Hoppa yfir valmynd

LAN-008 Yfirferð á hlutverki ráðuneyta í vá og samhæfing viðbragða

Lýsing

Skilgreining á hlutverki og samhæfing viðbragðsáætlana og viðbragða.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið, öll ráðuneyti

Innviður

Allir innviðir

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

Lokið

Staða við áramót 2022/2023

Hlutverk ráðuneyta er skilgreint í hlutaðeigandi viðbragðsáætlun og í aðkomu ráðuneyta að almannavarna- og öryggismálaráði, sem og þjóðaröryggisráði. Í viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins og ýmsum viðbragðsáætlunum almannavarna eru hlutverk ráðuneyta og stofnana skilgreind eftir því sem við á. Ríkislögreglustjóri, í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir þeirra, sveitarfélög og stofnanir þeirra, lögreglustjóra sem og fyrirtæki sem reka mikilvæga innviði á sviði orku, vatnsveitu, fjarskipta og samgangna, styður við gerð viðbragðsáætlana. Hann endurskoðar innihald og framsetningu viðbragðsáætlana almannavarna. Forgangsröðun við gerð viðbragðsáætlana skal fara eftir áhættumati (LAN-001, LAN-025) sem leitt er af ríkislögreglustjóra. Öll ráðuneyti hafa fengið formlega hvatningu um að yfirfara hlutverk í vá og samhæfingu viðbragðsaðila. Í oktober 2022 voru öll ráðuneyti boðuð á námskeið hjá Almannavörnum um áhættugreiningu og áfallaþol ráðuneyta. Í uppfærðu mati þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum frá desember 2022 er lögð áhersla á áfallaþol samfélagsins og öryggi mikilvægra innviða. Í því samhengi er bent á í matsskýrslunni að treysta þurfi lagaumgjörð um rekstur mikilvægra innviða og ljúka greiningu á áfallaþoli þeirra. Þá kom út í september 2022 skýrsla starfshóps forsætisráðherra um nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættutímum. Voru þar gerðar tillögur að víðtæku samráði hins opinbera og einkaaðila við greiningu á nauðsynlegum birgðum á hverju sviði. Árið 2022 setti ríkisstjórn Íslands á laggirnar samhæfingateymi ráðuneytisstjóra vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í teyminu eru ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, auk þess sem haft er samráð við ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis eftir því sem við á. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra starfar með teyminu. Samhæfingarteymið útfærði skipulag um viðbúnað og samhæfingu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga sem tryggði aðkomu hlutaðeigandi stofnana, sveitarfélaga og annarra lykilaðila. Hlutverk teymisins er að tryggja heildstæða yfirsýn og samhæfingu þvert á ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. Teymið miðlar upplýsingum til ríkisstjórnar, fjallar um tillögur og beiðnir um fjármögnun aðgerða og tekur afstöðu til stærri ákvarðana.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum