Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun viðauka laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 15. maí 2019
Starfshópurinn hefur það hlutverk að endurskoða viðauka laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en í viðaukunum er talin upp sú starfsemi sem fellur undir gildissvið laganna. Markmið með endurskoðuninni er einkum að lagfæra misræmi milli viðauka en dæmi eru um að sama starfsemi komi fyrir í tveimur viðaukum. Jafnframt er þörf á að meta hvort tiltekna starfsemi vanti í framangreinda viðauka sem og hvort einhver starfsemi megi falla á brott.

Verkefni hópsins verður að setja saman drög að endurskoðuðum viðaukum við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir að ráðuneytið leggi fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gert er ráð fyrir því að hópurinn kalli til sérfræðiaðila eftir því sem þörf er á.

Áætlað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir 15. október 2019.

Án tilnefningar
Kjartan Ingvarsson, formaður

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Halla Einarsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða
Sigrún Guðmundsdóttir
Þorsteinn Narfason


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira