Geðráð
Skipun Geðráðs er í samræmi við þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til 2030 og aðgerð 3.A.1. í þingsályktun um aðgerðaáætlun geðheilbrigðismála 2023-2027. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjallar um málaflokkinn og komi þannig að mótun stefnu, stöðugum umbótum og framþróun í honum.
Hlutverk Geðráðs er m.a. að:
- Vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum.
- Fylgjast með framþróun og áherslum í geðheilbrigðisþjónustu hérlendis og á alþjóðavísu.
- Hafa yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi sem og í samanburði við önnur lönd.
- Fylgjast með framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum.
- Vinna verkefni sem því eru falin af heilbrigðisráðherra varðandi greiningu, þróun eða útfærslu geðheilbrigðisþjónustu sem auka virði og gæði þjónustunnar fyrir notendur og aðstandendur.
- Hlutverk Geðráðsins er endurskoðað með reglubundnum hætti.
Starfsemi Geðráðs:
- Geðráð setur sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir.
- Ráðið fundar reglulega, þó eigi sjaldnar en ársfjórðungslega og skilar heilbrigðisráðherra skýrslu í desember ár hvert, með tillögum um áherslur verkefna næsta árs.
- Geðráði er heimilt með samþykki heilbrigðisráðherra að stofna smærri vinnuhópa eða faghópa um einstök verkefni sem því eru falin af heilbrigðisráðherra.
Skipan Geðráðs:
Geðráð verður skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda verður jafn fjölda fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda, opinberra stofnana og annarrar opinberrar þjónustu. Vonir standa til þess að slík skipun verði til þess að þróun geðheilbrigðismála verði í vaxandi mæli notendamiðuð og valdeflandi.
Geðráð skipa
- Páll Matthíasson, formaður
- Alma Ýr Ingólfsdóttir, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
- Tómas Kristjánsson, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
- Sandra Björk Birgisdóttir, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
- Héðinn Unnsteinsson, fulltrúi notenda
- Sigríður Gísladóttir, fulltrúi notenda
- Svava Arnardóttir, fulltrúi notenda
- Grétar Björnsson, fulltrúi notenda
- Ágúst Kristján Steinarsson, fulltrúi notenda
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi embættis landlæknis
- Sigurrós Jóhannsdóttir, fulltrúi fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu
- Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, fulltrúi annars stigs heilbrigðisþjónustu
- Nanna Bríem, fulltrúi þriðja stigs heilbrigðisþjónustu
- Gunnar Þór Gunnarsson, fulltrúi heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins
- Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, fulltrúi frá Háskóla Íslands
- Gísli Kort Kristófersson, fulltrúi frá Háskólanum á Akureyri
- Linda Bára Lýðsdóttir, fulltrúi frá Háskólanum í Reykjavík
- Friðrik Már Sigurðsson, fulltrúi frá sveitarfélögum
Starfsmenn Geðráðs verða Helga Sif Friðjónsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir.
Geðráð er skipað af heilbrigðisráðherra frá 1. október 2023 til tveggja ára.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.