niðurstöður úttekta hafa verið sendar á hlutaðeigandi sveitarstjórnir sem hafa nú fengið upplýsingar um stöðu búnaðarmál slökkviliðs hver í sínu sveitarfélagi. Í framhaldi af þessum úttektum stendur til að vinna skýrslu um stöðu slökkviliða í landinu þar sem framangreindar upplýsingar verða m.a. lagðar til grundvallar og mun þá liggja fyrir heildstæð samantekt á raunstöðunni vegna ársins 2021. Þá vinnur HMS einnig að forritun á rafrænni gátt (Brunagátt) fyrir skilaskyldar upplýsingar slökkviliða um búnað og rekstur til stofnunarinnar. Fyrir árslok 2021 stendur til að opna fyrir búnaðarskráningu slökkviliða í gáttina og munu upplýsingar um búnaðarmálin í landinu því vera aðgengilegar á rafrænu formi í maí 2022. Í Brunamálaskólanum fer fram ákveðin grunnfræðsla um slökkvistarf í skipum, bæði í náminu fyrir hlutastarfandi- og atvinnuslökkviliðsmenn. Þessu til viðbótar hefur Brunamálaskólinn látið útbúa ítarlegt kennsluefni vegna slökkvistarfs í skipum sem er ætlað fyrir endurmenntun slökkviliðsmanna og stendur til að bjóða upp á námið á vormánuðum 2022 en samhliða mun HMS hafa frumkvæði að því að koma á samstarfi milli Landhelgisgæslunnar og skólans vegna námsins.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira