Hoppa yfir valmynd

Fagráð um siglingamál

Innviðaráðuneytið

Hlutverk fagráðs um siglingamál er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og hafnamál og öryggismál sjófarenda.

Fundargerðir fagráðs um siglingamál

Helstu verkefni ráðsins eru:

  • að móta tillögu að öryggisáætlun sjófarenda með Samgöngustofu,
  • að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem að henni koma,
  • að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES-gerðum og innleiðingu þeirra,
  • að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna,
  • að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna,
  • að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra ráðsmanna.

Ráðið er þannig skipað:

Aðalmenn:

  • Halldór Ármannsson, formaður, tilnefndur af innviðaráðherra,
  • Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur og jafnframt varaformaður, tilnefnd af innviðaráðherra,
  • Páll Ægir Pétursson, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna,
  • Halldór Arnar Guðmundsson, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
  • Kristín Magnúsdóttir, tilnefnd af Hafnasambandi Íslands,
  • Auðunn Friðrik Kristinsson, tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands,
  • Arthur Bogason, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda,
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Rannveig Grétarsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,
  • Guðmundur Herbert Bjarnason, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
  • Birna Ragnarsdóttir, tilnefnd af Samtökum verslunar og þjónustu,
  • Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
  • Bogi Þorsteinsson, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
  • Kristín Helga Markúsdóttir, tilnefnd af Samgöngustofu. 

Varamenn:

  • Árni Sverrisson, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna,
  • Tinna Magnúsdóttir, tilnefnd af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
  • Björn Arnaldsson, tilnefndur af Hafnasambandi Íslands,
  • Kristbjörg H. Guðmundsdóttir, tilnefnd af Landhelgisgæslu Íslands,
  • Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda,
  • Lúðvík Geirsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Stefán Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,
  • Guðfinnur Johnsen, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
  • Eyþór H. Ólafsson, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu,
  • Hólmgeir Jónsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
  • Ingimundur Valgeirsson, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg
  • Geir Þór Geirsson, tilnefndur af Samgöngustofu. 

Skipunartími er til og með 9. nóvember 2024.

Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum