Kjaratölfræðinefnd
Í samræmi við samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar, sem undirritað var 15. maí 2019, hefur félags- og barnamálaráðherra ákveðið að skipa nefnd um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum.
Með nefndinni er stofnað til samstarfs heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um framangreint en nefndinni er meðal annars ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga.
Nefndin verður þannig skipuð:
- Hrafnhildur Arnkelsdóttir, án tilnefningar, formaður
- Þórir Gunnarsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands.
- Vilhjálmur Hilmarsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna.
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, tiln. af BSRB.
- Svanhvít Yrsa Árnadóttir, án tilnefningar.
- Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
- Konráð S. Guðjónsson, tiln. af forsætisráðuneyti.
- Hildur Erna Sigurðardóttir, tiln. af Hagstofu Íslands.
- Oddur Jakobsson, tiln. af Kennarasambandi Íslands.
- Helgi Aðalsteinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Ólafur Garðar Halldórsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins.
Ekki er greidd þóknun af hálfu ráðuneytisins fyrir setu í nefndinni.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.