Verkefni starfshópsins er að fjalla um málefni er varðar offitu, holdafar, heilsu og líðan á heildrænan hátt þar sem horft er til líkamlegra, andlegra og félagslegra áhrifaþátta til að bæta heilbrigði, vellíðan og lífsgæði til lengri tíma. Hlutverk starfshópsins er að leggja fram drög að stefnumarkandi áherslum í forvörnum, heilsueflingu og meðferð byggðar á bestu vísindalegu þekkingu og í samræmi við heilbrigðisstefnu og lýðheilsustefnu. Jafnframt að leggja til aðgerðir með það að markmiði að draga úr heilsufarslegum afleiðingum offitu og efla lýðheilsu þar sem áherslan er lögð á heilbrigða lífshætti, koma með tillögur um hvernig forvörnum og þjónustu verði best fyrir komið og hvernig fyrirbyggja megi fordóma og mismunun í tengslum við holdafar.
Starfshópnum er heimilt að kalla fleiri aðila, sem að málefninum koma, til fundar með hópnum, allt eftir áherslum í umræðu hópsins hverju sinni. Starfshópnum er ætlað að skila tillögum sínum til heilbrigðisráðherra um miðjan mars 2022.
Starfshópinn skipa
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis, formaður
- Tryggvi Helgason, sérfræðingur á Landspítalanum, Barnaspítala Hringsins
- Sólrún Ósk Lárusdóttir, sérfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Guðlaugur Birgisson, sérfræðingur í offituteymi Reykjalunds
- Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ
- Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
- Sólveig Sigurðardóttir, forseti evrópsku sjúklingasamtakanna, EASO ECPO
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 8. nóvember 2021