Á síðustu árum hefur einstaklingum yngri en 67 ára sem búa á hjúkrunarheimilum fjölgað verulega. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað um 70% á milli áranna 2018-2021. Einstaklingarnir sjálfir, aðstandendur þeirra sem og rekstraraðilar hjúkrunarheimila og hagsmunasamtök þeirra, hafa bent á að búseta á hefðbundnum hjúkrunarheimilum sé ekki rétt þjónusta fyrir þennan hóp og visa m.a.til laga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Starfshópnum er ætlað að greina stöðu þessa hóps m.t.t. réttinda og þjónustuþarfa og skila tillögum um úrbætur til heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra.
Starfshópinn skipa
- Elsa B. Friðfinnsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, formaður
- Sara Lovísa Halldórsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins og jafnframt starfsmaður hópsins
- Þór G. Þórarinsson, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins
- Rán Þórisdóttir, fulltrúi félagsmálaráðuneyttsins
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 25. janúar 2022