Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn rammaáætlunar

Skipuð 12. júní 2025.
Verkefnisstjórn er skipuð til fjögurra ára og starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun, sbr. 8.-11. gr. laganna.

Samkvæmt lögunum ber verkefnisstjórn að skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum til að fara yfir virkjunaráform og skal hún að fengnum niðurstöðum gaghópa vinna drög að tillögum um flokkun viekjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða. Að loknu samráðs- og kynningarferli ug umhverfismati í samræmi við lög nr. 105/2006 ber verkefnisstjórn að leggja fyrir ráðherra rökstuddar tillögur um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun landsvæða.

Tillögum um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun landsvæða skal skilað til ráðherra með reglulegu millibili á skipunartíma verkefnisstjórnar. Við tillögugerð skal verkefnisstjórn taka mið af markmiðum ríkisstjórnar Íslands um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um land allt og af áherslum ríkisstjórnarinnar á vernd og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni.

Aðalfulltrúar:
Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður, formaður,
Guðrún A. Sævarsdóttir, prófessor
Ása L. Aradóttir, prófessor
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur
Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Varafulltrúar:
Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumarður, varamaður formanns
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri
Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnar
Birta Kristín Helgadóttir, orkuverkfræðingur
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Valgerður Rún Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta