Hoppa yfir valmynd

Nefnd óvilhallra vísindamanna samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII við lög um fiskeldi nr. 71/2008

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skipuð hefur verið nefnd þriggja óvilhallra vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vistfræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal nefndin skila áliti sínu og tillögum fyrir 1. maí 2020 til ráðherra.


    Verkefni nefndarinnar er að:

                
        1. rýna þá aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli. Nefndin skal m.a. fara                 yfir þau gögn sem notuð eru við útreikninga á burðarþoli fjarða við Ísland,  rýna og meta þau líkön,                 forsendur og útreikninga sem stofnunin hefur gert við matið.  

            
        2. rýna þau gögn og aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við gerð áhættumats vegna                 fiskeldis.  Sérstaklega skal skoða þær forsendur og líkön sem stofnunin byggir á við gerð                 áhættumatsins. 


        3.     skila skýrslu til Ráðherra fyrir 01. maí þar sem fram koma styrkleikar og veikleikar í þeirri                 aðferðarfræði sem notuð er við mat á burðarþoli og áhættumats vegna fiskeldis við Ísland. Nefndin                 skal koma með ábendingar og tillögur að úrbótum ef þörf þykir.

 

        Nefndina skipa:

             Gunnar Stefánsson, Háskóla Íslands,

            Kevin Glover, Insitute of Marine Research,

            Bruce McAdam, Institue of Aquaculture at the University of Stirling.            

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira