Hoppa yfir valmynd

Kjaratölfræðinefnd

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í samræmi við samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar, sem undirritað var 15. maí 2019, hefur félags- og barnamálaráðherra ákveðið að skipa nefnd um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. 

Með nefndinni er stofnað til samstarfs heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um framangreint en nefndinni er meðal annars ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga. Hvað varðar hlutverk nefndarinnar að öðru leyti vísast til fyrrnefnds samkomulags sem fylgir hér með í ljósriti. 

Nefndin verður þannig skipuð:

 • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, án tilnefningar, formaður
 • Þórir Gunnarsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands.
 • Vilhjálmur Hilmarsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna.
 • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, tiln. af BSRB.
 • Bjarnheiður Gautadóttir, án tilnefningar.
 • Stefanía S. Bjarnadóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti. 
 • Henný Gunnarsdóttir Hinz, tiln. af forsætisráðuneyti.
 • Hrafnhildur Arnkelsdóttir, tiln. af Hagstofu Íslands.
 • Oddur Jakobsson, tiln. af Kennarasambandi Íslands.
 • Benedikt Valsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 
 • Hannes G. Sigurðsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins.

  Samkvæmt fyrrnefndu samkomulagi mun ríkissáttasemjari leggja nefndinni til starfsmann og starfsaðstöðu.
Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira