Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um aðra orkukosti

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 28. febrúar 2023.
Skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum (Grænbók) kom út í mars 2022. Sviðsmyndir hennar sýna fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum, til að tryggja orkuöryggi landsmanna sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Í skýrslunni voru teknar saman upplýsingar og málin sett í samhengi hvað stóru myndina varðar en þörf er á að útfæra frekar þá mynd sem þar er teiknuð upp. Hér er bæði átt við raforkuþörf og varmaþörf til húshitunar.

Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar en nú er. Þar er m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi og standa utan rammaáætlunar sem eru misvel þekktir hér á landi.

Með þessu er átt við hvaða möguleikar felast í:
- smávirkjunum fyrir vatnsafl
- sólarorkuverum
- sjávarfallavirkjunum
- varmadæluvæðingu á stærri skala á svæðum þar sem jarðvarmahitaveita er ekki til staðar
- sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala (íbúahús, býli, sumarbústaðir o.s.frv.)
- útskiptingu smárra olíukatla víðs vegar um landið
- nýtingu glatvarma bæði sem varmaorka og raforka
- orkuframboði til hitaveitna (þ.e.a.s. jarðhiti sem dregur úr notkun raforku til húshitunar)
- tækifærum sem felast í sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni

Starfshópnum er ætlað að kortleggja stöðuna í dag. Draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking er til staðar. Kanna þarf fýsileika, framboð og varpa ljósi á hvaða hindranir, ef einhverjar standa í vegi fyrir framþróun (tæknilegir, efnahagslegir, regluverk) og hvaða leiðir eru færar til að orkukostirnir verði nýttir í meiri mæli.

Fyrir liggja minnisblöð sem Orkustofnun vann fyrir ráðuneytið um ofangreinda orkukosti sem ætlað er að starfshópurinn leggi til grundvallar vinnu sinni.

Starfshópurinn skal hafa samráð við hagaðila og stofnanir eftir því sem við á.

Farið er fram á að starfshópurinn skili skriflegum niðurstöðum og tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. október 2023.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður,
Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir,
Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum