Hoppa yfir valmynd

LAN-008 Yfirferð á hlutverki ráðuneyta í vá og samhæfing viðbragða

Lýsing

Skilgreining á hlutverki og samhæfing viðbragðsáætlana og viðbragða.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið, öll ráðuneyti

Innviður

Allir innviðir

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020-2021

Framvinda

76-99%

Staða við áramót 2021/2022

Hlutverk ráðuneyta er skilgreint í hlutaðeigandi viðbragðsáætlun. Fyrir liggja drög að viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins, sem og ýmsar viðbragðsáætlanir almannavarna, en þar eru skilgreind hlutverk ráðuneyta og stofnana eftir því sem við á. Vegna tengsla aðgerða er fylgst með framvindu aðgerðar LAN-002 um hlutverk stofnana í vá. Ríkislögreglustjóri, í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir þeirra, sveitarfélög og stofnanir þeirra, lögreglustjóra sem og fyrirtæki sem reka mikilvæga innviði á sviði orku, vatnsveitu, fjarskipta og samgangna styður við gerð viðbragðsáætlana. Hann endurskoðar innihald og framsetningu viðbragðsáætlana almannavarna. Forgangsröðun við gerð viðbragðsáætlana skal fara eftir áhættumati (LAN-001, LAN-025) sem leitt er af ríkislögreglustjóra.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira