Hoppa yfir valmynd

Málefni matvælaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.1.2022).

Matvælaráðuneytið fer með mál er varða:  

  • Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  • Sjávarútveg og veiði í ám og vötnum, þar á meðal:
    1. Stjórn fiskveiða, þ.m.t. vernd og nýtingu fiskstofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafs­botnsins.
    2. Veiðigjöld.
    3. Rannsóknir og eftirlit með vernd og nýtingu fiskstofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
    4. Hafrannsóknastofnun.
    5. Framkvæmd fiskveiðisamninga við erlend ríki.
    6. Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
    7. Skiptaverðmæti sjávarafla.
    8. Uppboðsmarkað sjávarafla.
    9. Lax- og silungsveiði.
    10. Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra.
    11. Fiskræktarsjóð.
    12. Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
    13. Nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.
    14. Fiskistofu.
    15. Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla.
    16. Verðlagsstofu skiptaverðs.
    17. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
  • Eldi og ræktun nytjastofna í sjó eða ferskvatni, þar á meðal:
    1. Fiskeldi.
    2. Gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó.
    3. Fiskeldissjóð.
    4. Umhverfissjóð sjókvíaeldis.
  • Landbúnað, þar á meðal:
    1. Framleiðslu landbúnaðarafurða.
    2. Búfjárhald.
    3. Verðlagningu og sölu á búvörum.
    4. Velferð dýra.
    5. Varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
    6. Framkvæmd búnaðarlaga.
    7. Stuðning ríkisins við framleiðslu og markaðsmál, þ.m.t. framkvæmd búvörulaga.
    8. Almenn jarðamál, ábúðarmál, afrétti, fjallskil og girðingar, þ.m.t. málefni úttektar­manna og yfirmatsnefndar samkvæmt ábúðarlögum.
    9. Nýtingu hlunninda jarða.
    10. Eftirlit með sáðvöru og áburði.
    11. Hagþjónustu landbúnaðarins.
    12. Úrskurðarnefndir á sviði landbúnaðar.
    13. Bjargráðasjóð.
  • Matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:
    1. Inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
    2. Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefna þeirra.
    3. Dýralæknaþjónustu, þ.m.t. starfsleyfi dýralækna.
    4. Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
    5. Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum.
    6. Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
    7. Matvælarannsóknir.
    8. Matvælasjóð.
    9. Matvælastofnun.
  • Skóga, skógrækt og landgræðslu, þar á meðal:
    1. Skógræktina.
    2. Landgræðsluna.
  • Eftirlit með timbri og timburvöru.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum