Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem ætlað er að gera faglega heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum.
Í starfshópnum eiga sæti:
- Annas J. Sigmundsson, skipaður formaður án tilnefningar
- Erna Jónsdóttir, skipuð án tilnefningar
- Þorsteinn Sigurðsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun
- Björn Ævarr Steinarsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun
- Guðmundur Jóhannesson, tilnefndur af Fiskistofu.