Verkefnisstjórn um stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2022-2025
Skipuð 12. desember 2022.
Verkefnisstjórnin er skipuð skv. 5. gr. laga nr. 20/2016, um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum til þriggja ára.
Verkefnisstjórnin skal annast upplýsingaöflun, forgangsröðun og gerð tillagna um stefnumarkandi tólf ára áætlun og þriggja ára verkefnaáætlun. Verkefnisstjórnin skal við undirbúning tillagnanna leita eftir faglegri aðstoð hjá þeim opinberu stofnunum sem hafa umsjón með ferðamannaleiðum, ferðamannastöðum og ferðamannasvæðum sem eiga aðild að áætlununum, sbr. 8. gr. laganna.
Ráðherra setur reglur um hvernig verkefnisstjórnin skuli starfa, m.a. um upplýsingaöflun, samráð og kynningarferla og skulu reglurnar birtar í Stjórnartíðindum.
Án tilnefningar
Dagný Arnarsdóttir, formaður
Hafsteinn S. Hafsteinsson, til vara,
Jón Bjarnason
Árný Hrund Svavarsdóttir, til vara.
Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Nanný Arna Guðmundsdóttir,
Eggert Valur Guðmundsson, til vara.
Samkvæmt tilnefningumenningar- og viðskiptaráðuneytisins
María Reynisdóttir,
Þórarinn Örn Þrándarson, til vara.
Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Regína Sigurðardóttir
Sigurður Örn Guðleifsson, til vara.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.