Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um einn feril húsnæðisuppbyggingar

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um einn feril húsnæðisuppbyggingar, sbr. rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 sem undirritaður var 14. júlí 2022.

Verkefni hópsins er að fyrir yfir niðurstöðu þeirrar vinnu sem nú þegar hefur verið unnin varðandi ferli skipulags- og byggingarmála tengdum uppbyggingu húsnæðis. Hópurinn skal greina hvaða þættir eru líklegir til að valda töfum ásamt því hvaða mögulegu flöskuhálsar gætu verið í kerfinu. Afrakstur þeirrar vinnu verði tillögur að umbótum, hvort sem er í verklagi eða regluverki.

Starfshópurinn er svo skipaður:

  • Valdís Ösp Árnadóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis,
  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,
  • Vigfús Þór Hróbjartsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Þorvarður Lárus Björgvinsson, fulltrúi Samtaka iðnaðarins,
  • Ólafur Árnason, fulltrúi Skipulagsstofnunar.

Verkefnisstjóri er Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi.

Skipað er til og með 31. maí 2024.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum