Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við embætti matvælaráðherra 9. apríl 2024.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 27. febrúar 1965. Foreldrar: Gunnar Hilmar Ásgeirsson (fæddur 20. júní 1942, dáinn 1. október 2010) vélstjóri og Klara Björnsdóttir matráður (fædd 3. september 1945, dáin 30. júní 2010). Maki 1: Páll Ellertsson (fæddur 12. maí 1953) matreiðslumaður. Þau skildu. Foreldrar: Ellert Kárason og Ásta Pálsdóttir. Maki 2: Helgi Jóhannsson (fæddur 13. september 1964) þjónustustjóri. Foreldrar: Jóhann Helgason og Hildur Magnúsdóttir. Sonur: Tímon Davíð Steinarsson (1982). Dóttir Bjarkeyjar og Páls: Klara Mist (1987). Dóttir Bjarkeyjar og Helga: Jódís Jana (1999).

B.Ed.-próf KHÍ 2005 með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ 2008.

Almannatryggingafulltrúi og gjaldkeri á sýsluskrifstofu Ólafsfjarðar 1988–1991. Stýrði daglegum rekstri og skrifstofuhaldi Vélsmiðju Ólafsfjarðar 1989–2005. Rak Íslensk tónbönd 1994–1999. Leiðbeinandi við Barnaskóla Ólafsfjarðar 2000–2005. Hefur stundað veitingarekstur síðan 2005. Kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar 2005–2008. Sat í nemendaverndarráði skólans 2008–2012. Náms- og starfsráðgjafi í Menntaskólanum á Tröllaskaga og brautarstjóri starfsbrautar 2011–2013.

Bæjarfulltrúi í Ólafsfirði 2006–2013. Formaður svæðisfélags VG í Ólafsfirði 2003–2009. Varaformaður VG í Norðausturkjördæmi 2003, formaður 2005–2008, gjaldkeri 2008–2013. Formaður sveitarstjórnarráðs VG 2010–2013. Í stjórn VG frá 2009.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember 2004, mars–apríl 2006, maí–júní, júlí–ágúst 2009, apríl 2011, mars og nóvember 2012 og mars 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2017–2021.

Fjárlaganefnd 2013–2019, 2020–2021 og 2021–2023 (formaður 2021–2023), allsherjar- og menntamálanefnd 2014–2016 og 2019–2021, atvinnuveganefnd 2020 og 2021–, utanríkismálanefnd 2020, kjörbréfanefnd 2017, þingskapanefnd 2019–2021, velferðarnefnd 2023– (formaður 2023–).

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–2021 og 2021–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021 og 2022-.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum