Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að greina mál yngri einstaklinga á hjúkrunarheimilum

Heilbrigðisráðuneytið

Á síðustu árum hefur einstaklingum yngri en 67 ára sem búa á hjúkrunarheimilum fjölgað verulega. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað um 70% á milli áranna 2018-2021. Einstaklingarnir sjálfir, aðstandendur þeirra sem og rekstraraðilar hjúkrunarheimila og hagsmunasamtök þeirra, hafa bent á að búseta á hefðbundnum hjúkrunarheimilum sé ekki rétt þjónusta fyrir þennan hóp og visa m.a.til laga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Starfshópnum er ætlað að greina stöðu þessa hóps m.t.t. réttinda og þjónustuþarfa og skila tillögum um úrbætur til heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra.

Starfshópinn skipa

  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, formaður
  • Sara Lovísa Halldórsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins og jafnframt starfsmaður hópsins
  • Þór G. Þórarinsson, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins
  • Rán Þórisdóttir, fulltrúi félagsmálaráðuneyttsins

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 25. janúar 2022

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira