Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um flatfiskarannsóknir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Verkefni starfshópsins er m.a. að miðla þekkingu og reynslu sjómanna og útvegsmanna til fiskifræðinga og fiskveiðistjórnenda, efla úrvinnslu tiltækra gagna og stuðla að markvissum og hagkvæmum rannsóknum á flatfiskum, með það að markmiði að auka þekkingu og bæta ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu til aukinnar verðmætasköpunar. Í starfshópnum sitja fulltrúar frá Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi auk sameiginlegs fulltrúa frá samtökum skipstjórnarmana, vélstjórnarmanna og sjómanna.

(Við skipan nefndarinnar var sérstaklega leitað eftir því að tilnefningaraðilar tilnefndu aðila af báðum kynjum til að uppfylla skyldur laga um jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008. Ef tilnefningaraðilar gátu ekki tilnefnd aðila af báðum kynjum var óskað eftir rökstuðningi sbr. málsl. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 10/2008. Allir aðilar, utan Fiskistofu, tilnefndu karlmann í starfshópinn og skýrðu ástæður þess með vísan til faglegra sjónarmiða eða með vísan til hlutlægra atriða. Í ljósi þessa verður skipunaraðili með vísan til 3. mgr. 15. gr. laga nr. 10/2008 að víkja frá skilyrði 1. mgr. 15. gr. sömu laga.)

Starfshópurinn er þannig skipaður: 

  • Arnór Snæbjörnsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Guðmundur Jóhannesson, tilnefndur af Fiskistofu
  • Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, tilnefnd af Fiskistofu
  • Jónbjörn Pálsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun
  • Einar Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum dragnótarmanna
  • Kristján Þórarinssons, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigtryggur Albertsson, tilnefndur af Samtökum sjómanna.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira