Hoppa yfir valmynd

Samstarfshópur um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 30. apríl 2018.

Umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hafa samþykkt að setja sameiginlega af stað vinnu til að stuðla að aukinni fagþekkingu, bættri hönnun og samræmingu í merkingum á ferðamannastöðum. Til að vinna að þessu verkefni hafa ráðherrarnir samþykkt að setja á fót samstarfshóp sem í eigi sæti fulltrúar stofnana sem hafa umsjón með verkefnum á þessu sviði til næstu þriggj ára.

Hlutverk samstarfshópsins felst í að skilgreina verkefni sem hafi eftirfarandi markmið:

- Að efla fagþekkingu þeirra aðila sem vinna að uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Með því er hægt að auka gæði innviðauppbyggingar, hagkvæmni, draga úr hættu á ónauðsynlegu raski og nýta fjármagn betur.

- Að tryggja að hönnun innviða í náttúrunni falli sem best að landslagi og stuðli að jákvæðri upplifun gesta og bættri nýtingu fjármagns.

- Að samræma miðlun og merkingar milli aðila sem bera umsjónarlega ábyrgð

Til að vinna að þessu er m.a. gert ráð fyrir gerð og útgáfu leiðbeininga, fræðsluefnis, handbóka, viðmiða við útboð og staðla, auk námskeiða og fræðslufunda og annarra afurða.

Verkefnisstjórn um landsáætlun um innviði er ábyrg fyrir framgangi verkefnisins. Samráðshópurinn skal leggja tímasetta verkefnaáætlun fyrir verkefnistjórn til samþykktar.


Án tilnefningar
Björn Helgi Barkarson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Samkvæmt tilnefningu Þjóðminjasafns Íslands
Guðmundur Lúther Hafsteinsson

Samkvæmt tilnefningu Hönnunarmiðstöðvar
Borghildur Sölvey Sturludóttir

Samkvæmt tilnefningu Landgræðslu ríkisins
Davíð Arnar Stefánsson

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Þuríður H. Aradóttir Braun

Samkvæmt tilnefningu Þingvallaþjóðgarðs
Einar Á. E. Sæmundsen

Samkvæmt tilnefningu Ferðamálastofu
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Skógræktarinnar
Hreinn Óskarsson

Samkvæmt tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Minjastofnunar Íslands
María Gísladóttir

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Ólafur A. JónssonTímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira